Færslur: Pepsi Max-deild kvenna

Bryndís Lára í raðir Valskvenna
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals. Hún mun veita landsliðskonunni Söndru Sigurðardóttur samkeppni um markvarðarstöðuna hjá félaginu í sumar.
03.06.2020 - 17:00
Myndskeið
„Við ætlum bara að verða Íslandsmeistarar“
Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir tvær vikur. Í fyrra var deildin tveggja hesta kapphlaup en bikarmeistarar Selfoss stefna á að veita Val og Breiðablik samkeppni. Gunnar Birgisson brá sér austur fyrir fjall í vikunni og tók hús á liði Selfoss.
31.05.2020 - 19:30
Viðtal
Gæta þurfi jafnvægis til að vinna gegn meiðslahættu
Eftir að þýski boltinn fór aftur að rúlla fyrir tveimur vikum jukust meiðsli leikmanna marktækt og er það rakið til skamms undirbúnings liðanna. Doktor Árni Árnason, dósent við HÍ, segir tengslin milli lengdar undirbúnings og meiðslahættu þekkt.
Önnur landsliðskonan í raðir Selfyssinga
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur skrifað undir hjá Selfossi um að leika með félaginu í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Anna Björk kemur til félagsins frá hollenska liðinu PSV Eindhoven.
16.05.2020 - 17:10
Úr ensku úrvalsdeildinni í Breiðablik
Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir hefur gengið í raðir Breiðabliks og mun spila með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar. Rakel kemur frá Reading á Englandi.
09.12.2019 - 18:30
Dagný snýr aftur á Selfoss
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við bikarmeistara Selfoss um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta næsta sumar.
13.11.2019 - 21:20
Sigríður Lára til FH
Fótboltakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur samið við FH um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna næsta sumar. Sigríður Lára skrifaði undir þriggja ára samning í Kaplakrika í dag.
29.10.2019 - 17:55
Andri Hjörvar tekur við Þór/KA
Andri Hjörvar Albertsson er nýr þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.
06.10.2019 - 14:00
Viðtal
„Kampavín í vatninu hérna“
„Ég er bara fyrst og fremst auðmjúkur og þakklátur að fá að vinna með þessum stelpum,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.
21.09.2019 - 17:35
Viðtal
„Við erum bestar“
„Þetta er toppurinn á öllu,“ segir Íslandsmeistarinn Margrét Lára Viðarsdóttir en lið hennar Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta í dag eftir 3-2 sigur gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.
21.09.2019 - 17:20
Valskonur geta unnið fyrsta titilinn í níu ár
Valur er í dauðafæri að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í ellefta sinn er lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna fer fram í dag. Liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 2010.
21.09.2019 - 08:50
Norðankonur höfðu betur í Kórnum
Lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta hófst í kvöld með einum leik. Fallið lið HK/Víkings tók á móti Þór/KA í þýðingarlitlum leik.
20.09.2019 - 20:50
Selma Sól með slitið krossband
Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, verður frá næstu mánuði eftir að hafa slitið krossband í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val á sunnudagskvöld.
17.09.2019 - 20:50
Dramatískt jafntefli í toppslagnum
Valur og Breiðablik skildu jöfn í toppslag úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik jafnaði með síðasta sparki leiksins.
15.09.2019 - 21:08
Keflavík fallið þrátt fyrir sigur
Lið Keflavíkur mun ekki spila í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta að ári. Liðið vann botnlið HK/Víkings í dag en sigur Eyjakvenna gegn Fylki á sama tíma þýðir að Keflavík er fallið í næst efstu deild.
15.09.2019 - 16:05
HK/Víkingur fallið eftir tap í Eyjum
Lið HK/Víkings er fallið úr Pepxi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 3-1 tap gegn ÍBV í eina leik dagsins í deildinni sem fram fór í Vestmannaeyjum. ÍBV er í góðri stöðu en þó ekki öruggt með sæti sitt í deildinni.
11.09.2019 - 19:10
KR rúllaði yfir norðankonur
Fjórði og síðasti leikur dagsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta var viðureign KR og Þórs/KA í Vesturbæ Reykjavíkur. Sigur heimakvenna var þar aldrei í hættu.
08.09.2019 - 17:50
Valskonur á toppnum fyrir stórslaginn
Valur endurheimti toppsæti úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í dag með 4-0 sigri gegn ÍBV á Hlíðarenda. Keflavík er hins vegar áfram í fallsæti eftir tap gegn Stjörnunni.
08.09.2019 - 16:25
Fylkiskonur höfðu betur í Víkinni
Fylkir vann 2-0 sigur gegn botnliði HK/Víkings í Víkinni í Fossvogi í eina leik kvöldsins í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru nýliðar í deildinni en þær eru með sigrinum gott sem búnar að bjarga sér frá falli.
16.08.2019 - 21:05
Stórsigur skaut Val á toppinn
Tveir leikir voru á dagskrá síðari hluta kvölds í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Valur mætti botnliði HK/Víkings á Hlíðarenda og Fylkis mætti Stjörnunni.
09.08.2019 - 21:05
KR upp úr fallsæti með góðum sigri
KR vann 4-2 sigur gegn ÍBV er liðin mættust í fallslag í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. KR fer upp úr fallsæti með sigrinum.
09.08.2019 - 20:00
Þriðji sigur Fylkiskvenna í röð
Tólftu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta lauk í kvöld með leik Fylkis og ÍBV í Árbæ. Aðeins einu stigi munaði á liðunum í töflunni fyrir leik kvöldsins.
31.07.2019 - 20:10
Viðtal
„Tek hatt minn ofan fyrir Olgu Færseth“
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu er Valskonur unnu 5-1 sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í kvöld. Fyrsta mark hennar í leiknum var hennar 200. í efstu deild en aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri en Margrét.
30.07.2019 - 21:50
Þrenna Margrétar Láru skaut Val á toppinn
Valur vann öruggan 5-1 sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í kvöld og endurheimti þannig toppsæti deildarinnar af Breiðabliki. Þá hafði Selfoss betur gegn botnliði HK/Víkings.
30.07.2019 - 21:10
Mark númer 200 hjá Margréti Láru
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í kvöld 200. mark sitt í efstu deild kvenna á Íslandi. Hún skoraði fyrsta mark Vals gegn Stjörnunni en leikur þeirra stendur yfir í Garðabæ.
30.07.2019 - 20:20