Færslur: Pepsi Max-deild kvenna

Leik Breiðabliks og ÍBV frestað
Búið er að fresta leik Breiðabliks og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna en leikurinn átti að fara fram klukkan tvö í dag.
Toppbaráttan harðnar eftir sigur Breiðabliks
Eftir sterka byrjun hjá nýliðunum gegn Breiðabliki tóku gestirnir að lokum öll völd og unnu sannfærandi sigur.
Markasúpa í efstu deild kvenna
Fjórum leikjum er lokið í efstu deild kvenna í fótbolta í dag. Alls voru skoruð 21 mark í leikjunum. Selfoss missteig sig illa á heimavelli og FH vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttuslagnum.
Eyjakonur á siglingu
ÍBV vann 1-0 sigur á Þór/KA í eina leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Eftir strembna byrjun hafa Eyjakonur skotist upp töfluna.
23.08.2020 - 17:55
Framlengja við Íslandsmeistarana
Pétur Pétursson og Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfarar Vals, Íslandsmeistara kvenna í fótbolta, hafa framlengt samning sinn við félagið út sumarið 2022.
22.08.2020 - 14:30
Leik Selfoss og KR frestað
Leikur Selfoss og KR sem átti að vera á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir kórónuveirusmit greindist hjá liði KR í dag.
20.08.2020 - 12:30
Kórónuveirusmit í kvennaliði KR
Starfsmaður kvennaliðs KR í fótbolta hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, staðfesti þetta við Íþróttadeild RÚV í dag.
20.08.2020 - 11:50
Fullt hús og hreint mark að móti hálfnuðu
Breiðablik vann öruggan 7-0 sigur á Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Liðið á enn eftir að fá á sig mark og er með fullt hús stiga eftir níu leiki.
19.08.2020 - 20:25
Bryndís hetja Fylkis - Þriðji sigur Eyjakvenna í röð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hófst á ný eftir tveggja vikna hlé í dag er tveir leikir voru á dagskrá. Fylkir vann dramatískan sigur á Selfossi.
16.08.2020 - 16:15
Gyða Kristín hetja Stjörnunnar í tíu marka leik
Stjarnan og Þróttur Reykjavík skildu jöfn 5-5 í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í kvöld. Þróttur náði tveggja marka forystu í fjórgang í leiknum.
28.07.2020 - 21:40
Ótrúleg endurkoma Eyjakvenna gegn bikarmeisturunum
ÍBV vann 3-2 sigur á bikarmeisturum Selfoss í Suðurlandsslag í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Þór/KA hafði þá betur gegn KR norðan heiða.
28.07.2020 - 19:55
Berglind með þrennu er Breiðablik fór á toppinn
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á nýliðum Þróttar Reykjavík í Pepsi Max-deild kvenna á Kópavogsvölli í kvöld. Blikakonur fara á topp deildarinnar með sigrinum en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld.
24.07.2020 - 21:05
Viðtal
„Sérstaklega gaman að rústa Val svona“
„Það var æðislegt og ótrúlega gaman að fá svona góða hvatningu frá fólkinu okkar,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir sem fékk heiðursskiptingu undir dynjandi lófataki stuðningsmanna Breiðabliks í gærkvöld. Sveindís hafði þá skorað þrennu í toppslagnum gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en hún valdi einmitt á milli þessara tveggja félaga síðasta haust.
22.07.2020 - 11:01
Sveindís með þrennu er Breiðablik gekk frá meisturunum
Sveindís Jane Jónsdóttir stal senunni er Breiðablik vann 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hún skoraði þrjú af fjórum mörkum Blika í leiknum.
21.07.2020 - 21:05
Fanndís ólétt og ekki meira með í sumar
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir mun ekki leika meira með Val í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á von á barni.
21.07.2020 - 19:20
Ósigraðar Fylkiskonur í þriðja sæti
Tveir leikir voru á dagskrá síðari hluta kvölds í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur fóru upp í þriðja sæti deildarinnar.
20.07.2020 - 21:15
ÍBV vann botnslaginn í Krikanum
ÍBV vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð er liðið heimsótti FH í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum við botn deildarinnar fyrir leik kvöldsins.
20.07.2020 - 19:55
Lærir hvað þú hefur raunverulega gaman af þessu
Kvennalið Breiðabliks í fótbolta losnaði úr sóttkví á dögunum og hefur síðan haldið uppteknum hætti frá því í upphafi móts. Liðið hefur unnið alla leiki sína í sumar og stefnan er sett á Íslandsmeistaratitilinn.
15.07.2020 - 19:30
Viðtöl
Katrín tryggði 10 KR-ingum fyrsta sigurinn
KR vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar er liðið heimsótti Stjörnuna í kvöld. Selfoss tapaði þá dýrmætum stigum gegn nýliðum Þróttar frá Reykjavík.
14.07.2020 - 21:35
Öruggur sigur Breiðabliks í Eyjum
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld er liðið lék fyrsta deildarleik sinn eftir að hafa lokið tveggja vikna sóttkví. Liðið er með fullt hús stiga og hefur enn ekki fengið á sig mark í sumar.
14.07.2020 - 19:30
Stórsigur Selfoss á Stjörnunni
Einn leikur var á dagskrá í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss vann þar öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabæ.
01.07.2020 - 21:05
Elín Metta allt í öllu í fjórða sigri Vals
Valur vann 3-1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Liðið er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.
30.06.2020 - 20:00
Tvær Valskonur í sóttkví og ekki með
Tveir leikmenn kvennaliðs Vals í fótbolta eru ekki í leikmannahópi liðsins þar sem þær eru í sóttkví. Liðið mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.
30.06.2020 - 18:40
Neikvætt sýni á Selfossi
Leikmaður kvennaliðs Selfoss í fótbolta sem talið var að væri með COVID-19 er ekki smitaður af veirunni. Þetta kom í ljós eftir skimun leikmannsins fyrir veirunni í dag.
26.06.2020 - 20:30
„Ekki á áætlun að skima sérstaklega hjá íþróttafélögum“
Fjórum leikjum hefur verið frestað í úrvalsdeild kvenna í fótbolta vegna COVID-19 smitsins sem greindist í kvennaliði Breiðabliks í gær. Hluti af karlaliði Breiðabliks eru nú á meðal þeirra þrjú hundruð sem eru í sóttkví vegna málsins.