Færslur: Pepsi Max-deild karla

Breiðablik upp í þriðja sæti eftir stórsigur
Breiðablik vann í kvöld 4-0 stórsigur gegn Víkingum frá Reykjavík í efstu deild karla í knattspyrnu. Liðin voru fyrir leik kvöldsins í öðru og fjórða sæti deildarinnar og var því búist við jöfnum og spennandi leik.
Breiðablik upp í annað sæti
Einn leikur fór fram í Pepsi Max deild karla í dag þegar Fjölnir tók á móti Breiðablik í Grafarvoginum. Sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu eftir að þeir náðu forystu snemma leiks. Breiðablik fer í annað sæti deildarinnar við sigurinn en staða Fjölnis á botninum er orðin ansi svört.
Mikilvægur sigur HK - Jafnt í Garðabæ
Tveir leikir fóru fram síðari hluta kvölds í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. HK vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni og Guðmundur Steinn Hafsteinsson bjargaði stigi fyrir KA í Garðabæ.
26.08.2020 - 21:45
Valur vann KR í níu marka leik
Topplið Vals vann 5-4 sigur á Íslandsmeisturum KR í stórleik dagsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Vesturbæ Reykjavíkur. Valsmenn juku forskot sitt á toppi deildarinnar með sigrinum.
26.08.2020 - 19:30
Fylkir lagði Fjölni í Árbæ
Fylkismenn unnu 2-0 sigur á botnliði Fjölnis í eina leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Liðið fer upp fyrir Íslandsmeistara KR í töflunni með sigrinum.
25.08.2020 - 21:30
KR-ingar í vinnusóttkví og farnir að æfa
Karlalið KR í fótbolta gat í dag hafið æfingar að nýju eftir að hafa verið í almennri sóttkví frá heimkomu sinni frá Skotlandi aðfaranótt miðvikudags. Leikmannahópur liðsins er nú kominn í vinnusóttkví og gat því æft saman í dag.
22.08.2020 - 18:15
Lennon með þrennu í stórsigri FH
FH vann 4-0 sigur á HK er liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í Kaplakrika í dag. ÍA sótti þá stig á Akureyri.
22.08.2020 - 16:30
Nær útilokað að KR og Valur mætist um helgina
KR-ingar töpuðu bæði fyrir Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta og svo í kapphlaupinu við klukkuna. KR-ingar eru nú komnir í sóttkví og því eru nær engar líkur á því að leikur KR og Vals geti farið fram í Pepsi Max deildinni á laugardag. 
19.08.2020 - 19:30
Sex mörk og tvö rauð í sigri Blika á Víkingum
Breiðablik vann 4-2 sigur á Víkingi Reykjavík er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í Fossvogi í kvöld. Sigurinn skýtur liðinu upp í annað sæti deildarinnar.
16.08.2020 - 21:40
HK vann fallslaginn
HK vann 3-1 heimasigur á botnliði Fjölnis í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Fjölnismenn eru límdir við botn deildarinnar.
16.08.2020 - 18:50
Breiðablik viðheldur fullkominni byrjun
Breiðablik vann öruggan 7-0 sigur á botnliði FH í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í dag. Liðið er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og hefur enn ekki fengið á sig mark í sumar.
16.08.2020 - 17:55
Dramatískur sigur Skagamanna - Valur vann KA
Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Pepsi Max-deild karla með sigri á KA að Hlíðarenda í dag. ÍA vann þá dramatískan sigur á Fylki.
15.08.2020 - 18:20
Markasúpa í fyrsta sigri Blika í júlí
Breiðablik vann sinn fyrsta deildarsigur frá 29. júní er liðið lagði ÍA að velli, 5-3, í Pepsi Max-deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Skagamenn tapa aftur á móti sínum þriðja leik í röð í deildinni.
26.07.2020 - 21:07
Dramatískt jafntefli á Akureyri
KA og KR gerðu markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Akureyringar voru óheppnir að taka ekki öll stigin þrjú.
26.07.2020 - 18:00
Viðtal
„Við þurfum kannski að líta aðeins inn á við“
Fyrirliði HK í Pepsi Max-deild karla í fótbolta segir það hafa mikla þýðingu fyrir stuðningsmenn liðsins að bera sigur úr býtum í Kópavogsslagnum svokallaða. HK lagði granna sína í Breiðabliki 1-0 í gærkvöld.
24.07.2020 - 20:30
Stjörnumenn unnu á Skaganum og eru enn taplausir
Stjarnan vann 2-1 sigur á ÍA þegar liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Stjarnan er eina taplausa liðið í deildinni.
23.07.2020 - 20:33
Jafnt milli toppliðsins og botnliðsins
KR og Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli þeirra fyrrnefndu í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. KR er sem fyrr á toppi deildarinnar en Fjölnismenn verma botninn.
22.07.2020 - 22:05
Steindautt jafntefli í Hafnarfirði
FH og KA gerðu markalaust jafntefli í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Fátt var um fína drætti í Kaplakrika.
22.07.2020 - 19:51
Vinna Íslandsmeistararnir fimmta leikinn í röð?
Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Í fyrri leiknum mætast nýjustu þjálfararnir í deildinni en í þeim seinni geta KR-ingar unnið sinn fimmta deildarleik í röð.
22.07.2020 - 14:00
Ólafur Ingi á leið í tveggja leikja bann
Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður og aðstoðarþjálfari Fylkis í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, fékk reisupassann eftir 3-0 tap liðsins fyrir KR í Árbæ í gærkvöld. Ólafur Ingi á yfir höfði sér tveggja leikja bann vegna brottvísunarinnar.
20.07.2020 - 13:00
Annar sigur Víkinga kom í Kórnum
Víkingur R. vann 2-0 sigur á HK í seinni leik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Óttar Magnús Karlsson skoraði sitt sjötta mark í jafnmörgum leikjum í deildinni.
12.07.2020 - 21:06
Stórsigur Skagamanna á Seltjarnarnesi
Sjötta umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hófst í dag er nýliðar Gróttu tóku á móti ÍA á Seltjarnarnesi. Þar var sigur Skagamanna aldrei í hættu.
12.07.2020 - 18:52
Að vera á toppnum gefur mér nákvæmlega ekki neitt
„Ég er bara hundfúll með að taka ekki þrjú stig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli liðsins við FH í gærkvöld. Óskar segir þá litla huggun í því að liðið sé taplaust á toppi deildarinnar.
09.07.2020 - 13:10
Sex marka jafntefli í Kópavogi
Breiðablik og FH skildu jöfn 3-3 í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Blikar eru sem fyrr á toppi deildarinnar.
08.07.2020 - 22:05
Fyrsti sigur Gróttu kom í Grafarvogi
Grótta vann sinn fyrsta sigur í efstu deild er liðið hafði betur gegn Fjölni í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. ÍA og HK gerðu þá 2-2 jafntefli á Akranesi.
08.07.2020 - 21:10