Færslur: Pepsi Max-deild karla

Að vera á toppnum gefur mér nákvæmlega ekki neitt
„Ég er bara hundfúll með að taka ekki þrjú stig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli liðsins við FH í gærkvöld. Óskar segir þá litla huggun í því að liðið sé taplaust á toppi deildarinnar.
09.07.2020 - 13:10
Sex marka jafntefli í Kópavogi
Breiðablik og FH skildu jöfn 3-3 í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Blikar eru sem fyrr á toppi deildarinnar.
08.07.2020 - 22:05
Fyrsti sigur Gróttu kom í Grafarvogi
Grótta vann sinn fyrsta sigur í efstu deild er liðið hafði betur gegn Fjölni í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. ÍA og HK gerðu þá 2-2 jafntefli á Akranesi.
08.07.2020 - 21:10
Valur skoraði fimm gegn vængbrotnum Víkingum
Valur vann 5-1 sigur á Víkingi Reykjavík er liðin áttust við í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Víkingur var án þriggja miðvarða í leiknum.
08.07.2020 - 19:50
Sölvi Geir í þriggja leikja bann
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings frá Reykjavík, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leik liðsins við KR í Vesturbæ Reykjavíkur um helgina. Liðsfélagar hans Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson voru dæmdir í eins leiks bann.
07.07.2020 - 17:00
Kallar eftir meiri virðingu og málefnalegri umræðu
Þóroddur Hjaltalín, fyrrum alþjóðadómari og formaður dómaranefndar Knattspyrnusambands Íslands, sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna dómaramála á Íslandi sem hafa verið í brennidepli síðustu daga. Hann kallar eftir meiri virðingu fyrir dómarastéttinni og að gagnrýni sem beinist gegn dómurum skuli vera málefnalegri.
07.07.2020 - 16:35
Þriðja rauða spjaldið óþarft
Íslandsmeistarar KR höfðu betur gegn bikarmeisturum Víkings í Pepsi Max-deild karla í gær. Leikurinn var hreint út sagt ótrúlegur og fengu allir þrír miðverðir Víkings að líta beint rautt spjald en KR vann leikinn 2-0. Kristinn Jakobsson, fyrrverandi dómari, segir að tvö spjöld af þremur hafi klárlega átt rétt á sér.
05.07.2020 - 19:00
Dramatískt jafntefli norðan heiða
KA og Breiðablik skildu jöfn 2-2 eftir hörkuleik í 4. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á Akureyri í dag. Lokamínútur leiksins voru viðburðarríkar.
05.07.2020 - 18:00
Hyggst áfrýja til KSÍ
„Ég hélt ég hefði séð allt í fótboltanum en greinilega ekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 tap liðsins fyrir KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Þrír leikmenn Víkings fengu reisupassann í leiknum.
05.07.2020 - 11:45
Þrír Víkingar fuku af velli í sigri KR
Íslandsmeistarar KR tóku á móti bikarmeisturum Víkings frá Reykjavík í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í Frostaskjóli í kvöld. Allir þrír miðverðir Víkings fengu reisupassann í viðburðarríkum leik.
04.07.2020 - 18:55
Átta mörk á Seltjarnarnesi - Annar sigur Fylkis í röð
Tveir leikir voru á dagskrá fyrri hluta dags í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Grótta náði í sitt fyrsta stig í deildinni og Fylkir vann annan leik sinn í röð.
04.07.2020 - 16:30
Segi að ég eigi inni hamborgara hjá honum
Hinn 11 ára Jóel Freyr Ingason sló heldur betur í gegn á Víkingsvelli þegar Víkingur frá Reykjavík og FH áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gærkvöld. Jóel, sem var boltasækir á leiknum, átti óvæntan þátt í þriðja marki Víkings og segir fótboltakappinn ungi að hann finni fyrir athyglinni eftir leikinn.
30.06.2020 - 19:45
Viðtöl
Boltastrákurinn fær borgara
„Þetta var bara mjög flott frammistaða hjá okkar drengjum,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., eftir 4-1 sigur sinna manna á FH í Víkinni í kvöld. Sigurinn var þeirra fyrsti á tímabilinu.
29.06.2020 - 22:05
„Ekki á áætlun að skima sérstaklega hjá íþróttafélögum“
Fjórum leikjum hefur verið frestað í úrvalsdeild kvenna í fótbolta vegna COVID-19 smitsins sem greindist í kvennaliði Breiðabliks í gær. Hluti af karlaliði Breiðabliks eru nú á meðal þeirra þrjú hundruð sem eru í sóttkví vegna málsins.
FH og Breiðablik að hlið Stjörnunnar á toppnum
FH og Breiðablik unnu sína leiki er önnur umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld. Liðin fóru þar með upp að hlið Stjörnunnar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
21.06.2020 - 21:07
Stjarnan með fullt hús eftir öruggan sigur
Stjarnan er með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á nýliðum Fjölnis í Grafarvogi í kvöld. Stjarnan hefur ekki unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni frá 2016.
21.06.2020 - 19:20
HK rúllaði yfir Íslandsmeistarana
HK vann óvæntan og öruggan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR er liðin mættust í annarri umferð Íslandsmótsins í Frostaskjóli í kvöld. HK nær þar með í sín fyrstu stig í sumar.
20.06.2020 - 20:25
Þægilegur Valssigur á Seltjarnarnesi
Valur hlaut sín fyrstu stig á tímabilinu í Pepsi Max-deild karla með 3-0 sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag. Valsmenn réðu lögum og lofum á vellinum frá upphafi til enda.
20.06.2020 - 17:55
Markalaust á Akureyri
KA og Víkingur frá Reykjavík gerðu markalaust jafntefli er þau áttust við í fyrsta leik annarrar umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á Akureyri í dag. Leikurinn var bragðdaufur.
20.06.2020 - 15:45
16 ára hetja Stjörnumanna í fyrsta leiknum
Það var mikil dramatík er Stjarnan tók á móti Fylki í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Hinn 16 ára gamli Ísak Andri Sigurgeirsson reyndist hetja Garðbæinga.
15.06.2020 - 21:20
Viðtöl
Jafnt í baráttuslag í Víkinni
Víkingur og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli er liðin áttust við í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Barátta og pirringur einkenndi leikinn.
15.06.2020 - 20:40
Breiðabliki og Val spáð titlinum
Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaga í efstu deildum í fótbolta var gerð kunn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Val og Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum.
„Leikur fólksins en ekki sjónvarpsins“
Leikur Víkings og Fjölnis í úrvalsdeild karla í fótbolta hefur verið færður frá sunnudegi yfir á mánudag. Tilfærslan gerir Víkingum kleift að taka við þúsund manns í stað 400 sem hefðu komist að á sunnudeginum. Fleiri leikir verða ekki færðir í umferðinni.
11.06.2020 - 12:30
Býst við sex liða toppbaráttu
Á laugardag hefst Pepsi Max deild karla þegar Valur tekur á móti KR að Hlíðarenda. Reikna má með harðri baráttu í karladeildinni í sumar.
10.06.2020 - 21:00
Geta tekið við 1000 manns í stað 400 vegna frestunar
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því í kvöld að leikur Víkings við Fjölni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla hafi verið færður frá sunnudegi yfir á mánudag að beiðni Víkinga. Þeir geta þá tekið við 1000 áhorfendum í stað 400.
10.06.2020 - 20:25