Færslur: Pepsi-deild kvenna

Fá 135% meira fyrir að dæma hjá körlunum en konunum
Greiðsla fyrir dómgæslu í leik í efstu deild karla í knattspyrnu er 135 prósentum hærri en fyrir leik í efstu deild kvenna. Framkvæmdastjóri KSÍ segir ekki útséð með það hvort munurinn verði minnkaður að einhverju leyti á komandi leiktíð.
Sigríður Lára aftur til ÍBV - Jón Óli þjálfar
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta næsta sumar eftir stutt stopp í Noregi. Þá er Jón Óli Daníelsson tekinn við þjálfun liðsins.
11.11.2018 - 09:30
Meisturunum spáð titlinum aftur
Nú í hádeginu var birt spá forráðamanna félaga Pepsídeildar kvenna í fótbolta. Fáum kemur á óvart að ríkjandi meisturum Þórs/KA er spáð sigri að nýju.
02.05.2018 - 12:16
Viðtal
Deildu rúmi, fengu hótanir og ísskápurinn lak
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru báðar í leikmannahópi Íslands á Evrópumótinu í Hollandi síðasta sumar. Þegar þær sömdu við Verona sem leikur í efstu deild á Ítalíu undir lok síðasta árs töldu þær sig vera að fara upplifa bernskudraum sinn; að spila knattspyrnu að atvinnu. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Viðtal við Berglindi um veru þeirra á Ítalíu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær eru komnar heim, nokkrum mánuðum á undan áætlun.
26.02.2018 - 20:40
Mislukkuð dvöl á Ítalíu loks á enda
Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa snúið aftur til landsins eftir mislukkaða dvöl hjá Verona sem leikur í efstu deild á Ítalíu. Félagið stóð ekki við samninga og braut ítrekað á réttindum þeirra Berglindar og Örnu. Nánar um málið í íþróttafréttum sjónvarps nú í kvöld en þar verður rætt við Berglindi um veru þeirra á Ítalíu. Viðtalið mun einnig birtast hér á vef okkar.
26.02.2018 - 18:40
Stjarnan og Valur með sigra
Síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk með tveimur leikjum í dag. Eins og flestir vita urðu Þór/KA Íslandsmeistarar í gær en þá fóru þrír leikir fram. Í dag fóru svo fram tveir leikir en hvorugur þeirra skipti máli fyrir lokastöðu mótsins.
Myndskeið
Þór/KA Íslandsmeistari - Sjáðu fagnaðarlætin
Þór/KA urðu í dag Íslandsmeistarar þegar þær unnu FH 2-0 í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Í spilaranum má sjá fagnaðarlætin sem brutust út þegar Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka.
Viðtöl
Þór/KA Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu
Þór/KA varð í dag Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. Liðið vann 2-0 sigur á FH á Akureyri en á sama tíma vann Breiðablik 4-0 sigur á Grindavík í Kópavogi. Í síðasta leik dagsins gerðu svo Haukar og ÍBV 2-2 jafntefli í Hafnafirði.