Færslur: peningaþvætti

Ísland ætti að losna af gráa listanum í október
Ísland ætti að losna af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október gangi áform eftir. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og þá vonuðust ráðherrar ríkisstjórnarinnar að Ísland losnaði af listanum snemma á þessu ári. Það gekk ekki eftir. ,,Það er ánægjulegt að fá það staðfest í dag að við höfum komið þeim aðgerðum sem útaf stóðu í framkvæmd með fullnægjandi hætti,“ segir dómsmálaráðherra.
24.06.2020 - 17:08
Myndskeið
Baráttan tapast taki ríki ekki höndum saman
Ríki heims eru að tapa baráttunni gegn peningaþvætti, að mati sérfræðings í fjármálaglæpum. Norðurlönd séu í kjörstöðu til að taka forystu í peningaþvættisvörnum á heimsvísu.
19.01.2020 - 19:51
Gátu ekki sýnt fram á raunverulega eigendur
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við peningaþvættisvarnir allra íslensku bankanna. Einkum vantar upp á að skýrar upplýsingar liggi fyrir um raunverulega eigendur.
22.12.2019 - 11:49
Flett ofan af milljarða peningaþvætti í sænskum banka
Grunur leikur á að umfangsmikið peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum sænska bankann SEB. Talið er að um hálfur milljarður sænskra króna, tæplega sex og hálfur milljarður íslenskra króna, að mestu afrakstur alvarlegra efnahagsbrota, hafi verið þvættur í gegnum reikninga viðskiptavina bankans í Eystrasaltsríkjunum,
27.11.2019 - 06:13
Fréttaskýring
„Getum ekki bara kennt vondum útlendingum um“
Tilkynningum vegna gruns um peningaþvætti hefur fjölgað verulega eftir að aukin áhersla var lögð á eftirlit með því, í kjölfar gagnrýni alþjóðlegs aðgerðarhóps gegn peningaþvætti. Erfitt er að segja til um hvort peningþvætti hafi viðgengist á meðan eftirliti var ábótavant.
Fólk á áttræðisaldri grunað um peningaþvætti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo erlenda ríkisborgara, karl og konu á áttræðisaldri. Fólkið er grunað um peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga auk þess sem grunur leikur á að þau tengist smygli á fólki.
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.
Ráðherrar ræða stöðu Íslands á gráum lista
Rætt verður um stöðu Íslands á gráum lista FATF, alþjóðlegum starfshóp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
22.10.2019 - 08:54