Færslur: peningaþvætti

Krefur ríkið um 70 milljónir vegna frelsissviptingar
Nígerískur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst sjötíu milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði en fékk aðeins tveggja mánaða fangelsisdóm. Upphæðina byggir hann á þeirri fjárhæð sem metin var sem hæfileg vegna frelsissviptingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 
26.09.2020 - 12:38
Spegillinn
Nýr bankaleki, sama sagan
Þetta er að verða fastur liður: efni úr leka eða frá uppljóstrara sýnir hvernig bankar, í samspili við aflandsvæðingu, þjónusta viðskiptavini með illa fengið fé. Bankarnir birta nánast orðrétt fyrri yfirlýsingar um að nú hafi þeir tekið sig á. Nýr leki frá bandarískri eftirlitsstofnun sýnir að varnir gegn peningaþvætti eru mjög haldlitlar því bankarnir telja sig fylgja reglum um leið og þeir gæta þess vandlega að líta framhjá samhengi viðskiptanna.
25.09.2020 - 17:45
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Ísland ætti að losna af gráa listanum í október
Ísland ætti að losna af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október gangi áform eftir. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og þá vonuðust ráðherrar ríkisstjórnarinnar að Ísland losnaði af listanum snemma á þessu ári. Það gekk ekki eftir. ,,Það er ánægjulegt að fá það staðfest í dag að við höfum komið þeim aðgerðum sem útaf stóðu í framkvæmd með fullnægjandi hætti,“ segir dómsmálaráðherra.
24.06.2020 - 17:08
Myndskeið
Baráttan tapast taki ríki ekki höndum saman
Ríki heims eru að tapa baráttunni gegn peningaþvætti, að mati sérfræðings í fjármálaglæpum. Norðurlönd séu í kjörstöðu til að taka forystu í peningaþvættisvörnum á heimsvísu.
19.01.2020 - 19:51
Gátu ekki sýnt fram á raunverulega eigendur
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við peningaþvættisvarnir allra íslensku bankanna. Einkum vantar upp á að skýrar upplýsingar liggi fyrir um raunverulega eigendur.
22.12.2019 - 11:49
Flett ofan af milljarða peningaþvætti í sænskum banka
Grunur leikur á að umfangsmikið peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum sænska bankann SEB. Talið er að um hálfur milljarður sænskra króna, tæplega sex og hálfur milljarður íslenskra króna, að mestu afrakstur alvarlegra efnahagsbrota, hafi verið þvættur í gegnum reikninga viðskiptavina bankans í Eystrasaltsríkjunum,
27.11.2019 - 06:13
Fréttaskýring
„Getum ekki bara kennt vondum útlendingum um“
Tilkynningum vegna gruns um peningaþvætti hefur fjölgað verulega eftir að aukin áhersla var lögð á eftirlit með því, í kjölfar gagnrýni alþjóðlegs aðgerðarhóps gegn peningaþvætti. Erfitt er að segja til um hvort peningþvætti hafi viðgengist á meðan eftirliti var ábótavant.
Fólk á áttræðisaldri grunað um peningaþvætti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo erlenda ríkisborgara, karl og konu á áttræðisaldri. Fólkið er grunað um peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga auk þess sem grunur leikur á að þau tengist smygli á fólki.
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.
Ráðherrar ræða stöðu Íslands á gráum lista
Rætt verður um stöðu Íslands á gráum lista FATF, alþjóðlegum starfshóp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
22.10.2019 - 08:54