Færslur: peningaþvætti

Sjötta sakamálarannsóknin hafin á hendur forseta Perú
Sakamálarannsókn er hafin á hendur Pedro Castillo forseta Perú vegna ásakana um spillingu. Þetta er sjötta glæparannsóknin sem beinist að forsetanum.
Zúista bræður sýknaðir af ákæru um fjársvik
Bræðurnir Ágúst Einar og Einar Ágústssynir forsvarsmenn trúfélags Zúista, voru sýknaðir af öllum ákærum um fjársvik og peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómara þótti ekki nægar sannanir fyrir því að þeir hefðu blekkt ríkisvaldið til þess að greiða þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld.
Yfir 60 milljarðar þvættaðir hér á landi
Áætlað er að jafnvirði um 64 milljarða króna af illa fengnu fé sé þvættað hér á landi, sem er hlutfallslega á pari við það sem þekkist í mörgum öðrum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta er á meðal niðurstaðna greiningar breska öryggisfyrirtækisins Credas á peningaþvætti innan OECD, sem byggð er á gögnum frá stofnuninni og greint er frá í Fréttablaðinu í dag.
16.02.2022 - 06:55
Félagar forseta Kongó sagðir þvætta peninga í Færeyjum
Fyrirtæki í eigu fjölskyldu og vina Josephs Kabila, fyrrverandi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, eru sögð hafa fengið milljónir dala úr ríkissjóði og frá ríkisstofnunum. Þetta kemur fram í umfjöllunum fjölda miðla um heim allan um stærsta gagnalega Afríkusögunnar.
Grunuð um fíkniefnasölu og peningaþvætti á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók á miðvikudag karl og konu vegna gruns um sölu fíkniefna. Rannsókn málsins er á frumstigi en þau eru einnig grunuð um peningaþvætti og brot á barnaverndarlögum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald vegna málsins.
18.06.2021 - 14:13
Segir lagabreytingar „gjöf til glæpagengja“
Ástæða er til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi. Glæpamenn misnota hælisleitendakerfið og ekki hafa verið stigin nauðsynleg skref til að stemma stigu við þessari þróun. Í stað þess að búa lögreglu nauðsynlegum tækjabúnaði er hún send á rétttrúnaðarnámskeið. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag.
Segir eftirlitsstofnanir ráða við stórar rannsóknir
Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu peningaþvætti og möguleika íslenskra eftirlitsstofnana til að ráðast í umfangsmiklar rannsóknir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Tilefnið var há sekt sem norska fjármálaeftirlitið lagði á norska bankann DNB fyrir að framfylgja illa lögum um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við bankaviðskipti fyrirtækja í eigu Samherja.
03.05.2021 - 15:40
Viðtal
Samfélagslegt vandamál og hluti af menningunni
Það er ekki nóg að byggja upp eftirlit og varnir gegn peningaþvætti heldur þarf að breyta sumum þáttum í menningu okkar til að árangur náistd, segir Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann segir að peningaþvætti sé samfélagslegt vandamál um allan heim og þar dugi ekki að kalla á aðgerðir stjórnvalda
03.05.2021 - 10:43
Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.
Breyting ætluð á trúfélagalögum í samræmi við áhættumat
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða ákvæði laga um skráð trú- og lífskoðunarfélög með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra um skýrslugjöf og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna slíkra félaga.
Yfir 40 sakborningar í fordæmalausu peningaþvættismáli
Á fimmta tug eru nú með réttarstöðu sakbornings í fordæmalausri rannsókn Héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningaþvætti. Böndin berast að fíkniefnasmyglurum í Suður-Ameríku og fjárhæðin teygir sig upp undir milljarð króna.
05.12.2020 - 19:05
Áslaug Arna vonar að Ísland hverfi af gráa listanum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kveðst bjartsýn á að Ísland komist af hinum svokallaða gráa lista sem það lenti á haustið 2019.
21.10.2020 - 05:25
Krefur ríkið um 70 milljónir vegna frelsissviptingar
Nígerískur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst sjötíu milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði en fékk aðeins tveggja mánaða fangelsisdóm. Upphæðina byggir hann á þeirri fjárhæð sem metin var sem hæfileg vegna frelsissviptingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 
26.09.2020 - 12:38
Spegillinn
Nýr bankaleki, sama sagan
Þetta er að verða fastur liður: efni úr leka eða frá uppljóstrara sýnir hvernig bankar, í samspili við aflandsvæðingu, þjónusta viðskiptavini með illa fengið fé. Bankarnir birta nánast orðrétt fyrri yfirlýsingar um að nú hafi þeir tekið sig á. Nýr leki frá bandarískri eftirlitsstofnun sýnir að varnir gegn peningaþvætti eru mjög haldlitlar því bankarnir telja sig fylgja reglum um leið og þeir gæta þess vandlega að líta framhjá samhengi viðskiptanna.
25.09.2020 - 17:45
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Ísland ætti að losna af gráa listanum í október
Ísland ætti að losna af gráum lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti í október gangi áform eftir. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og þá vonuðust ráðherrar ríkisstjórnarinnar að Ísland losnaði af listanum snemma á þessu ári. Það gekk ekki eftir. ,,Það er ánægjulegt að fá það staðfest í dag að við höfum komið þeim aðgerðum sem útaf stóðu í framkvæmd með fullnægjandi hætti,“ segir dómsmálaráðherra.
24.06.2020 - 17:08
Myndskeið
Baráttan tapast taki ríki ekki höndum saman
Ríki heims eru að tapa baráttunni gegn peningaþvætti, að mati sérfræðings í fjármálaglæpum. Norðurlönd séu í kjörstöðu til að taka forystu í peningaþvættisvörnum á heimsvísu.
19.01.2020 - 19:51
Gátu ekki sýnt fram á raunverulega eigendur
Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við peningaþvættisvarnir allra íslensku bankanna. Einkum vantar upp á að skýrar upplýsingar liggi fyrir um raunverulega eigendur.
22.12.2019 - 11:49
Flett ofan af milljarða peningaþvætti í sænskum banka
Grunur leikur á að umfangsmikið peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum sænska bankann SEB. Talið er að um hálfur milljarður sænskra króna, tæplega sex og hálfur milljarður íslenskra króna, að mestu afrakstur alvarlegra efnahagsbrota, hafi verið þvættur í gegnum reikninga viðskiptavina bankans í Eystrasaltsríkjunum,
27.11.2019 - 06:13
Fréttaskýring
„Getum ekki bara kennt vondum útlendingum um“
Tilkynningum vegna gruns um peningaþvætti hefur fjölgað verulega eftir að aukin áhersla var lögð á eftirlit með því, í kjölfar gagnrýni alþjóðlegs aðgerðarhóps gegn peningaþvætti. Erfitt er að segja til um hvort peningþvætti hafi viðgengist á meðan eftirliti var ábótavant.
Fólk á áttræðisaldri grunað um peningaþvætti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo erlenda ríkisborgara, karl og konu á áttræðisaldri. Fólkið er grunað um peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga auk þess sem grunur leikur á að þau tengist smygli á fólki.
Stefna á að komast af lista FATF í febrúar
Íslensk stjórnvöld stefna á því að komast af gráum lista Financial Action Task Force á næsta fundi samtakanna í febrúar á næsta ári. Fjármálaráðherra viðurkennir að ákveðinn losarabragur hafi verið á málaflokknum sem kann að hafa sitt að segja að Ísland hafi lent á listanum.
Ráðherrar ræða stöðu Íslands á gráum lista
Rætt verður um stöðu Íslands á gráum lista FATF, alþjóðlegum starfshóp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag.
22.10.2019 - 08:54