Færslur: peningaseðlar

Falsaðir seðlar krumpaðir til að gera þá eðlilegri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fölsuðum fimm þúsund króna seðlum í umferð. Auk þess er almenningur beðinn að vera á varðbergi gagnvart öðrum seðlastærðum svo og erlendum seðlum.
Spegillinn
Myntin vegur 1.400 tonn og gæti fyllt heilan sal
Fyrir fjörutíu árum flykktust Íslendingur í banka til að skipta á gömlum krónum fyrir nýjar. Þá um áramótin varð gjaldmiðilsbreyting, ný mynt og nýir seðlar og hver ný króna virði hundrað þeirra gömlu. Þetta var gert í óðaverðbólgu þess tíma, hún kallaði á að gefnir yrðu út seðlar og slegin mynt með hærra verðgildi. Þá fóru menn að hugsa um hvort hægt væri að skera tvö núll aftan af krónunni eins og það var stundum orðað og færa upphæðir nær því sem var í nágrannalöndunum.
16.01.2021 - 09:33
Falsaðir 10 þúsund króna seðlar fyrir norðan
Falsaðir tíu þúsund króna seðlar eru í umferð á Norðurlandi. Lögreglan hvetur fólk til að láta vita ef það sér falsaðan seðil.
21.08.2020 - 15:36
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
Flóknar prentfléttur sem segja ákveðna sögu  
„Ef þú ert með ung augu, góða birtu og stækkunargler, þá áttu að geta lesið nýyrðin,“ segir Kristín Þorkelsdóttir um ákveðinn flöt á tíu þúsund króna seðlinum en hún hannaði alla íslensku peningaseðlana sem nú eru í umferð.
25.05.2018 - 15:33