Færslur: Peningar

Vilja að frystu fé afganska ríkisins verði skilað aftur
Hagfræðingar víða um heim hvetja Bandaríkjastjórn og leiðtoga annarra ríkja til að láta af hendi frystar fjármagnseignir Afganistan. Eftir að Talibanar rændu völdum voru eignir afganska ríkisins á bankareiknignum frystar svo þeir kæmu ekki höndum yfir þær.
Krónan styrkist gagnvart helstu gjaldmiðlum
Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er ári, að bandaríkjadal undanskildum. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
08.07.2022 - 11:04
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Þúsundir Bandaríkjadala fuku út úr flutningabíl
Fjöldi fólks taldi sig hafa dottið í lukkupottinn á hraðbraut í Kaliforníu þegar peningavöndlar féllu úr brynvörðum flutningabíl í gær. Hleðsludyr bílsins opnuðust á ferð með þessum afleiðingum.
20.11.2021 - 02:19
Berglind Festival kennir áhorfendum að græða pening
Berglind Festival og verðbréfamarkaðurinn
Peningafölsun til rannsóknar á Norðurlandi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál eftir að tilkynnt var um falsaðan seðil í verslun í umdæminu. Þó málið virðist ekki vera umfangsmikið tekur lögreglan slíkum fölsunum alltaf af fullri alvöru.
Hjálparsamtökin Oxfam fagna birtingu Pandora skjalanna
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum, fagna birtingu Pandora skjalanna, tæplega tólf milljóna skjala, sem afhjúpa fjármál og vafasöm viðskipti um 35 fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga.
Falsaðir seðlar krumpaðir til að gera þá eðlilegri
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fölsuðum fimm þúsund króna seðlum í umferð. Auk þess er almenningur beðinn að vera á varðbergi gagnvart öðrum seðlastærðum svo og erlendum seðlum.
Lögregla varar við fölsuðum peningaseðlum í umferð
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem tilkynnt hefur verið um falsaða 5 og 10 þúsund króna peningaseðla. Jafnframt hefur falsaðra evru-seðla orðið vart að því er fram kemur á vefsíðu lögreglunnar.
Spegillinn
Myntin vegur 1.400 tonn og gæti fyllt heilan sal
Fyrir fjörutíu árum flykktust Íslendingur í banka til að skipta á gömlum krónum fyrir nýjar. Þá um áramótin varð gjaldmiðilsbreyting, ný mynt og nýir seðlar og hver ný króna virði hundrað þeirra gömlu. Þetta var gert í óðaverðbólgu þess tíma, hún kallaði á að gefnir yrðu út seðlar og slegin mynt með hærra verðgildi. Þá fóru menn að hugsa um hvort hægt væri að skera tvö núll aftan af krónunni eins og það var stundum orðað og færa upphæðir nær því sem var í nágrannalöndunum.
16.01.2021 - 09:33
Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.