Færslur: PCC

Hráefni tekið að berast til PCC á Bakka
Fyrsta flutningaskipið sem kemur til Húsavíkur á vegum PCC í níu mánuði, lagðist að bryggju þar í gærmorgun. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á Bakka á næstu vikum.
31.03.2021 - 15:01
Vonast til að framleiðsla hefjist aftur í næsta mánuði
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík vonast til að framleiðsla þar hefjist á ný fyrir í lok næsta mánaðar. Þó séu enn margir lausir endar. Um 140 manns verði þá við störf - eða álíka margt og var áður en verksmiðjunni var lokað í fyrrasumar.
18.03.2021 - 13:47
PCC auglýsir eftir starfsfólki á ný
Auglýst hefur verið eftir fólki til starfa í verksmiðju PCC á Bakka fyrir áætlaða endurræsingu verksmiðjunnar. Um 50 manns starfa þar í dag við ýmsar endurbætur.
02.02.2021 - 15:24
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
48% innflutningstollar á íslenskan kísilmálm
Allt að 48% innflutningstollar verða mögulega lagðir á íslenskan kísilmálm í Bandaríkjunum. Rannsóknarnefnd bandaríska viðskiptaráðuneytisins skoðaði undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði í sumar.
16.09.2020 - 10:04
Myndskeið
„Engan langar að fara eins og er“
Slökkt var á ofni Kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík í dag. Starfsemi í verksmiðjunni er þar með formlega hætt, í bili að minnsta kosti. Rúmenskir feðgar sem misstu vinnuna hjá fyrirtækinu segja mikla óvissu fram undan.
29.07.2020 - 16:00
Huga að öðrum atvinnutækifærum fyrir starfsfólk PCC
Afkoma tuga fjölskyldna í Norðurþingi er í óvissu eftir uppsagnir hjá kísilverksmiðju PCC í gær. Þegar er farið að huga að öðrum atvinnutækifærum. Ráðherra byggðamála segir að meta þurfi afleiðingarnar sem stöðvun verksmiðjunnar hafi í sveitarfélaginu.
26.06.2020 - 22:45
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
„Þungt högg fyrir samfélagið og sveitarfélagið allt“
Sveitarstjóri Norðurþings segir uppsagnirnar hjá PCC þungt högg fyrir samfélagið. Slökkt verður á báðum ofnum kísilverksmiðjunnar á Bakka og stærstum hluta starfsfólks sagt upp. Stefnt er á að hefja framleiðslu á ný þegar betur árar á markaði.
25.06.2020 - 19:21
PCC á Bakka lokað tímabundið
Allt að hundrað manns misstu vinnuna í dag í kísilveri PCC á Bakka skammt frá Húsavík. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hyggist stöðva starfsemi sína tímabundið nú í lok júní. Fundur með starfsfólki hófst klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu missa tveir þriðju hlutar starfsfólks vinnuna eða 80 til 100 manns.
25.06.2020 - 15:38
Rafmagn fór aftur af Bakka
Rafmagn fór af kísilveri PCC á Bakka við Húsavík í gærmorgun og var þar alveg rafmagnslaust til klukkan rúmlega þrjú eftir hádegi. Þá fékk verksmiðjan heimild Landsnets til að taka upp álag og gangsetja annan tveggja ofna sinna á ný. Í færslu á Facebook-síðu PCC Bakka segir að afl hafi farið af ofnum verksmiðjunnar vegna bilunar í spennivirki Landsnets. Neyðarskorsteinar séu því opnir og ofnar að kólna, og því geti fólk orðið vart við lykt.
15.12.2019 - 01:42
Engin hætta skpaðist þegar stöðva þurfti báða ofna PCC
Slökkva þurfti á báðum ofnum kísilvers PCC á Bakka í lok síðustu viku eftir að stoðkerfi ofnanna hætti að virka. Framkvæmdastjóri PCC segir enga hættu hafa skapast en töluverðan reyk lagði frá verksmiðjunni.
26.11.2019 - 11:48
Nýr sérkjarasamningur við PCC undirritaður
Undirritaður hefur verið nýr sérkjarasamningur fyrir starfsmenn í kisilveri PCC á Bakka. Samningurinn var undirritaður í gærkvöld í húsnæði Samtaka atvinnulífsins. Viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir frá áramótum.
06.06.2019 - 09:47
Vill ljúka viðræðum við PCC fyrir mánaðarmót
Frá áramótum hafa staðið yfir samningar um nýjan sérkjarasamning fyrir starfsmenn í kisilveri PCC á Bakka. Formaður Framsýnar á Húsavík segir mikilvægt að ná samningum fyrir mánaðarmót, það megi ekki dragast fram á sumar. Markmiðið sé að laun í verksmiðju PCC verði sambærileg við það sem gerist í álverum og öðrum verksmiðjum.
20.05.2019 - 08:55
Lykt og reykur frá kísilverksmiðju PCC á Bakka
Neyðarskorsteinar á kísilverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík opnuðust í dag svo töluverður reykur og lykt barst frá verksmiðjunni. Þetta er í annað sinn frá því á sunnudag sem þetta gerist. 
27.02.2019 - 19:00
Innlent · Norðurland · PCC · Bakki
Slökkt á ofni kísilvers PCC á Bakka
Slökkva þurfti á einum ofna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík í dag. Vegna þessa berst töluverður reykur frá verksmiðjunni og lyktar getur orðið vart, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
24.02.2019 - 16:43
Kröfum Landverndar um PCC á Bakka hafnað
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru Landverndar um veitingu starfsleyfis fyrir stórfelldri kísilframleiðslu á Bakka við Húsavík. Kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka fékk starfsleyfi frá Umhverfisstofnun 8. nóvember 2017 og losunarleyfi var gefið út 2. febrúar 2018. Kærunni var hafnað með úrskurði 20. desember.
23.12.2018 - 15:33
PCC harmar slagsmálin í vinnubúðum á Bakka
Í yfirlýsingu frá PCC harmar fyrirtækið þann atburð sem átti sér stað í vinnubúðum á Bakka síðstliðinn laugardag. Þá kom til harkalegra átaka tveggja manna og voru báðir fluttir á sjúkrahús með áverka.
06.11.2018 - 11:46
PCC ætlar að fá allt borgað til baka
Lögmaður PCC á Bakka hefur sent sveitarfélaginu Norðurþingi, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og Vegagerðinni bréf þar sem fyrirtækið áskilur sér allan rétt til þess að krefja alla viðtakendur um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna viðhalds Húsavíkurhöfðaganga. PCC ætlar að sjá um göngin tímabundið, en krefst endurgreiðslu vegna alls kostnaðar. Sveitarfélagið vísar á ríkið, ríkið vísar á Vegagerðina og Vegagerðin segir nei.
25.10.2018 - 14:52