Færslur: Patreksfjörður

Einn með smit á Patreksfirði og níu í sóttkví
Einn hefur greinst smitaður af kórónuveirunni á Patreksfirði og eru níu í sóttkví. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greinir frá þessu á Facebook.  Þar segir jafnframt að hópurinn sé blanda af heima- og aðkomufólki.
04.10.2020 - 09:44
Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Þyrla Gæslunnar tvisvar til Vestfjarða á tveimur dögum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug til Vestfjarða það sem af er vikunni. Á mánudag var áhöfnin á TF-EIR kölluð út til að sækja sjúkling á Ísafirði, þar sem veður hamlaði hefðbundnu sjúkraflugi. Þegar til kom reyndist veðrið svo slæmt vestra að ekki var hægt að lenda þyrlunni á flugvellinum og því var gripið til þess ráðs að lenda þyrlunni á þjóðveginum við Arnarnes og senda sjúkrabíl þangað með sjúklinginn, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
70 Patreksfirðingar á leið í sóttkví
Hópur Patreksfirðinga sem var í skemmtiferð á vegum fyrirtækis á skilgreindu áhættusvæði vegna COVID-19 þarf að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Íslands. Um 20 úr hópnum komu til landsins í gær og um 50 manns eru væntanleg á morgun.
16.03.2020 - 16:07
Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Ofanflóðavarnir fyrir 1,3 milljarða
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Patreksfirði kosta 1,3 milljarða króna. Það er lægsta tilboðið sem barst í verkið og er hundrað milljónum hærra en áætlað var. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tilboðinu verði tekið.
03.10.2019 - 12:07
Myndband
Háhyrningar í höfninni á Patreksfirði
Fjórir háhyrningar syntu inn í höfnina á Patreksfirði í morgun. Tveir þeirra syntu alveg að bryggjunni en tveir héldu sig aðeins utar. Magni Smárason tók upp meðfylgjandi myndband af dýrunum.
09.04.2019 - 15:19
Fallbyssukveðja eftir drykkjulæti í Skjaldborg
Ingveldur Hjartardóttir hefur búið á Patreksfirði frá 1955 og þekkir sögu Skjaldborgarbíós ansi vel. Hún hefur sögu að segja frá atviki tengdu húsinu sem átti sér stað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og fæstir þekkja.
26.05.2018 - 10:10