Færslur: Patreksfjörður

Velkominn Árni hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar
Mikil stemmning var á Patreksfirði um helgina þar sem heimildamyndahátíðin Skjaldborg fór fram í fimmtánda sinn. Hátíðinni lauk formlega í gærkvöld þegar verðlaunaafhending fór fram í Félagsheimili Patreksfjarðar.
07.06.2022 - 14:40
X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Hættustigi aflýst á Patreksfirði og fólk má snúa heim
Óvissustigi á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á Patreksfirði, vegna snjóflóðahættu, hefur verið aflýst. Tuttugu og átta Patreksfirðingar fá því að snúa heim eftir að hafa þurft að rýma hús sín í gær.
Rafmagn komið á í Dýrafirði
Rafmagn er komið á í Dýrafirði eftir bilun í aðveitustöð á Skeiði laust eftir miðnættið. Flest hús í Dýrafirði eru kynt með rafmagni og því hefði getað orðið nokkuð kalt hefði rafmagnsleysið varað lengi.
Óvissustigi og rýmingu aflétt á Vestfjörðum
Hættu- og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum. Þeim sem var gert að rýma heimili sín í gær fengu aftur að snúa til síns heima í morgun.
09.02.2022 - 11:57
Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á öllum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði og Patreksfirði. Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum í norðlægum og austlægum áttum frá því um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Átta íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði í gær og tveir sveitabæir nærri Ísafirði og í Bolungarvík.
Átta íbúðarhús rýmd og enn bætir í snjó
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. Þar hafa átta hús verið rýmd auk tveggja sveitabæja. Snjóflóðahætta er á nokkrum vegum en víðast hvar er ófært á Vestfjörðum.
Minnisblað komið til ráðherra – bakslag á Patreksfirði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær um næstu skref innanlands, en núgildandi aðgerðir renna út á miðvikudaginn. Tillögurnar verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag
05.12.2021 - 12:23
Landinn
Köttur ræður öllu í bókaútgáfu á Patreksfirði
Það er í nógu að snúast hjá bókaútgefendum landsins þessa dagana. Birta Ósmann Þórhallsdóttir og kötturinn Skriða eru þar engin undantekning. „Hún ræður öllu, velur inn hvaða bækur prentast og hvernig og velur liti og pappír og ég er eiginlega bara talsmaður hennar og sé um öll mál sem er erfitt fyrir ketti að sinna,“ segir Birta.
02.12.2021 - 07:50
Fólksbíll eyðilagðist í bruna á Kleifaheiði
Lítill fólksbíll er ónýtur eftir að eldur kviknaði í honum á þjóðveginum á Kleifaheiði nærri Patreksfirði í kvöld. Slökkvilið Patreksfjarðar fékk tilkynningu um eldinn á tólfta tímanum og sendi einn slökkvibíll á vettvang.
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Bíll fauk á hliðina á Patreksfirði
Bálhvasst er á Vestfjörðum þar sem vindhraði við Æðey í Ísafjarðardjúpi hefur mælst 32 metrar á sekúndu, og hviður hafa farið upp í 42 metra á sekúndu. Fréttastofu barst mynd frá Patreksfirði, þar sem vindhviða náði að feykja bíl á hliðina. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram eftir morgni, og þá tekur gul viðvörun við til miðnættis.
28.03.2021 - 00:40
Landinn
Kanna magn sjávarlúsa í fjörðum vegna fiskeldis
Margrét Thorsteinsson og Haukur Jónsson eru að veiða laxfisk í Önundarfirði en það eru sníkjudýr á fisknum sem þau hafa meiri áhuga á en fisknum sjálfum, - sjávarlýs. „Við erum eiginlega að safna grunngögnum til að það sé hægt að skoða áhrifin, hver eru þolmörk fjarða - og þá er gott að vita eitthvað um náttúrulegt magn,“ segir Margrét.
16.02.2021 - 07:50
„Þau grófu upp vini og ættingja og fóru svo heim“
Fjórir létust og nítján hús skemmdust í snjóflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983. Flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið þegar skelfingin dundi yfir. Egill Fjelsted man glögglega eftir þeim atburðum enda alinn upp á Patreksfirði. Á meðal þeirra sem létust var systir vinar Egils en sjálfur slapp hann naumlega.
24.11.2020 - 13:51
Einn með smit á Patreksfirði og níu í sóttkví
Einn hefur greinst smitaður af kórónuveirunni á Patreksfirði og eru níu í sóttkví. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greinir frá þessu á Facebook.  Þar segir jafnframt að hópurinn sé blanda af heima- og aðkomufólki.
04.10.2020 - 09:44
Auknar takmarkanir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum líkt og víðar á landinu hefur verið gripið til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Heimsóknarbann hefur nú verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð í Reykhólahreppi.
Þyrla Gæslunnar tvisvar til Vestfjarða á tveimur dögum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug til Vestfjarða það sem af er vikunni. Á mánudag var áhöfnin á TF-EIR kölluð út til að sækja sjúkling á Ísafirði, þar sem veður hamlaði hefðbundnu sjúkraflugi. Þegar til kom reyndist veðrið svo slæmt vestra að ekki var hægt að lenda þyrlunni á flugvellinum og því var gripið til þess ráðs að lenda þyrlunni á þjóðveginum við Arnarnes og senda sjúkrabíl þangað með sjúklinginn, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Hættustig á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða
Hættustig er á Flateyri og Patreksfirði vegna snjóflóða og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum öllum. Ákveðið hefur verið að rýma tíu íbúðarhús efst á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum. Tvö hús hafa verið rýmd á Patreksfirði.
16.03.2020 - 16:53
70 Patreksfirðingar á leið í sóttkví
Hópur Patreksfirðinga sem var í skemmtiferð á vegum fyrirtækis á skilgreindu áhættusvæði vegna COVID-19 þarf að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Íslands. Um 20 úr hópnum komu til landsins í gær og um 50 manns eru væntanleg á morgun.
16.03.2020 - 16:07
Myndskeið
Leikskólinn á Patreksfirði of lítill
Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er of lítill fyrir börn bæjarins að öðru sinni á síðustu árum. Elsti árgangurinn hefur verið fluttur í grunnskólann svo börnin komist fyrir. Börnunum hefur fjölgað mikið frá 2008. Árið 2013 var ljóst að skólinn var yfirfullur.
05.11.2019 - 10:49
Ofanflóðavarnir fyrir 1,3 milljarða
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Patreksfirði kosta 1,3 milljarða króna. Það er lægsta tilboðið sem barst í verkið og er hundrað milljónum hærra en áætlað var. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tilboðinu verði tekið.
03.10.2019 - 12:07
Myndband
Háhyrningar í höfninni á Patreksfirði
Fjórir háhyrningar syntu inn í höfnina á Patreksfirði í morgun. Tveir þeirra syntu alveg að bryggjunni en tveir héldu sig aðeins utar. Magni Smárason tók upp meðfylgjandi myndband af dýrunum.
09.04.2019 - 15:19
Fallbyssukveðja eftir drykkjulæti í Skjaldborg
Ingveldur Hjartardóttir hefur búið á Patreksfirði frá 1955 og þekkir sögu Skjaldborgarbíós ansi vel. Hún hefur sögu að segja frá atviki tengdu húsinu sem átti sér stað á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og fæstir þekkja.
26.05.2018 - 10:10