Færslur: Passamyndir

Passamyndir sem listform
Facebook síða ljósmyndastofunnar Passamynda hefur vakið nokkra athygli að undanförnu, en þar birtir Sigurður Unnar Birgisson, starfsmaður Passamynda, reglulega portrettmyndir af vel völdum viðskiptavinum - auðvitað með góðfúslegu leyfi. Andlitin er jafn ólík og þau eru mörg en hvert einasta segir ríkulega sögu.
Einar Már fær lofsamlega dóma í Danmörku
Nýjasta skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Passamyndir, kom nýlega út í Danmörku. Gagnrýnendur eru hrifnir af bókinni. „Fimm hjörtu til íslensks meistara,“ segir í dómi Politiken.
11.05.2018 - 10:37
Gagnrýni
„Þarna er margt mjög sjálfsævisögulegt“
„Það fer varla á milli mála að þetta er Einar Már sjálfur, finnst manni, sem er að segja frá þó að hann heiti annað,“ segir Sigurður Valgeirsson gagnrýnandi Kiljunnar um nýjustu bók Einars Más Guðmundssonar, Passamyndir. Hún er sprottin úr sama sagnaheimi og margar aðrar bækur Einars, eins og Englar Alheimsins, Fótspor á himnum, Draumar á jörðu og Nafnlausir vegir.