Færslur: Páskadagskrá Rásar 1 2019

Meistari Morricone
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone lést í dag á sjúkrahúsi í Rómaborg, 91 árs að aldri. Morricone samdi tónlist við yfir 400 kvikmyndir og ferill hans spannaði tæp sextíu ára kvikmyndasögu.
Ræsti út menn í hinstu ferð Heiðrúnar II
„Það var þannig að faðir minn kom heim og sagði okkur systrum að hlaupa og ræsa menn út á Heiðrúnina, sem var að slitna frá,“ segir Olga Ingimundardóttir. Minningar um sunnudagsmorguninn 4. febrúar 1968 í Bolungarvík hvíla þungt á Olgu. Fjórir þeirra sem að Olga náði í þennan morgun, ásamt systur hennar Sigurborgu, fórust með Heiðrúnu II frá Bolungarvík í aftakaveðri í Ísafjarðardjúpi. Hún telur fáa þekkja sinn þátt í atburðarás þessa morguns.
Lokatakmarkið er byggingin
Hundrað ár eru liðin frá því að Bauhausskólinn var stofnaður í Weimar í Þýskalandi. Hjálmar Sveinsson segir frá skólanum, sem hafði mikil áhrif og skapaði grundvöll nútíma hönnunar og arkitektúrs.
Páskaópera útvarpsins: La clemenza di Tito
Páskaópera Útvarpsins er La clemenza di Tito eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperan var flutt í beinni frá Metrópólitan-óperunni í New York á Rás 1 laugardaginn 20. apríl,
Pétur og úlfurinn
Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru i Eldborgarsal Hörpu 16. febrúar.
Íslenska óperan: La traviata
Á skírdagskvöld, fimmtudaginn. 18. apríl kl. 19.00, var flutt hljóðritun frá sýningu Íslensku óperunnar á „La Traviata“ eftir Giuseppe Verdi. Með aðalhlutverk fara Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson.
Ekki mitt stríð
Leiðin í öruggt skjól var löng og krókótt eftir að æskuheimilið fuðraði upp í sprengjuregni. Ferdinand Alfreðsson fylgdi mömmu sinni Helgu Einarsdóttur um stríðshrjáð Þýskaland, Pólland og Danmörku seinni heimstyrjaldarinnar í leit að íverustað. Hefur það áhrif á mann alla ævina að alast upp í stríðsátökum? Eða er það bara eitthvað sem venst og gleymist svo eins og annað á langri ævi?
Útvarpsleikhúsið: Sol
Ungur maður hverfur inn í heim tölvuleikja, einangrast og verður ástfanginn af tölvuleikjapersónu í útvarpsleikritinu SOL, sem er páskaleikrit Útvarpsleikhússins. Hlustið á alla þætti leikritsins hér.
Óveður sem skildi samfélög eftir í sárum
„Ég minnist þess ekki að hafa lent í eins slæmu veðri,“ segir Sigurður Þorkell Árnason, fyrrverandi skipherra á varðskipinu Óðni um óveðrið í Ísafjarðardjúpi 4.-5. febrúar 1968. Í útvarpsþáttunum Hyldýpi á Rás 1 er fjallað um þetta hamfaraveður í Djúpinu.
18.04.2019 - 14:30
Viðtal
Hér á hálfkák ekki séns
Þorleifur Örn Arnarsson segir að Volksbühne í Berlín sé það leikhús sem hefur haft mest áhrif á hann um ævina, fyrir utan þjóðleikhúsið á Íslandi. „Það sem gerir Volksbühne svo einstakt er að þú skynjar það í fjölunum í gólfinu hvað hefur átt sér stað hér.“
Undarlegt ferðalag
Snorri Rafn Hallsson veltir fyrir sér ólíkum hliðum lífsins. Á leið sinni kringum lífið hittir hann meðal annars fyrir ljósmóður, sálfræðing, sjúkrahúsprest og foreldra sína sem varpa ljósi á það undarlega fyrirbæri sem lífið er.
Bærinn minn og þinn
Fjórir tónlistarmenn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi deila sögu sinni. Umsjón hefur Melkorka Ólafsdóttir.
18.04.2019 - 10:00
Íslendingur inn við beinið
Einn af gestum Bókmenntahátíðar í Reykjavík í ár er norski rithöfundurinn Roy Jacobsen. Hann hefur áður komið á hátíðina árið 1992 og hefur sterka tengingu við Ísland, bæði beina og óbeina.