Færslur: parísarsamningur

Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Umhverfisskattar til skoðunar
Ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 1990, líkt og í ríkjum Evrópusambandsins og Noregi.
05.05.2017 - 12:46