Færslur: Parísarsamkomulagið

300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Minni losun í COVID breytir litlu um loftslagsmál
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúp jarðar hefur aldrei verið meiri en nú. Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar COVID-faraldurinn reis hvað hæst hefur litlu breytt og losunin er nú að ná hæstu hæðum á nýjan leik. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
09.09.2020 - 16:51
Þurfa að hreinorkuvæða tvo þriðju bílaflotans á 10 árum
Markmið stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum samkvæmt Parísarsamkomulaginu kalla á um það bil 300 MW og fyrir árið 2030 þurfa tveir af hverjum þremur bílum á götunum að vera orðnir hreinorkubílar. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vegum Samorku um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030.
08.09.2020 - 09:24
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
2 ár frá fyrsta verkfallinu og heimurinn enn í afneitun
Jarðarbúar eru enn í afneitun tveimur árum þegar kemur að loftslagsbreytingum, skrifar sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg í Guardian í dag. Tvö ár eru í dag frá því hún settist fyrst niður fyrir utan sænska þinghúsið og fór í skólaverkfall fyrir loftslagið.
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Óviss um að hægt sé að uppfylla kröfur í loftslagsmálum
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er framför að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann er þó ekki viss um að hún dugi til þess að stjórnvöld geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar.
24.06.2020 - 22:00
Myndskeið
Segja að staðið verði við stóru orðin í loftslagsmálum
Stjórnvöld ætla að ganga lengra í loftslagsmálum en alþjóðlegar skuldbindingar gera ráð fyrir og verja 46 milljörðum í stærstu verkefnin á næstu fimm árum.
23.06.2020 - 19:11
Stækkun Heathrow dæmd ólögleg
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í morgun fyrirhugaða stækkun Heathrow-flugvallar ólöglega þar sem hún brýtur í bága við skuldbindingar Bretlands í Parísarsamkomulaginu. Talið er að dómurinn sé fordæmisgefandi, bæði í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.
27.02.2020 - 14:41
2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar er áratugurinn frá 2010 til 2019 sá heitasti á jörðinni síðan mælingar hófust. Árið í fyrra mældist það næst heitasta í sögunni. Í skýrslunni segir að allt frá níunda áratugnum hafi hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan fór. Búist er við því að þannig verði það áfram í næstu framtíð. 
Enn fundað í Madríd
Enn hefur ekkert samkomulag náðst um sameiginlega lokayfirlýsingu ríkja heims á 25. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem staðið hefur í rúmar tvær vikur í Madríd á Spáni.
15.12.2019 - 08:03
Tilkynntu formlega úrsögn úr Parísarsáttmála
Bandaríkjastjórn sendi í kvöld formlega tilkynningu til Sameinuðu þjóðanna, um að Bandaríkin ætluðu að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þar með fer af stað eins árs langt úrsagnarferli sem endar daginn eftir forsetakosningarnar vestra á næsta ári.
Ísland samdi við ESB um sameiginlega ábyrgð
Ísland, Noregur og Evrópusambandið hafa gengið frá samkomulagi um hvernig löndin tvö taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB í loftslagsmálum. Ísland og Noregur skrifuðu undir Parísarsamkomulagið í slagtogi með ESB. Í desember eru fjögur ár síðan Parísarsamkomulagið var undirritað.
„G19“ heita að framfylgja Parísarsáttmálanum
Nítján meðlimir G20 hópsins - allir nema Bandaríkin - samþykktu í morgun „óafturkallanleika" Parísarsamkomulagsins um aðgerðir í loftslagsmálum, og hétu því í sameiginlegri yfirlýsingu að framfylgja því til hins ýtrasta. Orðalag yfirlýsingarinnar er nær samhljóða yfirlýsingu þessara sömu átján ríkja og Evrópusambandsins, sem samþykkt var á leiðtogafundi G20 í Buenos Aires í Argentínu í fyrra, þrátt fyrir mótbárur Bandaríkjanna.
Telur innviðina geta orðið mjög sterka
Samgönguráðherra telur að með fyrirhugaðri uppbyggingu hraðhleðslustöðva á landsbyggðinni geti innviðir fyrir orkuskipti bílaflotans orðið mjög sterkir. Íslensk stjórnvöld ætla að veita 250 milljónir króna í styrki á þessu ári til að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á þjóðvegum og hleðslustöðvum við gististaði. Gert er ráð fyrir jafnháu mótframlagi frá styrkþegum. 
Tíu ár í bann við nýjum bensín- og díselbílum
Aðeins eru rúm tíu ár þar til nýir bensín- og dísilbílar verða bannaðir. Ákvörðun fólks um hvernig bíl það kaupir hefur áhrif á alla þjóðina, segir framkvæmdastjóri Orkuseturs og vísar til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Áfram verði að byggja upp innviði til að auðvelda orkuskipti í samgöngum.
25.05.2019 - 19:00
Losun koltvíoxíðs eykst á ógnarhraða
Í fyrsta sinn frá upphafi mælinga mælist magn koltvíoxíðs í lofti yfir 415 milljónarhlutum (ppm). Vísindamenn óttast að hlutfallið eigi aðeins eftir að hækka á næstunni.
14.05.2019 - 06:06
70 dollara koldíoxíðskattur fyrir loftslagið
Skattlagning á losun koldíoxíðs er skilvirkasta leiðin til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og auka þar með líkurnar á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta er niðurstaða sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem var að senda frá sér skýrslu um málið. Þá er hvatt til þess að ríkisstjórnir heims hætti alveg að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og byrji að taka umhverfiskostnað af þess völdum inn í verðlagningu þess.
Fréttaskýring
Aukin orkuneysla setur markmiðin í uppnám
Ríki Evrópusambandsins nálgast nú markmið sín hægar en áður vegna aukins bruna jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Þetta veldur áhyggjum um að Evrópulönd geti ekki náð markmiðum sínum um minni losun gróðurhúsalofttegunda á réttum tíma.
Fréttaskýring
Ellefu ár til að draga verulega úr losun
Það er reglulega bent á að Ísland verði að fara að hysja upp um sig í loftslagsmálum, því nái ríkið ekki alþjóðlegum markmiðum um minni losun, þurfi að kaupa kolefniskvóta - og það gæti reynst dýrt spaug.
Myndband
Getur bundið allan útblástur og meira til
Hellisheiðarvirkjun var gangsett síðla árs 2006. Skömmu síðar var byrjað að þróa verkefni sem gengur undir nafninu CarbFix. Hellisheiðarvirkjun, rétt eins og aðrar jarðvarmavirkjanir, blæs töluverðum koltvísýringi út í loftið með gufunni sem dælt er úr iðrum jarðar.
06.11.2018 - 11:06
Fréttaskýring
Rafbílafjölgun nær ekki Parísarsamkomulaginu
Þó að rafbílum muni fjölga nokkuð ört á næstu árum mun það ekki nægja til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um rafbílavæðinguna. Einn skýrsluhöfunda segir að huga verði að fleiri aðgerðum til að flýta fyrir breytingum á bílaflota landsmanna.
01.11.2018 - 14:16
Bloomberg vill borga loftslagsbrúsa BNA
Michael Bloomberg, milljarðamæringur og fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur boðist til að greiða þær 4,5 milljónir Bandaríkjadala, um 450 milljónir króna á núverandi gengi, sem bandarísk stjórnvöld hefðu átt að leggja árlega til að framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. Bandaríkin drógu sig út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál á síðasta ári og eru nú eina ríki Jarðar sem ekki á aðild að því.
Óhjákvæmilegt að álver losi koltvísýring
Tæplega þrjátíu prósent losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi er frá áliðnaði. Óhjákvæmlegt að álver losi gróðurhúsalofttegundir, segir framkvæmdastjóri samtaka álframleiðenda. 
18.04.2018 - 22:31
Þurfum líklega að minnka losun um 35%
Ekki er ljóst hvað Ísland þarf að draga mikið úr losun gróðurhúsaloftegunda vegna Parísarsamkomulagsins fram til ársins 2030. Það ræðst í viðræðum við Evrópusambandið sem væntanlega hefjast von bráðar. Líklegt þykir að Ísland verði að minnka losun um 35%.
23.02.2018 - 16:11