Færslur: Parísarsamkomulagið

Óráð að fella niður ívilnanir á rafbíla
Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að þegar stjórnvöld hætta að veita virðisaukaskattsívilnanir á rafmagnsbíla muni orkuskiptum bílaflotans seinka. Hann telur rétt að miða við ártal eða minnka afsláttinn í þrepum, annars muni nýskráningunum bensín- og dísilbíla fjölga.
05.01.2022 - 12:57
Myndband
Lokadrög samþykkt með breyttu orðalagi um kol
Fulltrúar tæplega 200 þjóða samþykktu lokadrög samnings á 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Viðræður um lokaútgáfuna drógust á langinn og var þá orðalag ýmissa ákvæða sem flæktist fyrir leiðtogunum. Lokadrögin sem nú hafa verið samþykkt, voru mest megnis óbreytt frá því sem kynnt var fyrr í dag, en þó vekur athygli breyting á ákvæði um kolaiðnað, sem var gerð nú á lokasprettinum.
Spegillinn
Hinir ríku Svíar standa ekki við loftslagsloforð
2,7 gráður - svo mikið mun meðalhitinn á jörðinni aukast frá því sem var fyrir iðnbyltingu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Miklu meira en þær 2 gráður, eða helst 1,5, sem þjóðir heims stefna að samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Í París, fyrir sex árum lofuðu þjóðarleiðtogar aðgerðum en nýjar rannsóknir sýna að aðeins örfá lönd hafa efnt þessi loforð. Jafnvel Svíþjóð - ríkt land með þróað hagkerfi og stóra endurnýjanlega orkugjafa - er langt frá því að ná markmiðum sínum.
Fréttaskýring
Liggur styrkur Parísarsamkomulagsins í veikleikum þess?
Parísarsamningurinn er langtímasamningur sem viðurkennir að heimurinn er á byrjunarreit, þetta segir sérfræðingur í loftslagsrétti. Samningurinn hefur verið gagnrýndur fyrir veikar lagalegar skuldbindingar en reynslan sýnir að hjá ríkjum heims er lítil stemmning fyrir strangari kvöðum. Burt séð frá öllu bla, bla, bla-i kann að vera að helsti styrkur samningsins liggi í hversu lítið það bindur hendur aðildarríkja.
Losun CO2 orðin svipuð og var fyrir faraldurinn
Losun koltvísýrings í heiminum nálgast nú mjög að vera hin sama og var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Hluti Kína nálgast að vera þriðjungur.
Boris Johnson
Vonlaust að samið verði um 1,5 gráðu hlýnun í Glasgow
Engin von er til þess að samkomulag um aðgerðir til að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5 gráður náist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti þessu yfir í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í dag.
31.10.2021 - 00:30
Greta Thunberg kallar eftir þrýstingi frá almenningi
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir fjölmennar ráðstefnur einar og sér ekki leiða til þess að loftslagsmarkmið náist nema almenningur krefjist einnig breytinga. Hún fagnar því að hlustað sé á hana og sakar ráðamenn um feluleik og afsakanir í málaflokknum.
Áætlanir ríkja heims langt yfir loftslagsmarkmiðum
Miðað við núverandi áætlanir stefna ríki heims á að framleiða rúmlega tvöfalt magn kola, olíu og gass miðað við þau mörk sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir eina og hálfa gráðu. Þetta kemur fram í skýrslu umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. 
Jafnlítil losun og í covid og Parísarmarkmið næst
Ef losun Íslands helst jafn lítil og hún var í faraldrinum í fyrra ætti árið í ár að verða innan þeirra marka sem Ísland setti sér samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Skotlandi í lok mánaðarins. 
Spegillinn
Verður að slá verulega í klárinn
Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvaða leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025, þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn tekur til.
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Auknar líkur á fellibyljum yfir Atlantshafi
Á næstu fimm árum mun hitastig á yfirborði jarðar líklega verða 1,5 gráðum heitara en það var fyrir iðnbyltingu. Árum saman hafa vísindamenn varað við því að hitastig heims fari hækkandi og því muni fylgja miklar breytingar á veðurfari. Gangi ný spá eftir eru auknar líkur á hitabeltisfellibyljum yfir Atlantshafi.
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Ísland sendir uppfærð loftslagsmarkmið til SÞ
Íslensk stjórnvöld hafa sent uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eru sameiginleg með Evrópusambandinu og Noregi, og fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Hlutur Íslands í markmiðinu er 29% samdráttur í losun til ársins 2030 miðað við árið 2005, varðandi losun utan viðskiptakerfis ESB.
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Bandaríkjamenn mæta á leiðtogafund um loftslagsmál
John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, slæst í dag í hóp þeirra Angelu Merkel Þýskalandskanslara, Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, Borisar Johnsons, forsætisráðherra Breta og fleiri leiðtoga á alþjóðlegri netráðstefnu um loftslagsmál. Á ráðstefnunni er ætlunin að leggja fram og ræða hagnýtar lausnir og raunsæjar áætlanir um viðbrögð gegn loftslagsvánni til næstu tíu ára.
25.01.2021 - 04:50
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.  
Landspítalinn dregur úr kolefnislosun um 40%
Landspítalinn fékk í morgun loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar fyrir að draga úr kolefnislosun um 40% frá árinu 2016. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að bregðast verði við samdrætti með því að fjárfesta í grænum verkefnum. Loftslagsmálin hafi fallið í skuggann af kórónuveirufaraldrinum á þessu ári.
Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Milljarða þarf til að standa við Kýótó-bókunina
Umhverfisstofnun álítur að Ísland þurfi að kaupa heimildir fyrir sem nemur fjórum milljónum CO2 ígíldistonna þar sem ekki hefur tekist að standa við skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar.
Heimskviður
Loftslagsumræðan fellur í skugga veirunnar
Kórónuveirufaraldur hefur varpað skugga á það nauðsynlega samtal sem þjóðir heims þurfa að eiga um aðgerðir í loftslagsmálum, nú þegar 5 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, átti að fara fram í Glasgow en var frestað til næsta árs og ómögulegt er að spá fyrir um hvað verður rætt þar. Fiona Harvey, verðlaunablaðamaður breska blaðsins Guardian, segir þó að Parísarmarkmiðin verði að vera aðalmál á dagskrá.
10.10.2020 - 09:00
300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Minni losun í COVID breytir litlu um loftslagsmál
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúp jarðar hefur aldrei verið meiri en nú. Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar COVID-faraldurinn reis hvað hæst hefur litlu breytt og losunin er nú að ná hæstu hæðum á nýjan leik. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
09.09.2020 - 16:51
Þurfa að hreinorkuvæða tvo þriðju bílaflotans á 10 árum
Markmið stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum samkvæmt Parísarsamkomulaginu kalla á um það bil 300 MW og fyrir árið 2030 þurfa tveir af hverjum þremur bílum á götunum að vera orðnir hreinorkubílar. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vegum Samorku um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030.
08.09.2020 - 09:24
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40