Færslur: Parísarsamkomulagið

Auknar líkur á fellibyljum yfir Atlantshafi
Á næstu fimm árum mun hitastig á yfirborði jarðar líklega verða 1,5 gráðum heitara en það var fyrir iðnbyltingu. Árum saman hafa vísindamenn varað við því að hitastig heims fari hækkandi og því muni fylgja miklar breytingar á veðurfari. Gangi ný spá eftir eru auknar líkur á hitabeltisfellibyljum yfir Atlantshafi.
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Ísland sendir uppfærð loftslagsmarkmið til SÞ
Íslensk stjórnvöld hafa sent uppfærð markmið ríkisins í loftslagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eru sameiginleg með Evrópusambandinu og Noregi, og fela í sér samdrátt í losun, um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Hlutur Íslands í markmiðinu er 29% samdráttur í losun til ársins 2030 miðað við árið 2005, varðandi losun utan viðskiptakerfis ESB.
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Bandaríkjamenn mæta á leiðtogafund um loftslagsmál
John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, slæst í dag í hóp þeirra Angelu Merkel Þýskalandskanslara, Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, Borisar Johnsons, forsætisráðherra Breta og fleiri leiðtoga á alþjóðlegri netráðstefnu um loftslagsmál. Á ráðstefnunni er ætlunin að leggja fram og ræða hagnýtar lausnir og raunsæjar áætlanir um viðbrögð gegn loftslagsvánni til næstu tíu ára.
25.01.2021 - 04:50
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.  
Landspítalinn dregur úr kolefnislosun um 40%
Landspítalinn fékk í morgun loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar fyrir að draga úr kolefnislosun um 40% frá árinu 2016. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að bregðast verði við samdrætti með því að fjárfesta í grænum verkefnum. Loftslagsmálin hafi fallið í skuggann af kórónuveirufaraldrinum á þessu ári.
Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Milljarða þarf til að standa við Kýótó-bókunina
Umhverfisstofnun álítur að Ísland þurfi að kaupa heimildir fyrir sem nemur fjórum milljónum CO2 ígíldistonna þar sem ekki hefur tekist að standa við skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar.
Heimskviður
Loftslagsumræðan fellur í skugga veirunnar
Kórónuveirufaraldur hefur varpað skugga á það nauðsynlega samtal sem þjóðir heims þurfa að eiga um aðgerðir í loftslagsmálum, nú þegar 5 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, átti að fara fram í Glasgow en var frestað til næsta árs og ómögulegt er að spá fyrir um hvað verður rætt þar. Fiona Harvey, verðlaunablaðamaður breska blaðsins Guardian, segir þó að Parísarmarkmiðin verði að vera aðalmál á dagskrá.
10.10.2020 - 09:00
300 megawött til að ná Paríasarsamkomulaginu
Til að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð er áætlað að tveir af hverjum þremur fólksbílum verði rafknúnir árið 2030. Til þess þarf um 300 megawött. Sérfræðingur segir ljóst að bæta verði við einhverju afli og styrkja flutningskerfið. Meðaleyðsla rafbíla er um 20 kílöwött á hverja ekna 100 kílómetra.
09.09.2020 - 17:00
Minni losun í COVID breytir litlu um loftslagsmál
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúp jarðar hefur aldrei verið meiri en nú. Mikill samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda þegar COVID-faraldurinn reis hvað hæst hefur litlu breytt og losunin er nú að ná hæstu hæðum á nýjan leik. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
09.09.2020 - 16:51
Þurfa að hreinorkuvæða tvo þriðju bílaflotans á 10 árum
Markmið stjórnvalda um orkuskipti í vegasamgöngum samkvæmt Parísarsamkomulaginu kalla á um það bil 300 MW og fyrir árið 2030 þurfa tveir af hverjum þremur bílum á götunum að vera orðnir hreinorkubílar. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vegum Samorku um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030.
08.09.2020 - 09:24
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
2 ár frá fyrsta verkfallinu og heimurinn enn í afneitun
Jarðarbúar eru enn í afneitun tveimur árum þegar kemur að loftslagsbreytingum, skrifar sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg í Guardian í dag. Tvö ár eru í dag frá því hún settist fyrst niður fyrir utan sænska þinghúsið og fór í skólaverkfall fyrir loftslagið.
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Óviss um að hægt sé að uppfylla kröfur í loftslagsmálum
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er framför að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann er þó ekki viss um að hún dugi til þess að stjórnvöld geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar.
24.06.2020 - 22:00
Myndskeið
Segja að staðið verði við stóru orðin í loftslagsmálum
Stjórnvöld ætla að ganga lengra í loftslagsmálum en alþjóðlegar skuldbindingar gera ráð fyrir og verja 46 milljörðum í stærstu verkefnin á næstu fimm árum.
23.06.2020 - 19:11
Stækkun Heathrow dæmd ólögleg
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í morgun fyrirhugaða stækkun Heathrow-flugvallar ólöglega þar sem hún brýtur í bága við skuldbindingar Bretlands í Parísarsamkomulaginu. Talið er að dómurinn sé fordæmisgefandi, bæði í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.
27.02.2020 - 14:41
2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar er áratugurinn frá 2010 til 2019 sá heitasti á jörðinni síðan mælingar hófust. Árið í fyrra mældist það næst heitasta í sögunni. Í skýrslunni segir að allt frá níunda áratugnum hafi hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan fór. Búist er við því að þannig verði það áfram í næstu framtíð. 
Enn fundað í Madríd
Enn hefur ekkert samkomulag náðst um sameiginlega lokayfirlýsingu ríkja heims á 25. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem staðið hefur í rúmar tvær vikur í Madríd á Spáni.
15.12.2019 - 08:03
Tilkynntu formlega úrsögn úr Parísarsáttmála
Bandaríkjastjórn sendi í kvöld formlega tilkynningu til Sameinuðu þjóðanna, um að Bandaríkin ætluðu að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þar með fer af stað eins árs langt úrsagnarferli sem endar daginn eftir forsetakosningarnar vestra á næsta ári.
Ísland samdi við ESB um sameiginlega ábyrgð
Ísland, Noregur og Evrópusambandið hafa gengið frá samkomulagi um hvernig löndin tvö taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB í loftslagsmálum. Ísland og Noregur skrifuðu undir Parísarsamkomulagið í slagtogi með ESB. Í desember eru fjögur ár síðan Parísarsamkomulagið var undirritað.
„G19“ heita að framfylgja Parísarsáttmálanum
Nítján meðlimir G20 hópsins - allir nema Bandaríkin - samþykktu í morgun „óafturkallanleika" Parísarsamkomulagsins um aðgerðir í loftslagsmálum, og hétu því í sameiginlegri yfirlýsingu að framfylgja því til hins ýtrasta. Orðalag yfirlýsingarinnar er nær samhljóða yfirlýsingu þessara sömu átján ríkja og Evrópusambandsins, sem samþykkt var á leiðtogafundi G20 í Buenos Aires í Argentínu í fyrra, þrátt fyrir mótbárur Bandaríkjanna.
Telur innviðina geta orðið mjög sterka
Samgönguráðherra telur að með fyrirhugaðri uppbyggingu hraðhleðslustöðva á landsbyggðinni geti innviðir fyrir orkuskipti bílaflotans orðið mjög sterkir. Íslensk stjórnvöld ætla að veita 250 milljónir króna í styrki á þessu ári til að fjölga hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla á þjóðvegum og hleðslustöðvum við gististaði. Gert er ráð fyrir jafnháu mótframlagi frá styrkþegum.