Færslur: París

Réttað yfir sökunautum Charlie Hebdo-árásarmanna
Réttað verður yfir fjórtán einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að Charlie Hebdo-árásunum í París 2015 á miðvikudaginn í næstu viku. Reuters greinir frá þessu.
28.08.2020 - 15:24
Ólæti og handtökur í París eftir tap PSG
Meira en 80 voru handtekin í París í kvöld eftir eitt núll sigur Bayern München á Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
24.08.2020 - 01:20
Skylt að bera grímur á fjölförnustu svæðum Parísar
Vegfarendur sem eiga leið um annríkustu staði Parísarborgar þurfa að bera grímu fyrir vitum sér frá og með mánudeginum. Börn undir ellefu ára aldri eru undanskilin.
08.08.2020 - 19:16
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Notre-Dame skal endurbyggð í fyrri mynd
Notre-Dame kirkjan í París verður endurbyggð nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann. Þetta segir í tilkynningu frá frönsku minjaverndinni CNPA, sem fer með endurbygginguna.
09.07.2020 - 23:10
Kápumynd Veldisprota Ottókars gæti selst dýrt
Búist er við að kápumynd bókarinnar Veldissproti Ottókars konungs geti selst fyrir allt að 350 þúsund evrur eða jafnvirði 55 milljóna króna á uppboði í París á laugardag.
24.06.2020 - 07:16
Frakkland: Kallað eftir trausti til lögreglu
Þúsundir Parísarbúa söfnuðust saman og vottuðu George Floyd virðingu sína á sama tíma og útför hans var gerð í Texas í gær.
10.06.2020 - 04:49
Pútín sáttur - Zelensky vildi meira
Engin meiriháttar niðurstaða náðist á fyrsta leiðtogafundi þeirra Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í París í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bauð til fundarins og hafði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sér til halds og trausts. 
10.12.2019 - 00:46
Beittu táragasi gegn mótmælendum í Frakklandi
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum gegn tæplega þúsund gulvestungum sem tóku þátt í vikulegum mótmælum í borginni Toulouse í suðurhluta Frakklands í dag. Fimm voru handteknir á mótmælunum.
28.09.2019 - 19:42
Lögregla dreifði mannfjölda með táragasi
Lögreglan í París beitti í dag táragasi til að dreifa mannfjölda í borginni. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir á mótmælum gulvestunga. 7.500 lögreglumenn voru á vakt og mikill viðbúnaðar vegna ótta við að gulvestungar og æsingamenn úr þeirra röðum hleyptu upp loftslagsmótmælum sem líka voru boðuð í borginni.
21.09.2019 - 14:18
Neymar segist hafa verið leiddur í gildru
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður af konu um nauðgun í París. Hann segist hafa verið leiddur í gildru og birti WhatsApp skilaboð frá meintu fórnarlambi hans. Þar má sjá margar persónulegar myndir af konunni.
02.06.2019 - 11:56
Forða Notre Dame frá frekari vatnsskemmdum
Óhagstæð veðurspá setti strik í reikninginn í uppbyggingu Notre Dame kirkjunnar í París i dag. Franskur býflugnabóndi gleðst hinsvegar yfir því að um tvö hundruð þúsund býflugur, sem höfðust við í kirkjunni, sluppu lifandi úr eldsvoðanum.
23.04.2019 - 22:15
Viðtal
Tóku rétta ákvörðun að bjarga verðmætum
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil pressa hljóti að hafa verið á slökkviliði Parísar þegar eldurinn kom upp í Notre Dame, í ljósi þess hvaða hús var að brenna. Hann telur að slökkviliðið hafi tekið rétta ákvörðun með því að fara strax í að bjarga verðmætum. Rætt var við Jón Viðar í Síðdegisútvarpinu.
16.04.2019 - 17:09
Myndskeið
Sprenging í bakaríi í París
Tólf eru alvarlega slasaðir, þar af fimm í lífshættu, og 24 til viðbótar með minni háttar meiðsl, eftir öfluga sprengingu í bakaríi í miðborg Parísar. Sprengingin varð um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og var hún það öflug að eldur kviknaði og gluggar sprungu í nærliggjandi húsum. Grunur er um að gasleki hafi valdið sprenginunni. Breska útvarpið BBC segir að ekki hafi verið búið að opna bakaríið þegar sprengingin varð.
12.01.2019 - 09:02
Mikilvægur fundur á frumteikningum Högnu
Nýlega fundust teikningar og bréf Högnu Sigurðardóttur arkitekts á heimili dótturdóttur hennar í París. Pétur Ármannsson hefur skoðað gögnin og segir fundinn gríðarlega mikilvægan fyrir arfleifð Högnu og sögu íslenskrar byggingarlistar. Bagalegt sé þó að slík gögn eigi sér engan samastað á Íslandi.
07.12.2018 - 12:22
Viðtal
Sýnir furðuflugur í miðri Signu
Myndlistarmaðurinn og fluguveiðimaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson tekur þátt í óvenjulegri samsýningu sem opnar nú um helgina á nokkrum stöðum á eyjunni Île Saint-Louis í miðri Signu í miðborg Parísar. Hann hefur lengi haft augastað á sýningarstaðnum sem hann valdi sér.
07.04.2018 - 10:00
Á skíðum skemmt'ég mér...í París
Mikil snjókoma hefur gert íbúum Parísar lífið leitt undanfarna daga - en skíðafólk í borginni hefur hins vegar notað tækifærið og rennt sér á stöðum sem alla jafna koma ekki upp í hugann þegar skíðaíþróttir eru annars vegar.
09.02.2018 - 15:30
Bitist um myndlist og menningu í Frakklandi
Kalt menningarstríð milli tveggja ríkustu manna Frakklands hefur tekið á sig nýjar myndir síðustu daga. Samtímamyndlistin er eitt af bitbeinunum í sambandi fyrrum vinanna François Pinault og Bernards Arnault.
29.06.2017 - 16:00