Færslur: París

Kastaði rjómatertu í Mónu Lísu dulbúinn sem gömul kona
Listunnendur ráku upp stór augu á hinu sögufræga Louvre-safni í París í gær, þegar gömul kona stóð upp úr hjólastól og kastaði rjómatertu í málverk Leonardos da Vinci af Mónu Lísu.
31.05.2022 - 02:32
Lögregla skaut tvo menn til bana í París
Lögreglumenn í París í Frakklandi skutu tvo menn til bana í miðborginni í kvöld. Mennirnir voru í bíl sem ekið var á móti umferð yfir Pont Neuf-brúna í átt að lögreglumönnunum.
25.04.2022 - 00:25
Abdeslam vildi ekki sprengja sig í loft upp
Frakkinn Salah Abdeslam segist ekki hafa viljað sprengja sjálfan sig í loft upp við mannskæðar hryðjuverkaárásir í París 2015. Þetta kom fram við yfirheyrslur yfir honum í dag.
Tugir þúsunda Frakka í mótmælum vegna loftslagsmála
Tugir þúsunda Frakka tóku þátt í mótmælum víðsvegar um land í dag þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að huga rækilega að loftslagsmálum.
13.03.2022 - 01:11
Samgöngur í París í lamasessi vegna verkfalls
Neðanjarðarlestarkerfi frönsku höfuðborgarinnar Parísar er í lamasessi og milljónir hafa átt í basli með að komast leiðar sinnar í morgun vegna verkfalls starfsmanna RATP, opinbers almenningssamgangnafyrirtækis borgarinnar.
18.02.2022 - 07:14
Mótmælendur flykktust í átt til Parísar
Þúsundir Frakka flykktust í dag í átt til höfuðborgarinnar Parísar til að mótmæla sóttvarnar- og bólusetningareglum stjórnvalda. Aðgerðirnar eru í anda þeirra sem staðið hafa um hálfs mánaðar skeið í Kanada.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
Ráðherra æfur yfir ímynd Úkraínumanna í sjónvarpsþætti
Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur kvartað við stjórnendur streymisveitunnar Netflix vegna þess með hve niðurlægjandi hætti löndum hans eru gerð skil í nýrri þáttaröð.
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Ekkert verður af áramótagleði á Trafalgar-torgi
Ekkert verður af hefðbundnum áramótahátíðahöldum á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna höfuðborgar Bretlands þetta árið. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla kórónuveirusmita af völdum Omíkron-afbrigðisins.
Rafskútur í París á gönguhraða
Borgaryfirvöld í París hafa samþykkt að lækka hámarkshraða rafskútna á flestum götum borgarinnar niður í 10 kílómetra á klukkustund í íbúðagötum. Þó má áfram aka á 20 kílómetra hraða á hjólreiðastígum og breiðstrætum, sem tengja borgina við úthverfi. Rafskútuleigum verður gert að uppfæra hubúnað í skútunum þannig að þær komist ekki hraðar en reglur segja til um hverju sinni.
25.11.2021 - 18:17
Greta Thunberg kallar eftir þrýstingi frá almenningi
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir fjölmennar ráðstefnur einar og sér ekki leiða til þess að loftslagsmarkmið náist nema almenningur krefjist einnig breytinga. Hún fagnar því að hlustað sé á hana og sakar ráðamenn um feluleik og afsakanir í málaflokknum.
Hidalgo í forsetaframboð fyrir Sósíalistaflokkinn
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, var í gær útnefnd frambjóðandi Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Þegar búið var að telja 90 prósent atkvæða í forkosningu flokksins hafði Hildalgo fengið rúmlega 72 prósent þeirra. Eini mótframbjóðandi hennar var Stephane Le Foll, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
15.10.2021 - 06:18
Víðsjá
Mér líður eins og dekurbarni
Listmálarinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnaði í upphafi september einkasýningu á verkum sínum í galleríi í miðborg Parísar. Galleríið er glænýtt, það heitir Galerie Marguo og reynslumiklir aðilar í myndlistarheiminum reka það. Áhugi á sýningunni var mikill ekki síst hjá aðilum í Asíu sem kunna vel að meta verkin.
Hidalgo: kominn tími fyrir konu
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti í dag að hún hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Frakklands. Forsetakosningarnar fara fram á næsta ári.
12.09.2021 - 17:49
Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo látinn
Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann vakti fyrst atygli sem leikari í kvikmynd Jean-Luc Godards À bout de souffle frá árinu 1960.
07.09.2021 - 04:15
Morgunvaktin
Frakkar fara í kröfugöngu en Íslendingar á fyllerí
Parísarbúinn Laufey Helgadóttir hitti franskan túrista á Íslandi sem sagði muninn á Frökkum og Íslendingum helst þann að þegar Frakkar þurfi útrás efni þeir til mótmæla en Íslendingar í sama ástandi fái útrás á barnum. Hún er stödd á Íslandi í fyrsta sinn í tvö ár eftir að hafa búið við miklar takmarkanir í heimalandinu vegna heimsfaraldurs.
31.08.2021 - 09:09
Hámarkshraði á götum Parísar 30 km/klst héðan í frá
Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum, hljóð-, og loftmengun.
30.08.2021 - 14:27
Frakkar búa sig undir fjölda fjölmennra mótmæla
Lögregla í Frakklandi býr sig undir mótmælagöngur og -fundi á allt að 140 stöðum í landinu í dag. Fjórir þessara mótmælafunda verða haldnir í París og er reiknað með miklu fjölmenni á tveimur þeirra en færri á hinum. Um 3.000 lögreglumenn eru í startholunum í höfuðborginni.
Mótmæla reglum um bólusetningar í Frakklandi
Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.
18.07.2021 - 12:15
Eiffel-turninn opnaður á ný eftir níu mánaða lokun
Eiffel-turninn, þekktasta kennileiti Parísar, var opnaður á ný í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Það er lengsti tími sem Eiffel-turninn hefur verið lokaður frá seinni heimsstyrjöldinni en hann var opnaður fyrst árið 1889. Eiffel er allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands og er með þeim fjölsóttustu í heiminum.
16.07.2021 - 14:04
Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
Fimm handteknir fyrir vopnað bankarán í París
Franska ríkislögreglan handtók, með aðstoð spænsku lögreglunnar, fimm einstaklinga síðasta mánudag fyrir vopnað bankarán sem framið var í París árið 2019. Þeir handteknu eru sagðir vera þrír franskir ríkisborgarar og tveir alsírskir ríkisborgarar. Svo segir í tilkynningu Europol í dag,.
11.06.2021 - 16:39
Erlent · Frakkland · París · Glæpir · Europol