Færslur: Paragvæ

30 handtökur og 40 rassíur vegna kókaínsmyglhrings
Lögregluembætti í Suður-Ameríku og Evrópu gerðu rassíur á fjörutíu stöðum og handtóku um þrjátíu manns í Brasilíu og á Spáni í vikunni í tengslum við umfangsmikla lögregluaðgerð á vegum Europol. Hald var lagt á mikið magn fíkniefna, skotvopna og reiðufjár.
18.02.2022 - 10:26
Alræmdur bílasali með milljarða tengsl við Jyske Bank
Genaro Peña, alræmdur bílasali frá Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ á nokkra reikninga í danska bankanum Jyske Bank. Auður hans er gríðarlegur, svo mikill að sérfræðingar eru efins um að bílaviðskipti ein standi undir honum. Bankinn hefði átt að kanna uppruna fjármuna mannsins að þeirra mati.
04.10.2021 - 02:51
Forseti Paragvæ heimtar afsögn allra ráðherra sinna
Mario Abdo Benitez, forseti Paragvæ, hefur farið fram á afsögn allra ráðherra í ríkisstjórn sinni. Ástæðan er mikil óánægja almennings með slælega frammistöðu ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn COVID-19, sem meðal annars hefur brotist út í hörðum mótmælaaðgerðum og átökum við lögreglu.
06.03.2021 - 23:02
Neyðarástand í Paragvæ vegna skógarelda
Paragvæska þingið lýsti á fimmtudag yfir neyðarástandi í landinu vegna mikilla elda í hinum viðfeðma Gran Chaco-skógi, þar sem fjölmargir ættbálkar frumbyggja eiga sitt heimili innan um nautgripabændur og jafn ólíkar skepnur og jagúara og risabeltisdýr.
03.10.2020 - 06:28
Þrefalt fleiri eldar í stærsta hitabeltisvotlendi heims
Gróðureldum í Pantanal, víðfeðmasta hitabeltisvotlendi heims, hefur fjölgað mjög síðustu ár og það sem af er þessu ári hafa þeir verið þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Geimvísindastofnun Brasilíu, Inpe, greindi frá því á föstudag að þar hefðu logað 3.682 gróðureldar frá 1. janúar til 23. júlí á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri síðan Inpe tók að fylgjast með útbreiðslu gróðurelda með hjálp gervihnatta.
Hættulegir fangar grófu sér leið úr fangelsi
Tugir stórhættulegra fanga sluppu úr fangelsi í Paragvæ í dag að sögn lögreglu. Flestir eru þeir úr brasilíska genginu First Capital Command, sem stundar fíkniefna- og vopnasölu.
Vilja fyrrverandi forseta framseldan
Yfirvöld í Brasilíu hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Horacio Cartes, fyrrverandi forseta Paragvæ, og vilja fá hann framseldan. Cartes var forseti Paragvæ á árunum 2013-2018.
20.11.2019 - 09:16
Líkfundur á búgarði einræðisherra
Eftir að líkamsleifar þriggja einstaklinga fundust í fyrrum híbýli paragvæska einræðisherrans Alfredo Stroessner heitins hófu yfirvöld leit í húsinu. Lögregla rannsakar jafnframt hvort leifarnar tilheyra einhverjum þeirra 423 sem voru drepin eða látin hverfa í valdatíð Stroessners.
14.09.2019 - 06:57
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Stærsta fríverslunarsvæði heims í burðarliðnum
Eftir hartnær 20 ára viðræður - með hléum þó - náðu fulltrúar Evrópusambandsins og suður-ameríska ríkjabandalagsins Mercosur loks að koma sér saman um öll meginatriði fríverslunarsamnings í liðinni viku og leggja þar með grunninn að stærsta fríverslunarsvæði heims. Fulltrúar beggja samtaka staðfestu þetta við alþjóðlegar fréttastofur á föstudag. Nær 800 milljónir manna búa í Evrópusambandinu og ríkjunum fjórum sem mynda Mercosur; Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ.
29.06.2019 - 03:03
Blóðug fangauppreisn í Paragvæ
Tíu fangar létu lífið og jafnmargir særðust í átökum tveggja glæpagengja í fangelsi í Paragvæ í gær. Juan Villamayor, innanríkisráðherra Paragvæ, sagði að slegið hefði í brýnu „milli tveggja illskeyttra glæpaflokka" í fangelsinu í San Pedro de Ycuamandiyu, um 400 kílómetra norður af höfuðborginni Asunción.
Benitez nýr forseti Paragvæ
Mario Abdo Benitez, frambjóðandi Colorado-flokksins, vann sigur í forsetakosningum sem fram fóru í Paragvæ á sunnudag. Colorado-flokkurinn er íhaldssamur hægriflokkur, sem verið hefur við völd í Paragvæ um langt árabil. Nýi forsetinn, Benitez, er 46 ára gamall markaðsfræðingur, menntaður í Bandaríkjunum, og fyrrverandi forseti öldungadeildar þingsins. Faðir hans var einkaritari Alfredos Stroessners, sem fór með einræðisvald í Paragvæ frá 1954 til 1988.
23.04.2018 - 03:07
Yfir 20.000 heimilislaus vegna flóða í Paragvæ
Minnst 20.000 íbúar Ascuncion, höfuðborgar Paragvæs, hafa misst heimili sín í flóðum síðustu daga. Borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni næsta mánuðinn. Úrhellisrigning undanfarna sólarhringa olli skjótum og miklum vexti í Paragvæ-fljóti, sem hlykkjast í gegnum höfuðborgina. Svo miklir eru vatnavextirnir að fljótið flæddi yfir bakka sína og hreif með sér fjölda kofahreysa og kumbalda í fátækrahverfum sem þar standa.
25.01.2018 - 05:32