Færslur: Papúa Nýja-Gínea

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Fiji sendir friðargæslulið til Salómonseyja
Stjórnvöld á Fiji ætla að senda 50 hermenn til liðs við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að aðstoða yfirvöld á Salómonseyjum við að halda uppi lögum og reglum á eyjunum. Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fiji, greindi frá þessu árla mánudags þar eystra. Með liðsaukanum frá Fiji verður mannafli friðargæsluliðsins, sem lýtur stjórn Ástrala, um 200 manns. Meirihlutinn ástralskur, en rúmlega þrjátíu koma frá nágrannaríkinu Papúa Nýju-Gíneu.
29.11.2021 - 02:24
Miklar óeirðir skekja Salómónseyjar
Miklar óeirðir hafa skekið Salómónseyjar í Suður-Kyrrahafi undanfarna þrjá daga. Þúsundir vopnaðra óeirðaseggja hafa farið um götur í höfuðborginni Honiara og kveikt í húsum og vöruskemmum.
Ástralir hætta að senda flóttamenn til Manus
Stjórnvöld í Ástralíu samþykktu í morgun að hætta að senda flóttamenn sem koma sjóleiðina til landsins í flóttamannabúðir á eyjuna Manus við Papúa Nýju-Gíneu. Stjórnir landanna greindu frá þessu í morgun.
06.10.2021 - 04:44
Heimsins fjölbreyttasta flóra er á Nýju Gíneu
Viðamikil rannsókn 99 plöntufræðinga frá 56 háskólum og stofnunum í 19 löndum hefur leitt til þess að eyjunni Madagaskar hefur verið velt af stalli sem heimkynnum heimsins fjölbreytilegustu flóru og Nýja Gínea krýnd heimsmethafi í blóma- og plöntuskrúði í hennar stað.
06.08.2020 - 04:23
Öflugur jarðskjálfti í Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir austurhluta Papúa Nýju Gíneu rétt fyrir klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma.
17.07.2020 - 03:41
Yfirgnæfandi meirihluti vill sjálfstæði
Tillaga um að Bougainville fái sjálfstæði frá Papúa Nýju-Gíneu var samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á dögunum, en úrslit voru kynnt í morgun. Nærri 177.000 greiddu tillögunni atkvæði, einungis 3.000 voru á móti.
11.12.2019 - 08:25
Íbúar flýja eldgos í annað sinn á árinu
Íbúar í nágrenni eldfjallsins Ulawun í Papúa Nýju-Gíneu flýðu heimili sín í morgun eftir að það lét enn einu sinni á sér kræla. Rauðlogandi hraungrýti skaust út úr eldfjallinu, og stefndi íbúum, sem margir hverjir voru tiltölulega nýsnúnir aftur heim, í hættu.
01.10.2019 - 04:50
Konur og börn myrt í ættbálkastríði
Minnst 23 manneskjur, þar á meðal konur og kornabörn, voru myrt í blóðugum ættbálkaerjum í afskekktu fjallasvæði í Hela-héraði á Papúa Nýju Gíneu síðustu daga. Hörð átök brutust út milli ættbálka um helgina og í tvígang kom til blóðsúthellinga. Á sunnudag vorun fjórir karlar og þrjár konur myrt í þorpinu Munima, samkvæmt EMTV-fréttastöðinni á Papúa Nýju Gíneu.
Gosinu lokið en þúsundir á hrakhólum
Hersveitir hafa verið sendar til aðstoðar þúsunda íbúa Papúa-Nýju Gíneu, sem hrakist hafa að heiman vegna eldgoss í fjallinu Ulawun, einu af sextán hættulegustu eldfjöllum heims. Stjórnvöld segja gosið afstaðið og hvorki ösku né hraun streyma lengur úr gíg fjallsins, en allt að 13.000 manns eru á hrakhólum eftir hamfarirnar. Þar af hafa um 1.000 manns misst heimili sín.
28.06.2019 - 06:26
5.000 flýja öskugos á Papúa Nýju Gíneu
Um 5.000 íbúar smábæjar í nágrenni eldfjallsins Ulawun á Papúa Nýju Gíneu hafa þurft að flýja eða heiman eftir að fjallið byrjaði gjósa í gær og ösku tók að rigna yfir bæinn.
27.06.2019 - 06:45
Íbúar flýja eldgos á Papúa Nýju-Gíneu
Eitt virkasta eldfjall á Papúa Nýju-Gíneu, Ulawun, er farið að gjósa og spýtist hraun og aska hátt í loft. Íbúar í nágrenni þess hafa þurft að flýja heimili sín.
26.06.2019 - 08:58
Flóttamaður ákærður eftir sjálfsvígstilraun
Indverskur maður sem reyndi að fyrirfara sér í flóttamannabúðum í Papúa Nýju-Gíneu veðrur ákærður fyrir íkveikju og tilraun til sjálfsmorðs. AFP fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu á eyjunni Manus þar sem flóttamannabúðirnar eru.
24.06.2019 - 06:39
Skjálfti upp á 7,2 skók Papúa Nýju Gíneu
Jarðskjálfti af stærðinni 7.2 skók eyríkið Papúa Nýju-Gíneu í morgunsárið á þriðjudag, eða lasut fyrir hálftíu að kvöldi mánudags að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru á 127 kílómetra dýpi, eina 250 kílómetra frá höfuðborginni Port Moresby, þar sem fólk fann vel fyrir honum. Um 110.000 manns búa innan fimmtíu kílómetra frá miðju skjálftans en engar fregnir hafa borist af manntjóni eða slysum á fólki, né heldur af alvarlegu tjóni á mannvirkjum.
07.05.2019 - 02:58
Papúa-Nýja Gínea
Her og lögregla réðust inn í þingið með látum
Her- og lögreglumenn á Papúa-Nýju Gíneu réðust inn í þinghúsið í höfuðborginni Port Moresby snemma í morgun og brutu þar allt og brömluðu, bæði húsgögn og glugga og annað sem fyrir þeim varð, og kröfðust þess að fá greiddan kaupaukann sem þeim var heitið fyrir að standa vaktina á APEC, ráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem fram fór í borginni í síðustu viku.
20.11.2018 - 06:28
Óttast að fjöldi hafi farist vegna skjálftans
Sextán hafa fundist látnir í Papúa Nýju-Gíneu eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,5 skók eyjuna á mánudag. Jarðskjálftinn olli miklum skemmdum á stóru svæði og er óttast að enn fleiri eigi eftir að finnast á næstu dögum. 
28.02.2018 - 04:41
Yfir 30 fórust í skjálftunum á Papúa
Óttast er að yfir 30 hafi farist í jarðskjálftanum sem varð á Papúa Nýju-Gíneu á sunnudag. Upptök skjálftans, sem var 7,5 að stærð, voru í fjalllendinu um miðbik eyjunnar og honum fylgdu tveir öflugir eftirskjálftar. Byggð á þessum slóðum er tiltölulega lítil og afskekkt og síma- og fjarskiptasamband hefur verið slitrótt frá því að skjálftinn reið yfir.
27.02.2018 - 01:57
Jarðskjálfti 7,5 að stærð í Papúa Nýju-Gíneu
Jarðskjálfti, 7,5 að stærð, varð í dag í Papúa Nýju-Gíneu í suður Kyrrahafi. Ekki var gefin út viðvörun vegna flóðbylgju. Upptök skjálftans voru um 90 kílómetra suður af Porgera.
25.02.2018 - 19:26
Eldgos á Papúa Nýju-Gíneu
Um 1.500 íbúar eldfjallaeyjar við norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu neyddust til að flýja heimili sín vegna vaxandi gosvirkni í eldfjalli á eyjunni Kadovar, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum. Eldfjallið, sem lengi hefur legið í dvala, byrjaði að rumska í síðustu viku. Þá strax voru allir íbúar á Kadovar fluttir yfir á nærliggjandi eyju, Blup Blup. Þar sem gosvirknin hefur farið stöðugt vaxandi þarf nú að flytja þá og eyjarskeggja á Blup Blup yfir á meginland Papúa Nýju-Gíneu.
15.01.2018 - 04:17