Færslur: Panama-skjölin

Umfjöllunin hafi uppfyllt kröfur um hlutlægni
Sænska fjölmiðlanefndin hefur úrskurðað að umfjöllun rannsóknarfréttaþáttarins Uppdrag granskning um Panama-skjölin, hafi  uppfyllt kröfur um hlutlægni og málefnaleg vinnubrögð.  
01.11.2016 - 17:26
Ólga í Pakistan vegna Panamaskjalanna
Lögregla í Islamabad, höfuðborg Pakistans, barði í dag á stjórnarandstæðingum, sem hyggjast efna til mótmæla í næstu viku. Þeir krefjast þess að forsætisráðherra landsins segi af sér vegna upplýsinga úr Panamaskjölunum um að börn hans eigi bankareikninga í skattaskjólum.
27.10.2016 - 16:25
Fjórir frambjóðendur í Panamagögnunum
Einn frambjóðanda, auk þeirra þriggja þingmanna sem áður hafa verið tengdir við aflandsfélög, er að finna í Panamagögnunum. Það er Jósef Guðbjartsson, frambjóðandi í 24. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurvesturkjördæmi.
26.10.2016 - 06:56
„Times they are a changin“
Eva Joly vitnaði til eins þekktasta verks Nóbelskáldsins, Bobs Dylan, þegar hún svaraði því hvort birting Panama-skjalanna ættu eftir að hafa raunveruleg áhrif í baráttunni gegn skattaskjólum og efnahagsbrotum. Lúx-lekinn svokallaði og uppljóstranir um sérsamninga stórra alþjóðafyrirtækja við yfirvöld í Lúxembúrg hafi líka haft sitt að segja. Skattaundanskot séu tekin mun harðari tökum; bæði með hertri löggjöf í ríkjujm eins og Bandaríkjunum og Panama og með markvissari aðgerðum.
17.10.2016 - 17:36
Erfðamál Júlíusar Vífils fyrir dómi
Skiptastjóri dánarbús Sigríðar Guðmundsdóttur, móður Júlíusar Vífils Ingvarssonar fyrrverandi borgarfulltrúa, hefur skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur ágreiningi um greiðslu til fyrirtækis sem sérhæfir sig í leit að földum bankareikingum. Málið verður þingfest á morgun.
06.10.2016 - 10:35
ICIJ verðlaunað fyrir Panama-skjölin
Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna ICIJ og meira en 100 samstarfsaðilar víðsvegar um heim fá gullverðlaun Barlett & Steele fyrir rannsóknarblaðamennsku í tengslum við birtingu Panama-skjalanna.
04.10.2016 - 17:47
Danir kaupa skattagögn frá huldumanni
Dönsk skattayfirvöld greindu frá því í gær að þau hafi keypt gögn frá ónefndum aðila fyrir sex milljónir danskra króna, jafnvirði rúmlega 100 milljóna íslenskra króna. Gögnin eru úr Panamaskjölunum svokölluðu og innihalda nöfn hundruða Dana.
30.09.2016 - 05:13
Silja: Ætluðum að lýsa vantrausti á Sigmund
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þingflokkurinn hafi verið reiðubúinn að setja Sigmund Davíð Gunnlaugsson af sem forsætisráðherra í apríl. Hún segir ömurlegt að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé sakaður um svikabrigsl með formannsframboði sínu. 
Get ekki beðist afsökunar á „ótrúlegri árás“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þingkosningarnar séu ekki snemma vegna Wintris-málsins. „Ég steig til hliðar á meðan það mál var að skýrast sem það hefur svo sannarlega gert síðar,“ sagði Sigmundur Davíð sem taldi sig hafa farið í gegnum eina ítarlegustu skoðun sem nokkur stjórnmálamaður hefði farið í gegnum.
Fullyrðing um tafir standist ekki
Átta mánuðir liðu frá því fjármálaráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól þar til þau voru keypt í maí árið í fyrra fyrir jafnvirði 38 milljóna króna. Gögnin varða 585 fyrirtæki í eigu Íslendinga.
29.08.2016 - 15:49
Efast um að skoðun aflandsfélaga skili árangri
Tengsl Íslendinga við aflandsfélög voru rædd á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segir að kveikja umræðunnar sé þingsályktun Vinstri grænna sem lögð var fram í vor. Fjármálaráðuneytið boðaði rannsókn en Ögmundur segir að innan nefndarinnar sé efi um að sú vinna skili fullnægjandi árangri.
11.08.2016 - 11:17
Vill opinbera skrá um eigendur aflandsfélaga
Stjórnvöld þurfa að koma upp opinberri skráningu um raunverulega eigendur aflandseigna. Þetta segir hagfræðingur sem aðstoðar íslensk stjórnvöld í aðgerðum gegn skattaskjólum. Hann segir að Íslendingar í aflandsumsvifum hafi skipt Bresku-Jómfrúaeyjum út fyrir Holland og Lúxemborg.
20.07.2016 - 20:10
Seðlabankinn skoðar aflandsfélagatengslin
Lögfræðingum Seðlabanka Íslands hefur verið falið að kanna hvernig aflandsfélagaviðskipti fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi bankaráðsformanns hafi samrýmst störfum þeirra hjá bankanum. Þetta er gert að beiðni bankaráðs Seðlabankans.
11.07.2016 - 17:55
Átti að skrá þrjú íslensk félög
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, braut gegn reglum borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar. Hún fór hins vegar ekki á svig við stjórnsýslulög eða lög um verðbréfaviðskipti. Þetta er niðurstaða Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, og Gísla Hlíðbergs Guðmundssonar, regluvarðar borgarinnar.
30.06.2016 - 14:27
Sveinbjörg Birna snýr aftur í borgarstjórn
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að snúa aftur til starfa sinna í borgarstjórn. Fram kom í Panamaskjölunum að hún var með tvö skráð félög á aflandseyju sem hún gerði ekki grein fyrir í hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Þegar þetta var upplýst sagðist Sveinbjörg Birna ekki snúa aftur úr fæðingarorlofi fyrr en innri endurskoðun borgarinnar hefði lokið úttekt sinni.
Biður um tímabundna lausn frá störfum
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar- og flugvallarvina í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar að óska eftir tímabundinni lausn frá störfum á fundi borgarstjórnar í dag.
21.06.2016 - 12:43
Starfsmaður Mossack Fonseca handtekinn í Sviss
Starfsmaður í tölvudeild lögfræðifyrirtækisins Mossack Fonseca í Panama hefur verið handtekinn í Genf í Sviss. Hann er grunaður um að leka meira en ellefu milljón leyniskjölum úr tölvukerfi fyrirtækisins, sem hann hafði aðgang að á skrifstofum þess í Genf.
15.06.2016 - 14:33
Vogunarsjóður höfðar mál gegn Mossack Fonseca
Lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama sætir nú kæru bandarísks vogunarsjóðs fyrir að aðstoða argentínska viðskiptavini við að fela fjármuni sína. Vogunarsjóðurinn vann nýlega mál gegn argentínska ríkinu.
09.06.2016 - 01:40
Hanson: Nauðsynlegt að afhjúpa hræsni
Nils Hanson, ritstjóri sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag granskning segir að nauðsynlegt hafi verið að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson í viðtal á fölskum forsendum til að afhjúpa hræsni hans. Hann segir aðferðirnar vera umdeildar en taldar nauðsynlegar til að afhjúpa þáverandi forsætisráðherra.
05.06.2016 - 19:57
Aðstoðarmaður Sigmundar hringdi í ritstjórann
Aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra segir að það hafi verið hann en ekki blaðafulltrúi ráðuneytisins sem hafði samband við ritstjóra sænsks fréttaskýringarþáttar eftir viðtal við forsætisráðherra. Hann þvertekur fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir birtingu viðtalsins. Ritstjórinn stendur við frásögn sína og segir yfirmann sérstakra rannsóknarverkefna sem hlustaði á síðari hluta símtalsins á hátalara einnig hafa heyrt aðstoðarmanninn krefjast þess að viðtalið birtist ekki.
05.06.2016 - 12:48
Reykjavík Media hafnar fullyrðingu Sigmundar
Fréttamenn og ritstjórar Reykjavík Media, Kastljóss RÚV og Uppdrag Granskning hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna orða sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrr í dag. Þar kemur fram að honum hafi boðist fjölmörg tækifæri til að skýra mál sitt nánar í viðtali.
04.06.2016 - 16:37
Sagðir umsvifamiklir í skattaskjólum
Tengsl Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors, sonar hans, við aflandsfélög eru umfjöllunarefni í Stundinni í dag. Þar segir frá félaginu Ranpod Ltd sem Mossack Fonseca skráði í eigu Evelyn Bentínu, dóttur Björgólfs, en Björgólfsfeðgar höfðu prókúru á. Þetta komi fram í Panama-gögnunum svokölluðu.
02.06.2016 - 12:41
Stórfé í skattaskjóli - ríkisstyrkt skjólbelti
Embættismaður í stjórnarráðinu sem ásamt eiginmanni sínum á hátt í 300 milljónir í Tortólafélagi fær ríkisstyrki til ræktunar skjólbeltis á jörð sinni á Suðurlandi. Þetta kemur fram í Stundinni sem kom út í dag. Eignir aflandsfélagsins ekki gefnar upp til skatts á Íslandi þó þær séu sagðar ávinningur af fjárfestingum hér á landi.
02.06.2016 - 10:47
Kröfur um gagnsæi eftir Panamaskjöl segir FME
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir vísbendingar um að kröfur um gagnsæi verði ríkari hér og annars staðar vegna þess að leyndarhulunni hafi verið svipt af földu fé á aflandseyjum og lágskattasvæðum. Í ræðu á ársfundi eftirlitsins líkti hún þessu við eftirskjálfta eftir bankahrunið. Orðspor Íslands hefði beðið hnekki en að þetta hafi einnig skerpt vitund þjóðarinnar varðandi samfélagslega ábyrgð hvers og eins.
01.06.2016 - 19:08
Mossack Fonseca lokar skrifstofum
Lögfræðifyrirtækið Mossack Fonseca hefur ákveðið að loka skrifstofum sínum á bresku eyjunum Jersey, Mön og á Gíbraltar. Frá þessu greindi fyrirtækið á Twitter í kvöld. Mossack Fonseca er með höfuðstöðvar í Panama og komst í fréttirnar eftir að gögnum um skjólstæðinga þeirra var lekið til rannsóknarblaðamanna.
28.05.2016 - 01:39