Færslur: Panama-skjölin

Júlíus grunaður um skattsvik og peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara grunaður um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Málið snýst um fjármuni sem Júlíus mun hafa átt á erlendum bankareikningum frá árinu 2005 og er grunaður um að hafa skotið undan skattayfirvöldum árin 2010 til 2015.
04.09.2017 - 16:25
Panamaþátturinn tilnefndur til Emmy
Fréttaskýringaþáttur SVT, Uppdrag granskning, hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin. Í þættinum var frægt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann var spurður hvort hann gæti eitthvað sagt um aflandsfélagið Wintris.
07.08.2017 - 14:38
Fær ekki aðgang að Panamaskjölunum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kröfu Kára Arnórs Árnasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stapa, sem vildi fá aðgang að gögnum sem tengdust honum og voru notuð til umfjöllunar í Kastljósi fyrir rúmu ári. Nefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu að RÚV væri ekki með gögnin heldur hefði fengið aðgang að þeim hjá þriðja aðila við vinnslu fréttarinnar.
04.08.2017 - 14:40
RSK skoðar 4 mál tengd fjárfestingarleiðinni
Ríkisskattstjóri hefur fjögur mál, sem tengjast þeim sem fluttu fé til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, til sérstakrar skoðunar. Búist er við að upplýsingar frá Lúxemborg og Sviss geri mögulegt að endurákvarða skatt á enn fleiri Íslendinga sem voru í keyptu skattaskjólsgögnunum.
16.07.2017 - 18:51
Hálfur milljarður úr keyptum Panama-gögnum
Ríkisskattstjóri hefur krafið 16 einstaklinga um tæpan hálfan milljarð króna í vangoldna skatta á grundvelli upplýsinga úr Panama-skjölunum sem keypt voru á 37 milljónir fyrir tveimur árum. Talið er líklegt að allt innheimtist og talan gæti enn hækkað.
15.07.2017 - 18:58
Þjóðverjar kaupa Panamaskjölin
Þýsk stjórnvöld hafa keypt gagnagrunn Panamaskjalanna sem sýnir eignir í þekktum skattaskjólum. Kaupverðið er talið nema um 5 milljónum evra, 600 milljónum íslenskra króna. Gögnin byggja á leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.
05.07.2017 - 15:15
Nawaz Sharif yfirheyrður vegna Panamaskjalanna
Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, kom í dag fyrir nefnd sem rannsakar spillingarmál. Hann á á hættu að verða sviptur embætti vegna Panamaskjalanna svonefndu. Þar er að finna nöfn fólks sem lögmenn panömsku lögmannsstofunnar Mossack Foneska aðstoðuðu við að koma fyrir fé á aflandsreikningum.
15.06.2017 - 08:30
Brátt von á 400 milljónum vegna Panamagagna
Kröfur vegna endurálagningar á grundvelli Panamagagnanna eru nú orðnar umtalsvert hærri en kostnaðurinn við kaupin á gögnunum. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í dag. Skattrannsóknarstjóri keypti í fyrra gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum, fyrir 37 milljónir króna en alls hefur ríkisskattstjóri krafið fjóra einstaklinga um samtals 82 milljónir króna.
12.05.2017 - 16:52
Mossack: Bandarísk skattaskjól blómstra nú
Jürgen Mossack, annar stofnenda og nafngjafa panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, segir að í eftirleik Panamaskjala-hneykslisins blómstri skattaskjól í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, á sama tíma og mjög hefur dregið úr slíkri starfsemi í Panama. Þetta kemur fram í bréfi frá Mossack, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum.
21.04.2017 - 05:33
Panamaskjölin gjörbreyttu möguleikum skattsins
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að viðhorf stjórnvalda á aflandssvæðum standi ekki lengur í vegi fyrir því að íslensk skattayfirvöld fái mikilvægar upplýsingar frá löndum sem áður voru treg til að veita þær. Viðhorf hafi gjörbreyst eftir að gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca var lekið til fjölmiðla og fjallað um efni þeirra opinberlega.
19.04.2017 - 14:22
Panamaskjalaþátturinn verðlaunaður í Svíþjóð
Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag Granskning hlaut í kvöld Gullspaðann, mikilvægustu verðlaun samtaka sænskra rannsóknarblaðamanna, fyrir þáttinn um Panamaskjölin. Sven Bergman, sem byrjaði hið örlagaríka viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris og fleiri mál, tók við verðlaununum.
09.04.2017 - 02:24
Panamaskjölin
Dagur pólitískra hamfara
Eitt ár er í dag liðið frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum um eignir í aflandsfélögum á Bresku Jómfrúaeyjum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði líka af sér en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sátu áfram þrátt fyrir uppljóstranir um tengsl þeirra við aflandsfélög.
05.04.2017 - 06:40
Rannsókn nokkurra skattaskjólsmála að klárast
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur vísað fimm málum til héraðssaksóknara síðustu mánuði eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Þar er bæði um að ræða rannsóknir byggðar á gögnum sem voru keypt eftir gagnaleka og rannsóknum á grundvelli nafna í Panamaskjölunum. Eitt málanna er vegna gagnalekans. Rannsókn á tveimur málum til viðbótar er lokið og næsta skref er að taka ákvörðun um refsimeðferð í þeim.
16.02.2017 - 23:35
Mossack og Fonseca handteknir
Stofnendur og eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama voru í gær handteknir í Panamaborg. Þeir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca voru fluttir í fangageymslur í kjölfar húsleitar á aðalskrifstofum lögfræðistofunnar og heimilum þeirra beggja. Handtökurnar tengjast rannsókn ríkissaksóknara Panama á bílaþvottahneykslinu svokallaða, umfangsmiklu peningaþvættis- og mútumáli í Brasilíu, sem verið hefur til rannsóknar frá 2014 og teygir anga sína til margra landa Mið- og Suður-Ameríku.
Saksóknari telur Mossack Fonseca glæpasamtök
Handtökskipan var gefin út í Perú í morgun á hendur Alejandro Toledo fyrrverandi forseta landsins. Hann er sakaður um að hafa þegið 20 milljónir dollara í mútur frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht. Málið er hluti af Bílaþvottahneykslinu - einu stærsta spillingarmáli Rómönsku Ameríku, sem tengist mútum til hátt settra embættismanna. Í nótt var gerð húsleit á skrifstofum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama vegna rannsónar á málinu. 
10.02.2017 - 11:19
„Ætlum að taka þetta af mikilli hörku“
Það hefur vantað pólitískan baráttumann í fjármálaráðuneytið sem segði skattsvikum stríð á hendur. Tími sé kominn til að berjast gegn því með öllum ráðum. Þetta sagði Benedikt Jóhannessn, fjármála- og efnahagsráðherra, í Kastljósi í gærkvöldi. Hann hyggst fylgja skýrslu starfshóps um skattaskjól eftir með frekari rannsóknum og aðgerðum. Seðlamagn í umferð á Íslandi sé áhyggjuefni sem verði að taka á, enda sé það eitt skýrasta dæmið um svart hagkerfi. Peningaþvættiseftirlit verði aukið.
01.02.2017 - 10:03
23 aflandsfélög skráð eftir hrun
Umfangsmikil aflandsvæðing fyrirhrunsáranna kom mörgum í opna skjöldu þegar Panamaskjölin voru afhjúpuð. Það er þó misskilningur ef einhver heldur að aflandsbraski Íslendinga hafi lokið með fjármálahruninu haustið 2008.
31.01.2017 - 20:14
Töf á birtingu aflandsskýrslu hefði mátt nýta
Sigurður Ingólfsson, formaður starfshóps um fjármagnsflótta til aflandssvæða, segir að ef hópurinn hefði vitað að ekki stæði til að skila skýrslunni fyrr en á nýju ári, hefði sá tími geta nýst nefndinni. Skammur tími til verksins hafi orðið til þess að ekki hafi reynst hægt að fara í rannsóknir og reyna að komast til botns í misvísandi tölfræðigögnum. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð í Kastljósi í gærkvöldi. Nýr fjármálaráherra, Benedikt Jóhannesson, verður gestur Kastljóss í kvöld.
31.01.2017 - 13:45
Vill aðgerðir vegna aflandsskýrslunnar strax
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að íslensk stjórnvöld þurfi strax að endurskoða tvísköttunarsamninga við Holland og Lúxemborg, í ljósi niðurstöðu skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Stjórnvöld þurfi líka að skoða hvernig staðið var að framkvæmd fjárfestingarleiðar Seðlabankans.
31.01.2017 - 13:02
Vísbendingar um faktúrufölsun þarf að skoða
Vísbendingar komu fram í vinnu starfshóps um fjármagnsflutninga á aflandssvæði sem benda til þess að verð sé skráð rangt í inn og útflutningi. Í því fellst skattaundanskot auk þess sem innflutt vara verður dýrari en ella. Slík mál hafa ítrekað komið upp hér á landi. Gögn eru þó misvísandi að sögn formanns nefndarinnar og því þurfi að leggjast í frekari rannsókn í ljósi sögunnar og þess hve mikið sé í húfi. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld.
30.01.2017 - 16:17
Ríkissjóður tapaði milljörðum á aflandsfélögum
Ríkissjóður varð af allt að 7 milljörðum króna á ári frá 1990 vegna fjármuna sem flutt var í skattskjól. Þetta er niðurstaða starfshóps um aflandsvæðingu sem fjallað var um í Kastljósi í kvöld. Það að komast hjá sköttum var ástæða þess að fjöldi landsmanna átti skúffufélög víða um heim. Stjórnvöld voru vöruð við og bent á regluverk sem flest nágrannalönd höfðu sett en án árangurs. Margir á því að stjórnvöld hafi látið plata sig, segir formaður stýrihópsins.
30.01.2017 - 15:52
Kastljós í kvöld: Stjórnvöld sömdu af sér
Ein af niðurstöðum starfshóps, sem falið var að skoða umfang aflandsviðskipta Íslendinga, er að tvísköttunarsamningar hafi beinlínis orðið verkfæri til að komast undan sköttum hér á landi. Fjallað verður um efni skýrslunnar í Kastljósi í kvöld og rætt við formann starfshópsins. Þar verður einnig fjallað um sérkennilega umgengni Landsbankans við samningagerð aflandsfélaga og langvarandi eftirlitsleysi með peningaþvætti hér á landi.
30.01.2017 - 11:51
Aflandseignir 700 Ítala til skoðunar
Skattstofan á Ítalíu, L'Agenzia delle Entrate, hefur sent út fyrirspurnir um 700 ítalska ríkisborgara sem eiga eignir í skattaskjólum og eru nefndir í Panamaskjölunum. Óskir um frekari upplýsingar hafa verið sendar til landa þar sem talið er að þeir hafi komið eignum sínum fyrir.
20.01.2017 - 15:04
Aflandsfélagahópur í tímahraki
Í skýrslu vinnuhóps um aflandsvæðingu kemur fram að hópnum var ætlaður mjög naumur tími til verksins en hins vegar ekki skýrt af hverju tíminn var svo takmarkaður. Eitt af því sem bankahrunið og síðan Panamaskjölin afhjúpuðu var að íslenska aflandsvæðingin var hlutfallslega mun umfangsmeiri en gerðist í nágrannalöndunum. Skýrsla vinnuhóps á vegum fjármálaráðuneytisins um aflandseignir svarar ýmsum spurningum en vekur líka aðrar.
13.01.2017 - 16:24
57 sjómenn í Panamaskjölunum kærðir
Skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað og kært 57 íslenska sjómenn til héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot. Mál þeirra tengjast öll Panamaskjölunum svokölluðu, en allir störfuðu þeir hjá íslenskum útgerðum erlendis, aðallega undan Afríkuströndum.
18.11.2016 - 04:26