Færslur: Panama

Segir Rússa hafa sökkt skipi undir panömskum fána
Þrjú skip sem sigla undir fána Panama hafa orðið fyrir rússneskum flugskeytum þar sem þau sigldu um Svartahafið, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hinn 24. febrúar. Eitt þeirra sökk, en mannbjörg varð í öllum tilfellum. Siglingastofnun Panama greindi frá þessu á miðvikudag.
17.03.2022 - 01:42
Frelsuðu tíu börn úr klóm níðinga
Yfirvöld í Panama greindu frá því í gær að tíu börnum hefði verið bjargað úr klóm barnaníðinga og þrjú fullorðin handtekin í aðgerðum lögreglu í Panama og Kosta Ríka í gær. AFP greinir frá. Lögregluaðgerðirbar voru liður í annarri og stærri aðgerð sem miðar að því að uppræta barnaníðshring sem starfar í löndunum tveimur.og jafnvel víðar.
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.
10.12.2021 - 00:05
Öll lönd fjarlægð af rauðum lista breskra stjórnvalda
Næstkomandi mánudag verða þau sjö lönd sem enn eru á rauðum ferðalagalista bresku ríkisstjórnarinnar fjarlægð þaðan. Samgönguráðherra Bretlands segir kerfið í sífelldu endurmati en listinn verður reglulega uppfærður.
Myndskeið
Flutningaskip strandaði við Japan og brotnaði í tvennt
Mannbjörg varð þegar timburflutningaskipið Crimson Polaris sem siglir undir fána Panama strandaði í dag nærri hafnarborginni Aomori norðanvert í Japan. Við strandið brotnaði skipið í tvennt, skuturinn lyftist upp og olía streymdi í hafið.
12.08.2021 - 14:18
Olíuskip færð til hafnar í Indónesíu
Strandgæslan í Indónesíu hefur fært til hafnar tvö olíuskip sem staðin voru að verki við að dæla olíu úr öðru skipinu yfir í hitt. Yfir sextíu skipverjar eru í haldi.
25.01.2021 - 08:54
Erlent · Asía · Indónesía · Íran · Panama
Fjöldgröf fannst í frumskógi í Panama
Yfirvöld í Panama fundu fjöldagröf á afskekktum stað á hálendi þess. Í janúar fundust sjö lík á svipuðum slóðum sem lögregla telur hafa verið pyntaða og myrta af sértrúarsöfnuði.
Tvö fullorðin og níu börn drukknuðu í flóði í Panama
Tvö fullorðin og níu börn úr sömu fjölskyldu drukknuðu í Panama í kvöld þegar asaflóð hreif hús þeirra með sér eftir að þau voru gengin til náða. Tveggja fullorðinna er saknað. Flóðið varð í ánni Bejuco í Veraguas-héraði, vestur af Panamaborg, þegar mikill og skyndilegur vöxtur hljóp í hana eftir skýfall.
10.08.2020 - 00:39
Zaandam fær að sigla í gegnum Panama
Skemmtiferðaskipið MS Zaandam fékk í dag leyfi til þess að sigla í gegnum Panamaskurðinn. Skipið hefur legið við akkeri við Panama undanfarið, eftir að hafa verið hafnað að leggjast að bryggju við vesturströnd Suður-Ameríku vegna kórónaveirutilfella. Tugir um borð sýna einkenni sjúkdómsins og fjórir eru látnir. Íslensk hjón voru um borð í skipinu, en fengu leyfi ásamt fleirum til þess að fara um borð í annað skip frá sama félagi, MS Rotterdam.
29.03.2020 - 00:20
Drepin fyrir að iðrast ekki synda sinna
Þunguð kona, fimm börn hennar og 17 ára stúlka voru myrt í undarlegri trúarathöfn í frumskógi Panama. Fjórtán til viðbótar var komið til bjargar, en þau höfðu verið bundin föst og lamin með lurkum og biblíum.
Jafnaðarmaður nýr forseti Panama
Yfirkjörstjórn í Panama lýsti jafnaðarmanninn Laurentino „Nito" Cortizo réttkjörinn forseta landsins seint í gærkvöld, en afar litlu munaði á honum og hægrimanninum Romulo Roux, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmanni Lýðræðisflokksins. Þegar búið var að telja atkvæði frá ríflega 92 prósentum allra kjörstaða reyndist Cortizo hafa fengið 33,08 prósent þeirra en Roux 31,06 prósent.
06.05.2019 - 06:57
Ítölsk stjórnvöld grafa undan björgunarstarfi
Framtíð björgunarskipsins Aquariusar, sem hjálparsamtökin Læknar án landamæra og SOS Mediterranee hafa notað til leitar- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi síðustu misseri, er í uppnámi. Skipið er skráð í Panama, en í tilkynningu frá Læknum án landamæra segir að stjórnvöld í Panama hafi synjað umsókn þeirra um að sigla því áfram undir panömsku flaggi vegna þrýstings frá ítölskum stjórnvöldum. „Þessi ákvörðun dæmir hundruð karla, kvenna og barna til dauða," segir í yfirlýsingu samtakanna.
24.09.2018 - 03:37
Mossack Fonseca hættir starfsemi
Ákveðið hefur verið að loka lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama í lok mánaðar. Forsvarsmenn stofunnar tilkynntu um þetta í kvöld og kenndu um neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar lekans á Panamaskjölunum árið 2016 og óréttmætum aðgerðum yfirvalda.
14.03.2018 - 23:26
Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga
Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra lögregluyfirvalda, sem stjórnuðu aðgerðum í samvinnu við eiturlyfjadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en stjórnvöld og lögregla í Gvatemala, Ekvador, Kosta Ríka og Panama tóku einnig þátt í aðgerðunum.
Mossack: Bandarísk skattaskjól blómstra nú
Jürgen Mossack, annar stofnenda og nafngjafa panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, segir að í eftirleik Panamaskjala-hneykslisins blómstri skattaskjól í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, á sama tíma og mjög hefur dregið úr slíkri starfsemi í Panama. Þetta kemur fram í bréfi frá Mossack, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum.
21.04.2017 - 05:33