Færslur: Páll Óskar Hjálmtýsson

Sjónvarpsfrétt
„Það er svo næs að þurfa bara að elska“
Við verðum að fræða fólk meira, standa saman og sýna samstöðu í verki eins og gerðist í dag og það var stórkostlegt, segir Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Gríðarmikil þátttaka í Gleðigöngunni í dag markaði hápunkt Hinsegin daga 2022.
Tengivagninn
„Ég er bara bestur í þessu sjálfur“ 
Söngvarinn Páll Óskar fann það fljótt að þegar kæmi að því að pródúsera lög og markaðssetja sjálfan sig væri best að taka málin í eigin hendur. Hann segir Unu Schram, tónlistarkonu, frá hallærislegu lagi sem varð geysivinsælt og hvernig hann aðskilur Pál Óskar og Palla frá hvor öðrum.
03.07.2022 - 09:00
Páll Óskar fimmtugur
Misstirðu af Palla í gær?
Í gærkvöldi voru sýndir á RÚV fimmtíu ára afmælistónleikar Páls Óskars Hjálmtýssonar. Tónleikarnir voru teknir upp í Háskólabíói í lok mars. Þeir sem misstu af fjörinu þurfa ekki að örvænta.
Hvunndagshetjur
„Ég er fæddur og uppalinn í alkóhólisma“
„Þetta augnablik þegar fíkill réttir út hendina og biður um hjálp er örugglega eitt mikilvægasta og magnaðasta móment í lífi hvers fíkils,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Eldri bróðir hans, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, glímdi við fíkn og opnaði sjálfur áfangaheimili til að aðstoða aðra fíkla í að ná bata.
Hljómskálinn
Karlar geta líka verið dívur
Þrátt fyrir að vera karlmaður er Páll Óskar Hjálmtýsson líklega ein mesta díva sem Ísland hefur alið af sér. Það er enda ekki svo að aðeins konur geti verið dívur. Páll Óskar segir að dívur séu fagmenn og færar í sínu, ólíkt prímadonnum sem vanalega eru „brotnar” manneskjur eins og hann orðar það.  
„Það eru völd sem ég ætla ekki að gefa þessum geranda“
„Ég neita að vera í vörn,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við fréttastofu en hann ákvað í dag að snúa vörn í sókn og birta myndir af sér á Facebook og Instagram sem óprúttinn aðili hafði dreift á spjallforritum. Myndirnar, sem fylgja fréttinni, sendi Páll Óskar í samtali á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um það bil einu og hálfu ári og stuttu síðar voru þær komnar í dreifingu á internetinu. 
17.04.2021 - 15:02
„Sama þó þú reynir, þú getur ekki hunsað eigin þarfir“
Kvikmyndin Tom of Finland fjallar um ævi finnska listamannsins Tuokos Valios Laaksonens. Svæsnar myndasögur hans hafa haft mjög mikil áhrif á fagurfræði og kynvitund samkynhneigðra karlmanna. Tom of Finland er sýnd á Evrópskum bíódögum á RÚV í kvöld klukkan 23:40.
Morgunútvarpið
Fyrirbyggjandi lyf við HIV losaði um 30 ára gamlan hnút
Karlmönnum á Íslandi, sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, stendur nú til boða fyrirbyggjandi lyf gegn HIV-smiti. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segir að það hafi losnað um 30 ára gamlan hnút í maga hans eftir að hann hóf að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“
03.12.2019 - 10:00
Lestin
Herörin gegn ofbeldismyndum á Íslandi
Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Rassía var gerð á vídeóleigum og Páll Óskar Hjálmtýsson var kallaður til lögreglu.
30.11.2019 - 09:06
Myndskeið
„Við sem höfum komið út mælum með því“
Mikil eftirvænting ríkir ár hvert eftir því að bera augum Gleðigönguvagn Páls Óskars en hann hefur í gegnum tíðina verið með skrautlegasta móti. Það stefnir ekki í neina undantekningu frá þeirri reglu í ár. Palli leyfði þáttastjórnendum Sumarsins að skyggnast á bak við tjöldin.
Viðtal
„Enn og aftur takk Ed Sheeran“
Það bíða margir í ofvæni ár hvert að sjá hvernig trukkur Páls Óskars í gleðigöngunni muni líta út. Hann er að leggja lokahönd á stærðarinnar fiðrildi með 14 metra vænghaf úr litum hinsegin-, BDSM-, trans-, leður og intersexfánanna.
09.08.2019 - 15:58
Viðtal
Kynsnillingurinn Páll Óskar
Páll Óskar Hjálmtýsson er í engum vafa um að söngleikurinn Rocky Horror eigi jafn mikið erindi í dag og þegar verkið var fyrst sýnt, árið 1973. Lagið „Kynsnillingur“ úr nýrri uppfærslu söngleiksins var frumflutt í Popplandi á Rás 2 í dag.
06.03.2018 - 13:48
Frank-N-Furter eins og Lína langsokkur
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í mörgu að snúast við undirbúning Rocky Horror sem Borgarleikhúsið frumsýnir 16. mars. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Páll Óskar bregður sér í korselettið en hann fór með hlutverk klæðskiptingsins og vísindamannsins Frank-N-Furter með leikfélagi MH fyrir 27 árum.
„Jólin, jólin allstaðar“ í Borgarleikhúsinu
Borgarleikhúsið leiddi saman tvær af skærustu stjörnum leikársins, stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson úr Rocky Horror og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur úr Ellý, og fékk þau til að flytja eitt ástsælasta jólalag þjóðarinnar, Jólin, jólin allstaðar, í einstakri útgáfu.
Páll Óskar: Spotify er hið besta mál
Stafræn öld og streymisveitur boða nýja tíma fyrir tónlistarfólk. Þótt neysla á tónlist hafi líklega aldrei verið meiri er salan orðin miklu dreifðari. Þjófnaður á tónlist er á undanhaldi með bættu aðgengi, þótt plötur seljist mun minna í föstu formi. Þetta segja tónlistarspekúlantar sem fréttastofa ræddi við um breytta tíma í tónlistarútgáfu.
30.07.2017 - 12:39
Rassskellir Braga Valdimar í himnaríki
Páll Óskar Hjálmtýsson tók lagið geysivinsæla „Gordjöss“ á aðventugleði Rásar 2. Heyra mátti að söngvarinn sé orðinn þreyttur á því að flytja lagið og vandaði ekki höfundinum kveðjuna.
04.12.2015 - 15:03
Mynd með færslu
Nýtt myndband frá Páli Óskari
Páll Óskar hefur sent frá sér lagið „Líttu upp í ljós“. Lagið er danslag af stærri gerðinni og það fyrsta sem hann gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK.
24.07.2015 - 09:58
„Samtökin 78 eru vendipunktur í mínu lífi“
Gamalt timburhús sem stóð á horni Lindargötu og Frakkastígs á sér sérstakan sess í hjarta Páls Óskars Hjálmtýssonar. Þar voru samtökin 78 til húsa þegar hann kom út úr skápnum undir lok níunda áratugarins. Palli segir augnablikið þegar hann bankaði þar upp á eitt það mikilvægasta í lífi hans.
27.04.2015 - 13:00