Færslur: Páll Óskar

„Íslendingar eru hillbillís með kreditkort – allir“
„Næturlífið í Reykjavík er það mest desperat í heimi,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í tónlistarheimildarmyndinni Popp í Reykjavík frá 1998 þar sem hann lóðsar áhorfendur í gegnum næturlífið.
02.06.2020 - 12:27
Í BEINNI
Páll Óskar heldur uppi stuði með Sinfóníuhljómsveitinni
Páll Óskar Hjálmtýsson flytur mörg af þekktustu lögum sínum í útsetningu fyrir hljómsveit. Páll Óskar hefur um áratuga skeið verið ein skærasta poppstjarna Íslands og er jafnvígur á stuðtónlist og ballöður.
Morgunútvarpið
Þakklátur fyrir þennan risastóra pásutakka í líf sitt
Eftir langt hlé er tónleikahald að fara aftur af stað á Íslandi með áhorfendum. Í Hörpu hefur dyrum verið lokið upp og Páll Óskar kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg annað kvöld. Páll Óskar segir að COVID-19 faraldurinn hafi komið með afar kærkominn pásutakka inn í líf hans.
„Þetta er ekki heimsendir og þetta ástand mun líða hjá“
Páll Óskar Hjálmtýsson er fimmtugur í dag. Hann ætlaði upphaflega að halda þrenna tónleika til að halda upp á afmælið en varð að fresta þeim vegna COVID-19 faraldursins. Hann segir mánuðinn fram undan verða erfiðan, en minnir á að þetta sé tímabundið ástand.
16.03.2020 - 13:05
Fallegar fréttir á erfiðum tímum
Það getur allt litið frekar ömurlega út á fyrsta degi fjögurra vikna samkomubanns í miðjum heimsfaraldri. Ef það var einhvern tímann dagur til þess að líta á björtu hliðarnar þá er það sennilega í dag. Við tókum saman nokkrar góðar fréttir sem hægt er að gleðjast yfir á þessum fordæmalausu tímum.
16.03.2020 - 11:31
Raggi Bjarna veitti Páli Óskari fjármálaráðgjöf
Eftir að Páll Óskar gaf út plötuna Deep Inside Paul Oscar árið 1999 lenti hann í miklum fjárhagsvandræðum þar sem að platan seldist illa. Páll Óskar segist aldrei hafa farið vel með peninga en eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf frá Ragga Bjarna eyðir hann nú í sparnað.
Poppland
„Þeim fannst ég vera að kasta hæfileikunum á glæ“
Páll Óskar er alinn upp í tónlistarfjölskyldu en segir að foreldrarnir hafi ekki skilið tónlistina eða haft smekk fyrir diskóinu þegar fyrsta platan kom út. Diskókóngurinn fagnar þeim stóráfanga í ár að hann hefur lifað í hálfa öld. Hann kveðst finna fyrir bæði gleði og þakklæti yfir að vera enn að.
03.02.2020 - 14:05
Myndskeið
„Íslendingar dansa ekki eftir takti“
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur spilað á fleiri böllum en hann getur talið – og væntanlega séð nær öll þau dansspor sem Íslendingum er fært að stíga. Páll segir frá í Sporinu, nýjum þætti um dans á RÚV.
02.10.2019 - 16:54
Bjóst við fáum í fyrstu gleðigönguna
Hinseginleikinn er víða og á næstu vikum mun Ingileif kafa ofan í hinar ýmsu hliðar hans og tala við áhugavert fólk í nýjum hlaðvarpsþætti hjá RÚV núll. Hinsegindagar hér á landi hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og eru orðnir órjúfanlegur hluti okkar menningar. Í fyrsta þætti Hinseginleikans ræðir Ingileif við Pál Óskar Hjálmtýrsson.
30.07.2019 - 13:23
„Við skulum brjóta blað í Íslandssögunni“
„Þú hefur alveg séð íslenska listamenn nota búninga eða grafík og myndbönd, jafnvel dans. En veistu, ég veit ekki um íslenskan listamann sem hefur gert þetta allt í einu, á sérsmíðuðu sviði,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem kemur fram á stórtónleikum í Laugardalshöll næsta laugardag.
13.09.2017 - 19:31
Palli vissi alltaf að Jóhann Jóhannsson...
..myndi snúa sér að kvikmyndatónlist.
Mynd með færslu
Enn slær Páll Óskar í gegn
Það er óhætt að segja að stiklan sem RÚV gerði við lag Páls Óskars, Vinnum þetta fyrirfram, hafi slegið í gegn. Á þeim rúma sólarhring frá því að stiklan var frumsýnd hafa 50 þúsund manns séð færsluna á Facebook síðu RÚV. Palli syngur lagið í Háskólabíói á laugardaginn í fyrstu undankeppni Söngvakeppninnar.
02.02.2016 - 12:49