Færslur: Páll Matthíasson

Sjónvarpsfrétt
Landspítali semur við Klíníkina
Landspítali hefur samið við Klíníkina um aðstöðu til gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður og forstjóri Landspítala segir að frekara samstarf sé til skoðunar. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikilægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.
Þreytandi fyrir alla að þurfa endalaust að betla pening
Forstjóri Landspítalans segir nýtt fjárveitingakerfi sem tekur gildi um næstu áramót draga úr betli og fórnarlambshugsun innan heilbrigðiskerfisins. Nú fái spítalarnir borgað fyrir það sem þeir gera í stað þess að þurfa sífellt að biðja um meiri pening, sem sé þreytandi fyrir alla. Kerfið var innleitt á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri um áramót og gæti gjörbreytt framleiðslu og vinnu innan spítalanna.
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.