Færslur: Páll Einarsson

Möguleiki á eldgosi alltaf til staðar
Yfir 2.300 jarðskjálftar hafa mælst síðan Grímseyingar vöknuðu, margir hverjir með andfælum, í fyrrinótt við skjálfta af stærðinni 4,9. Enginn skjálftanna hefur þó verið jafn stór og sá sem raskaði ró íbúanna. Yfir 820 skjálftar hafa mælst í Grímsey í dag. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að slíkar hrinur séu nokkuð algengar þarna.
09.09.2022 - 13:59
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Bárðarbunga að jafna sig eða að undirbúa næsta gos
Bárðarbunga hefur verið að þenjast út. Það gæti verið vegna kvikusöfnunar og bungan því að undirbúa næsta gos eða að hún er að jafna sig eftir Holuhraunsgosið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegast að stórir jarðskjálftar í fyrrakvöld hafi orðið vegna landriss.

Mest lesið