Færslur: Palestína

Guterres kallar eftir tafarlausu vopnahléi
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Ísraela og Palestínumenn til að láta af öllu vopnaskaki og semja um vopnahlé án tafar. „Af virðingu við inntak Eid-hátíðarinnar, þá bið ég um að dregið verði úr spennu og öllum átökum hætt í Gasa og Ísrael tafarlaust," skrifar Guterres. „Of margir saklausir borgarar hafa dáið nú þegar. Þessi átök geta aðeins leitt til aukinna öfga og ofstækis í þessum heimshluta öllum."
Ísraelsher tilkynnti innrás í Gasa í kvöld
Ísraelsher tilkynnti innrás á Gasa í kvöld, og Jonathan Conricus, talsmaður hersins staðfesti .þetta í samtali við AFP-fréttastofuna. Á annað hundrað Palestínumanna hafa fallið í árásum Ísraela síðustu daga, þar af 27 börn. UPPFÆRT: Ísraelsher hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að innrás sé hafin og lýst því yfir að herinn hafi enn ekki ráðist inn á Gasasvæðið.
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Ísraelar senda herlið að landamærum Gaza
Átökin fyrir botni miðjarðarhafs stigmagnast dag frá degi en tugir hafa látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst. Óttast er að hörð átök brjótist út við landamærin að Gaza en Ísraelar hafa sent fjölmennt herlið að landamærunum.
13.05.2021 - 13:39
Vilja að öryggisráðið bregðist við vegna átakanna
Kínversk stjórnvöld skoruðu í dag á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita sér af meiri krafti til að koma í veg fyrir frekari átök milli Ísraela og Palestínumanna. Átökin hafa þegar kostað 83 lífið í Palestínu og sjö í Ísrael.
13.05.2021 - 09:57
69 fallin á Gasa og loftárásir halda áfram
Ekkert lát hefur verið á gagnkvæmum árásum Ísraela og Palestínumanna á Gasa í nótt. Hamasliðar og aðrar vopnaðar hreyfingar á Gasa hafa skotið fjölda flugskeyta að Ísrael og ísraelski flugherinn haldið uppi hörðum loftárásum í alla nótt. 69 Palestínumenn og sex Ísraelar hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal fjöldi barna og kvenna.
Öryggisráðið fundar enn um deilur Ísraels og Palestín
Fulltrúar Túnis, Noregs og Kína í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á opinn neyðarfund í ráðinu á föstudag, þar sem ræða skal harðnandi átökök Ísraela og Palestínumanna. Öryggisráðið hefur þegar fundað í tvígang um sama efni í þessari viku, en í báðum tilfellum fyrir luktum dyrum í gegnum fjarfundabúnað.
Myndskeið
Heimurinn getur fylgst með
Enn fleiri féllu í dag í átökum Ísraela og Palestínumanna. Prófessor í Mið-Austurlandafræðum segir að staðan hafi áður verið jafn slæm. Nú séu allir með síma og geti tekið upp það sem gerist og deilt með umheiminum.
12.05.2021 - 20:20
Yfir 1.000 flugskeytum skotið frá Gaza að Ísrael
Yfir 1.000 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-svæðinu í átt að Ísrael frá því að átök Ísraela og Palestínumanna hörðnuðu mjög á mánudagskvöld, eftir margra daga væringar í Jerúsalem. Allar lögreglustöðvar Gazaborgar eru rústir einar eftir loftárásir Ísraela í gær og nótt.
12.05.2021 - 05:50
Óttast allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna
Leiðtogar palestínsku Hamas-samtakanna á Gaza sögðu í kvöld að samtökin hefðu skotið yfir 200 flugskeytum yfir landamærin að Ísrael til að hefna fyrir mannskæða loftárás Ísraela á háhýsi í Gazaborg. Erindreki Sameinuðu þjóðanna segir mikla hættu á því að blóðug átök síðustu daga þróist út í eiginlegt stríð ef leiðtogar ríkjanna tveggja grípa ekki í taumana.
Myndskeið
Blóðugur dagur fyrir botni Miðjarðarhafs
Ísraelsher heldur áfram loftárásum á Gaza og vopnaðar fylkingar senda flugskeyti þaðan að ísraelskum borgum. Loftárásir Ísraelshers á Gaza hafa banað minnst 28 Palestínumönnum, þar af tíu börnum. Tvær ísraelskar konur féllu í flugskeytaárás á borgina Ashkelon og í kvöld lést önnur ísraelsk kona nærri Tel Aviv.
11.05.2021 - 20:21
130 skotmörk hæfð á Gaza segir Ísraelsher
Ísraelsher sagðist í morgun hafa hæft 130 hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gaza í loftárásum í gærkvöldi og í nótt. 15 vígamenn úr röðum Hamas og öðrum vígasveitum hafi jafnframt verið vegnir. Yfirvöld á Gaza greindu frá því í gær að tuttugu væru látnir eftir loftárás Ísraelshers, þeirra á meðal níu börn. Tugir eru særðir.
Sjónvarpsfrétt
Tuttugu látnir eftir loftárás Ísraelsmanna á Gaza
Tuttugu létust í loftárás Ísraelsmanna á Gaza í dag eftir að Hamas samtökin skutu flugskeytum að Jerúsalem borg þar sem ein hörðustu átök í mörg ár geisa. Hundruð Palestínumanna særðust þegar lögregla rýmdi svæðið við Al-Aqsa moskuna í morgun.
10.05.2021 - 23:46
Úrskurði um brottvísanir Palestínumanna frestað
Amos Gilad, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, líkir ástandinu á milli Palestínu og Ísraels við púðurtunnu sem lítið þarf til að springi. Hann vonast til þess að stjórnvöld hætti við skrúðgöngu á morgun.
Hafa þungar áhyggjur af ástandinu
Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, eða Miðausturlanda-kvartetinn, lýsir þungum áhyggjum yfir ofbeldi í Jerúsalem eftir átök lögreglu og mótmælenda í borginni undanfarið.
Lögregla beitir hörku gegn palestínskum mótmælendum
Nærri 180 Palestínumenn hlutu áverka eftir aðgerðir lögreglu gegn þeim við Al-Aqsa moskuna og víðar í Austur-Jerúsalem. 88 þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir gúmmískotum. Fyrr í dag komu tugþúsundir Palestínumanna saman í moskunni í tilefni síðasta föstudags föstumánaðarins Ramadan. Að athöfninni lokinni sátu margir þeirra eftir að sýndu Palestínumönnum á landtökusvæðum stuðning sinn. 
Myndskeið
„Aðskilnaðarstefna veruleiki milljóna Palestínumanna“
Ísraelsk stjórnvöld eru sek um aðskilnaðarstefnu og ofsóknir gagnvart Palestínumönnum, samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch. Stjórnvöld í Ísrael segja skýrsluna uppspuna.
Róstusamt á Vesturbakka Jórdan-ár
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi ofbeldis í Jerúsalem. Óróasamt hefur verið á Vesturbakkanum frá því að Ramadan, föstumánuður múslíma, hófst 13. apríl síðastliðinn.
24.04.2021 - 04:23
Palestínsk börn handtekin nærri landtökubyggð
Fimm palestínsk börn, á aldrinum átta til þrettán ára, voru í haldi ísraelskra öryggissveita í nokkrar klukkustundir á miðvikudag. Al Jazeera fréttastofan hefur þetta eftir mannréttindasamtökunum B'Tselem.
12.03.2021 - 04:41
Viðtal
„Ég var búin að búa mig undir óvissuna“
Anna Hildur Hildibrandsdóttir fylgdi Hatara-hópnum til Ísraels þegar hljómsveitin tók eftirminnilega þátt í Eurovision árið 2019 og gerði heimildarmynd um ferðalagið. Hópnum tókst að valda nokkrum pólitískum titringi á svæðinu og þegar stigin voru kynnt á úrslitakvöldinu supu margir hveljur þegar liðsmenn sveitarinnar drógu upp palenstínska fánann og veifuðu honum fyrir framan myndavélarnar.
Alþjóða glæpadómstóllinn með lögsögu í Palestínu
Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag komst í gær að þeirri niðurstöðu, að hann hefði umboð og lögsögu til að taka til umfjöllunar stríðsglæpi og önnur grimmdarverk sem framin eru á Gaza, Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. Úrskurðurinn gerir saksóknurum dómstólsins kleift að hefja rannsókn á ætluðum glæpum á yfirráðasvæðum Palestínumanna.
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
Abbas boðar til kosninga í Palestínu
Mahmud Abbas forseti Palestínu tilkynnti í dag hvenær gengið yrði til kosninga í landinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann segir að gengið verði að kjörborðinu á öllum landsvæðum Palestínu, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
15.01.2021 - 22:22
Bandaríkin og Ísrael stíga í vænginn við Marokkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael leggja sig í framkróka við að þóknast Marokkókonungi og ríkisstjórn hans þessa dagana. Marokkóstjórn tók nýverið upp stjórnmálasamband við Ísrael, að áeggjan Bandaríkjastjórnar, 20 árum eftir að því var svo gott sem slitið. Bein tengsl eru á milli þessa og viðurkenningar Bandaríkjastjórnar á yfirráðum Marokkó í Vestur-Sahara fyrir skemmstu.
26.12.2020 - 00:33
Íbúar Betlehem láta COVID ekki hamla jólagleðinni
Jólaundirbúningurinn gengur vel í Betlehem og kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta kórónuveirufaraldurinn standa í vegi fyrir hátíðleikanum þetta árið.
20.12.2020 - 04:18