Færslur: Palestína

Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Viðtal
Beita sér fyrir friðsamlegum lausnum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðu mála á Gaza við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Hörpu í dag. Katrín sagði þau bæði hafa lýst mikilli áherslu á að koma á friði svo hægt væri að vinna að langtímalausn. Hún sagði yfirlýsingar utanríkisráðherra Rússlands í gær til marks um að hann væri að marka sér stöðu fyrir fund Norðurskautsráðsins.
Átök á Gaza og norðurslóðamál í brennidepli
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og staða norðurslóðamála þegar Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum bar hæst á sameiginlegum blaðamannafundi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarmálaráðherra.
Myndskeið
Mótmæli og fagnaðaróskir við komu Blinken
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í Hörpu skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þar ræðir hann við íslenska ráðamenn í dag, þeirra fyrstan Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem tók á móti honum með góðum kveðjum. Utandyra var fólk sem hélt á fánum og mótmælaspjöldum þar sem krafist var aðgerða til að stöðva árásir ísraelskra stjórnvalda á Palestínumenn.
Ekkert lát á loftárásum Ísraela á Gasa
Ekkert lát er á loftárásum Ísraela á Gasa þrátt fyrir ákall Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund vegna stöðunnar í Ísrael og Palestínu í dag, þann fjórða á rúmri viku. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvetur til vopnahlés, en fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráðinu hefur í þrígang beitt neitunarvaldi til að stöðva sameiginlega ályktun ráðsins, þar sem ofbeldið er fordæmt og hvatt til vopnahlés.
Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld. 
Ræðir við Blinken og Lavrov um árásir á Gaza
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir koma hingað til lands í vikunni. Hún ætlar að hvetja bæði ríkin til að beita sér á alþjóðavettvangi til að ná fram friðsamlegri lausn.
Myndskeið
Árásir næturinnar þær þyngstu til þessa að sögn íbúa
Ísraelski herinn hélt loftárásum sínum á Gasa-svæðið áfram aðfaranótt mánudags. Íbúar á Gasa segja árásarþunga næturinnar hinn mesta síðan stríðið hófst fyrir viku síðan og meiri en aðfaranótt sunnudags þegar 42 dóu.
Segja árás á bækistöðvar fjölmiðla á Gasa stríðsglæp
Samtökin Fréttamenn án landamæra sendu Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag erindi í gær, þar sem farið er fram á að kannað verði hvort árás Ísraelshers á ritstjórnarskrifstofur tveggja alþjóðlegra fréttastofa og nokkurra minni fjölmiðla í Gasaborg flokkist sem stríðsglæpur.
Ísraelar halda áfram loftárásum, áttunda daginn í röð
Þrátt fyrir brýningu og áköll Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um hið gagnstæða halda Ísraelar áfram hörðum loftárásum sínum á Gasaströndina, áttunda daginn í röð. Sprengjum tók að rigna yfir Gasa skömmu eftir miðnætti að staðartíma. Árásirnar ollu víðtæku rafmagnsleysi og skemmdum á hundruðum bygginga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum næturinnar en áður en þær hófust höfðu Ísraelar drepið minnst 192 Gasabúa með loftárásum sínum, þar af 58 börn og 34 konur.
Egyptar opnuðu landamærin að Gasa
Egyptar opnuðu í dag landamæri sín að Gasaströndinni, degi fyrr en ætlað var, og hafa hundruð Palestínumanna streymt yfir landamærin, þar á meðal fjöldi fólks sem særðist í loftárásum Ísraela um helgina. Landamærastöðinni við Rafah, einu landamærastoðinni milli Gasa og Egyptalands, var lokað í aðdragana Eid al-Fitr hátíðarinnar í síðustu viku og ekki stóð til að opna fyrir neina umferð þar í gegn fyrr en á mánudag.
Segist beita hörku þar til öryggi Ísraels er tryggt
Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.
16.05.2021 - 12:38
Guterres „sleginn“ og „verulega brugðið“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „sleginn" vegna hins mikla mannfalls meðal almennra borgara á Gasaströnd og „verulega brugðið" vegna árásar Ísraels á bækistöðvar nokkurra alþjóðlegra fjölmiðla í Gasaborg. Talsmaður aðalframkvæmdastjórans greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Ísraelar herða enn á loftárásum
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum á Gasaströndina, sjöunda daginn í röð, samkvæmt fréttamanni Al Jazeera í Gasaborg, sem segir árásir næturnar þær áköfustu hingað til. Um miðnæturbil að íslenskum tíma höfðu þotur Ísraelshers varpað sprengjum á um það bil 150 skotmörk á Gasa, þar af minnst 60 í Gasaborg.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Sjónvarpsfrétt
„Það eru engin mannréttindi“
Í dag er sjötti dagurinn þar sem sprengjum rignir yfir íbúa á Gaza og eldflaugum er skotið þaðan í átt að Ísrael. Tíu manns úr sömu fjölskyldu voru drepin í loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir á Gaza og skrifstofur alþjóðlegra fjölmiðla voru jafnaðar við jörðu. Einn Ísraeli lést í eldflaugaárás í úthverfi Tel Aviv.
15.05.2021 - 19:50
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í París
Parísarlögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur sem söfnuðust saman til stuðnings málstað Palestínu í dag. Yfirvöld óttast að gyðingahatur blossi upp og bönnuðu því mótmælin.
15.05.2021 - 18:50
Myndskeið
Biden ræðir við Netanjahú og Abbas
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræða saman eftir að ísraelsk sprengja jafnaði byggingu við jörðu á Gaza sem hýsir fjölmiðlafólk á vegum Al Jazeera og AP fréttaveitunnar. Biden ræðir einnig við Mahmud Abbas forseta Palestínu.
Myndskeið
Krefjast þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael
Fjöldi fólks tók þátt í mótmælum á Austurvelli í dag til stuðnings Palestínu. Yfirskrift mótmælanna var Stöðvum blóðbaðið. Krafa fundarins var að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael.
Átta börn fórust í árás Ísraela á flóttamannabúðir
Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Gasasvæðið í nótt. Í morgun bárust af því fregnir að tíu manns úr sömu fjölskyldu hefði farist þegar eldflaugum var skotið á al-Shati-flóttamannabúðirnar norður af Gasaborg. AFP hefur þetta eftir bráðaliðum á vettvangi. Minnst átta börn og tvær konur fórust í þeirri árás, öll úr sömu fjölskyldunni. Ekki færri en fimmtán særðust, þar á meðal eitt kornabarn, samkvæmt frétt al Jazeera. Óttast er að fleiri hafi grafist undir brakinu og er þeirra leitað.
Leystu upp mótmæli við sendiráð Ísraels í Danmörku
Til átaka kom milli lögreglu og nokkurra óeirðaseggja úr stórum hópi friðsamlegra mótmælenda við ísraelska sendiráðið í Danmörku í dag. Um fjögur þúsund manns söfnuðust saman við sendiráð Ísraels í Hellerup, skammt norður af Kaupmannahöfn, til að sýna Palestínumönnum samstöðu og mótmæla árásum Ísraelshers á Gasa, sem kostað hafa um 140 mannslíf.
Nær 140 Palestínumenn fallnir og loftárásir halda áfram
Minnst 126 Palestínumenn liggja í valnum eftir linnulitlar loftárásir og stórskotahríð Ísraela á Gasaborg undanfarna daga. Ísraelskir hermenn bönuðu líka ellefu Palestínumönnum á Vesturbakkanum í dag, þar sem þúsundir mótmæltu árásunum á Gasa. Um 2.000 manns hafa leitað aðhlynningar vegna meiðsla og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10.000 Gasabúar hafi flúið heimili sín í sprengjuregninu. Margir þeirra hafast nú við í skólum sem Sameinuðu þjóðirnar reka í norðurhluta borgarinnar.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir flýja heimili sín á Gaza
Átökin harðna enn fyrir botni Miðjarðarhafs og þúsundir hafa leitað skjóls í skólum á Gaza undan loftárásum Ísraelshers. Forsætisráðherra Ísraels er þakklátur leiðtogum Evrópuríkja og Bandaríkjanna fyrir stuðninginn.
14.05.2021 - 19:58
Þingflokkur VG fordæmir ísraelsk stjórnvöld
Harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza eru óverjandi, að mati þingflokks Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ráðast þurfi að rót vandans.
14.05.2021 - 12:23