Færslur: Páfagarður

Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
Hvetur fólk til að sýna auðmýkt og hætta að kvarta
Frans páfi hvetur fólk til nægjusemi og auðmýktar en frábiður sér vol og víl. „Grátum ekki mikilleikann sem okkur skortir,“ sagði páfi við kvöldmessu í Péturskirkjunni í Páfagarði í gær. „Hættum að kvarta og kveina og látum af græðginni, sem veldur því að við erum aldrei ánægð með það sem við höfum,“ sagði páfi og hvatti fólk til að sýna meiri auðmýkt og nægjusemi.
25.12.2021 - 03:51
Páfi ræðir málefni flóttafólks í heimsókn til Kýpur
Frans páfi er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Kýpur í dag. Þar hyggst hann ræða um bága stöðu flóttamanna.
02.12.2021 - 04:21
Viðurkennir klaufagang í samskiptum við Frakka
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að klaufalega hafi verið staðið að samskiptum við Frakka í tengslum við Aukus-samkomulag Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands. Ástralir riftu milljarðasamningi um kaup á frönskum kafbátum sem olli mikilli reiði þarlendra ráðamanna. 
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Páfi boðar samráð og breytingar innan kirkjunnar
Frans páfi boðar einhverjar mestu umbótahugmyndir sem sést hafa innan kaþólsku kirkjunnar um sex áratuga skeið. Næstu tveimur árum verður varið til að kynna og eiga samráð við hverja einustu kaþólska sókn veraldar um hvert kirkjan stefnir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru stigin við messu í Páfagarði nú um helgina.
10.10.2021 - 20:01
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.
Heimsókn páfa til Íraks lokið
Frans páfi hélt í morgun heim eftir vel heppnaða ferð til Íraks. Þetta er fyrsta ferð páfa til landsins. Hann kom víða við og ferðaðist um og ferðaðist meira en fjórtán hundruð kílómetra á meðan hann dvaldi í landinu.
08.03.2021 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Írak · Páfagarður
Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.
20.11.2020 - 10:32
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Péturskirkjan opnuð á ný eftir helgi
Péturskirkjan í Páfagarði verður opnuð gestum og gangandi að nýju á mánudag. Hún hefur verið lokuð síðustu tvo mánuði vegna COVID-19 farsóttarinnar á Ítalíu. Her manna hefur unnið við það í dag að sótthreinsa kirkjuna hátt og lágt. Hún er 23 þúsund fermetrar og rúmar sextíu þúsund manns.
15.05.2020 - 16:42
Páfi á leið til Mósambík
Frans páfi kemur til Mósambík í dag, en það er fyrsti áfangastaðurinn í þriggja landa ferð hans til Afríku.
04.09.2019 - 08:04
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Einn æðsti maður Páfagarðs sekur um barnaníð
Einn af æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar, ástralski kardínálinn George Pell, hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur altarisdrengjum á tíunda áratugnum. Pell er fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var ákærður og leiddur fyrir rétt í Ástralíu í maí fyrra og sakfelldur í desember, en dómarinn í máli hans fyrirskipaði fréttabann sem ekki var aflétt fyrr en í dag.
Páfi krefst markvissra aðgerða
Í morgun hófst í Páfagarði ráðstefna um viðbrögð við barnaníði innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Frans páfi sagði í setningarræðu að heimsbyggðin vænti þess að gripið yrði til markvissra aðgerða. Fordæming dygði ekki ein og sér.
21.02.2019 - 09:59
Embættismaður í Páfagarði handtekinn
Embættismaður í Páfagarði, Carlo Alberto Capella, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa í tölvu sinni myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Greint var frá þessu í tilkynningu frá Páfagarði í dag.
07.04.2018 - 20:16
Fjármálastjóri Páfagarðs ákærður
Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardinálinn George Pell, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum. Pell, sem er 76 ára, er fjármálastjóri Vatíkansins og sem slíkur er hann þriðji æðsti fulltrúi Páfagarðs, á eftir utanríkisráðherranum og páfanum sjálfum.
29.06.2017 - 01:14
Páfaveislan sem aldrei varð
Frægir meistarakokkar eru ekki alveg nýtt fyrirbæri þó að þeir séu áberandi í samtímanum og um þá séu gerðir fjölmargir sjónvarpsþættir. Í Víðsjá var einn slíkur, Bartolomeo Scappi, til umfjöllunar. Hann var að undirbúa dýrindisveislu fyrir valdamesta mann heims á þeim tíma, sjálfan páfan í Róm, þegar veislan var skyndilega blásin af og nýjir og hófsamari tímar breyttu öllum veisluhöldum í Vatikaninu.
08.03.2017 - 13:30