Færslur: Páfagarður

Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.
20.11.2020 - 10:32
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Péturskirkjan opnuð á ný eftir helgi
Péturskirkjan í Páfagarði verður opnuð gestum og gangandi að nýju á mánudag. Hún hefur verið lokuð síðustu tvo mánuði vegna COVID-19 farsóttarinnar á Ítalíu. Her manna hefur unnið við það í dag að sótthreinsa kirkjuna hátt og lágt. Hún er 23 þúsund fermetrar og rúmar sextíu þúsund manns.
15.05.2020 - 16:42
Páfi á leið til Mósambík
Frans páfi kemur til Mósambík í dag, en það er fyrsti áfangastaðurinn í þriggja landa ferð hans til Afríku.
04.09.2019 - 08:04
Páfi setur biskup í bann vegna kynferðisbrota
Frans páfi hefur bannað Michael Bransfield, bandarískum fyrrverandi biskupi, að stjórna helgihaldi. Bransfield hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og fjármálamisferli.
22.07.2019 - 01:49
Einn æðsti maður Páfagarðs sekur um barnaníð
Einn af æðstu mönnum kaþólsku kirkjunnar, ástralski kardínálinn George Pell, hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur altarisdrengjum á tíunda áratugnum. Pell er fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var ákærður og leiddur fyrir rétt í Ástralíu í maí fyrra og sakfelldur í desember, en dómarinn í máli hans fyrirskipaði fréttabann sem ekki var aflétt fyrr en í dag.
Páfi krefst markvissra aðgerða
Í morgun hófst í Páfagarði ráðstefna um viðbrögð við barnaníði innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Frans páfi sagði í setningarræðu að heimsbyggðin vænti þess að gripið yrði til markvissra aðgerða. Fordæming dygði ekki ein og sér.
21.02.2019 - 09:59
Embættismaður í Páfagarði handtekinn
Embættismaður í Páfagarði, Carlo Alberto Capella, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa í tölvu sinni myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Greint var frá þessu í tilkynningu frá Páfagarði í dag.
07.04.2018 - 20:16
Fjármálastjóri Páfagarðs ákærður
Einn æðsti maður Páfagarðs, ástralski kardinálinn George Pell, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum í heimalandi sínu fyrir fjórum áratugum. Pell, sem er 76 ára, er fjármálastjóri Vatíkansins og sem slíkur er hann þriðji æðsti fulltrúi Páfagarðs, á eftir utanríkisráðherranum og páfanum sjálfum.
29.06.2017 - 01:14
Páfaveislan sem aldrei varð
Frægir meistarakokkar eru ekki alveg nýtt fyrirbæri þó að þeir séu áberandi í samtímanum og um þá séu gerðir fjölmargir sjónvarpsþættir. Í Víðsjá var einn slíkur, Bartolomeo Scappi, til umfjöllunar. Hann var að undirbúa dýrindisveislu fyrir valdamesta mann heims á þeim tíma, sjálfan páfan í Róm, þegar veislan var skyndilega blásin af og nýjir og hófsamari tímar breyttu öllum veisluhöldum í Vatikaninu.
08.03.2017 - 13:30