Færslur: Oxfam

Nýr milljarðamæringur á þrjátíu klukkustunda fresti
Ójöfnuður hefur aukist á tímum heimsfaraldursins og nú hafa áhrif innrásar Rússlands í Úkraínu bæst við. Matvælaverð fer stighækkandi, vöruskortur gerir vart við sig og flóttafólki fjölgar.
30.05.2022 - 07:38
Milljarðamæringar vilja greiða hærri skatta
Skattleggið okkur, segja milljarðamæringar sem hafa bæst í hóp mótmælenda gegn hinni alþjóðlegu fjármálaelítu, sem kemur nú aftur saman í Davos í Sviss eftir að hafa frestað ráðstefnunni í tvígang vegna heimsfaraldursins.
24.05.2022 - 16:55
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Hjálparsamtökin Oxfam fagna birtingu Pandora skjalanna
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum, fagna birtingu Pandora skjalanna, tæplega tólf milljóna skjala, sem afhjúpa fjármál og vafasöm viðskipti um 35 fyrrverandi eða núverandi þjóðarleiðtoga.