Færslur: óvissustig

Óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna netöryggis
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við netöryggissveit CERT-IS og fjarskiptastofu vegna Log4j veikleikans. Nú er unnið að viðbragðsáætlun um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að almenningur þurfi ekki að óttast veikleikann þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Von er á leiðbeiningum fyrir rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við veikleikanum síðar í dag.
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Snjóflóð í Köldukinn
Snjóflóð féll ofan Hrafnsstaða í Köldukinn. Þetta voru litlir flekar ofan Hrafnsstaða sem féllu úr brattri brún í um 240 metra hæð, samkvæmt snjóflóðatilkynningaskrá Veðurstofu Íslands.
10.10.2021 - 12:37
Myndskeið
Greinileg sár í hlíðum eftir aurskriður næturinnar
Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra situr á fundi og fer yfir gögn frá Landhelgisgæslunni, sem flaug yfir skriðusvæðið í Suður-Þingeyjarsýslu í dag.
03.10.2021 - 15:58
Rýming enn í gildi en staðan batnar á Ólafsfirði
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir vinna enn hörðum höndum að því að dæla upp úr kjöllurum og brunnum á Ólafsfirði eftir þráláta úrkomu. Loks hefur tekið að draga úr úrkomu og Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir slökkviliðið hafa náð utan um stöðuna. Áfram eigi þó að rigna í dag.
03.10.2021 - 12:41
Mæðgur í sóttkví á Ófeigsstöðum vaktar um miðja nótt
„Móðir mín sem er 85 ára, hún hefur aldrei kynnst þessu,“ segir Kristjana Einarsdóttir, sem býr ásamt móður sinni á Ófeigsstöðum í Þingeyjarsýslu. Bærinn er einn þeirra bæja sem var rýmdur í nótt vegna skriðuhættu þegar hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslu. Kristjana segir að þeim mæðgum hafi verið brugðið þegar þær voru vaktar um eitt leytið í nótt.
03.10.2021 - 10:20
Rýming í Útkinn: „Aldrei vitað aðra eins rigningu“
Hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum á öðrum tímanum í nótt vegna úrkomu og skriðuhættu. Nokkrir bæir í Útkinn voru rýmdir, Björg, Ófeigsstaðir, Rangá, Engihlíð og Þóroddsstaðir. Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Nokkrar aurskriður féllu í nótt og sums staðar er hátt í einn og hálfur metri af aur á vegum.
03.10.2021 - 08:10
Óvissustig nyrðra endurmetið með morgninum
Óvissustigi var lýst yfir á Tröllaskaga í nótt vegna mikillar úrkomu á Norðurlandi eystra. Einnig var lýst yfir hættustigi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum vegna úrkomu og skriðuhættu og ákveðið að rýma nokkra bæi í Útkinn. Staðan verður endurmetin með morgninum þegar birta tekur að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands..
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum — Óvissustig
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð en fylgst er með aðstæðum.
22.01.2021 - 18:35
Myndskeið
Allt í rúst á skíðasvæðinu á Siglufirði
Skíðaskálinn í Skarðsdal á Siglufirði og gámar og vélar eru ónýt eftir snjóflóðið sem þar féll í nótt, segir umsjónarmaður skíðasvæðisins. Íbúar níu húsa sem rýmd voru á Siglufirði hafa allir fengið húsaskjól í nótt. 
20.01.2021 - 22:30
Auðskilið mál
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst.
29.12.2020 - 16:07
Dregur verulega úr landrisi
Verulega hefur dregið úr landrisi á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring. Enn er þó mikil skjálftavirkni og tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,5 og 3,2 riðu yfir nærri Grindavík í morgun.