Færslur: óvissustig

Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum — Óvissustig
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð en fylgst er með aðstæðum.
22.01.2021 - 18:35
Myndskeið
Allt í rúst á skíðasvæðinu á Siglufirði
Skíðaskálinn í Skarðsdal á Siglufirði og gámar og vélar eru ónýt eftir snjóflóðið sem þar féll í nótt, segir umsjónarmaður skíðasvæðisins. Íbúar níu húsa sem rýmd voru á Siglufirði hafa allir fengið húsaskjól í nótt. 
20.01.2021 - 22:30
Auðskilið mál
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst.
29.12.2020 - 16:07
Dregur verulega úr landrisi
Verulega hefur dregið úr landrisi á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring. Enn er þó mikil skjálftavirkni og tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,5 og 3,2 riðu yfir nærri Grindavík í morgun.