Færslur: Óveður

Flotbryggjan í Drangey ónothæf eftir óveður
Flotbryggjan í Drangey, sem var smíðuð í vor, skemmdist í óveðri nýverið. Bryggjan er ónothæf og því ekki hægt að fara í skoðunarferð um eyjuna. Eigandi Drangeyjarferða telur tjónið hlaupa á milljónum.
Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland. Viðvörunin er í gildi frá 12 til 20 í dag. Í landshlutunum er allhvöss norðvestanátt og hviður geta farið yfir 20 metra á sekúndu.
27.07.2020 - 13:22
Skriður féllu víða um helgina 
Skriður féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í óveðrinu um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin höfðu varað við hættu á skriðum og grjóthruni á vegum og ráðið vegfarendum frá því að ferðast um tiltekna fjallvegi. 
20.07.2020 - 15:23
Flæðir yfir flugvöllinn á Siglufirði
Flugvöllurinn á Siglufirði er umflotinn vatni og flætt hefur inn á flugbrautina.
18.07.2020 - 00:10
Viðbragðssveitir í startholunum vegna vatnavaxta
Viðbragðssveitir víða á Norður- og Vesturlandi eru í startholunum vegna vatnavaxta. Vegurinn upp á Bolafjall við Bolungarvík er lokaður eftir aurskriðu í gærkvöld. Þá varð minniháttar grjóthrun á Siglufjarðarvegi snemma í morgun.
17.07.2020 - 12:05
Buná flæddi yfir bakka sína - Tjaldsvæðið lokað
Áin Buná í Tungudal á Ísafirði flæddi yfir bakka sína í gærkvöld og til stendur að loka tjaldsvæðinu þar. Í samtali við fréttastofu segir Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins, að göngubrú yfir ána hafi verið fjarlægð og vegur tekinn í sundur til að hleypa vatni af veginum aftur yfir í ána.
17.07.2020 - 08:18
Innlent · Náttúra · Veður · Tungudalur · Flóð · Ferðalög · veður · Óveður
Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum til miðnættis
Appelsínugul viðvörun verður í gildi vegna mikillar úrkomu á Vestfjörðum til miðnættis í kvöld. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum, og samkvæmt Veðurstofunni mælist rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði yfir 200 ára flóðþröskuldi.
17.07.2020 - 06:57
Hætta á vatnavöxtum og skriðuföllum
Mikilli úrkomu er spáð áfram á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Í Hvalá í Ófeigsfirði stefnir í metflóð í fyrramálið haldi úrkoman áfram af sama krafti. Yfirborð árinnar hefur hækkað um heilan metra undanfarinn sólarhring.
Vestfirðingar hvattir til að huga að lausamunum
Mikil úrkoma og vindur er á Vestfjörðum og spáð er áframhaldandi óveðri þar að minnsta kosti næsta sólarhringinn.Veðurstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun fyrir svæðið fyrr í dag og lögregla hvetur íbúa á svæðinu til að huga að lausamunum.
16.07.2020 - 19:23
„Ekkert ferðaveður með ferðavagna“
Fellihýsi fauk út af vegi við Hvalnes fyrir austan Hornafjörð í óveðrinu í gærkvöld, að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um brotnar rúður og smávægilegar skemmdir á bílum.
Veðurviðvörun – ferðalangar fresta göngum eða snúa við
Gul viðvörun verður í gildi á miðhálendinu seinna í dag og í kvöld. Seinni partinn á morgun verður svo í gildi viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og á Breiðafirði.
15.07.2020 - 12:11
Feikilegt vatnsveður og flóð í suður Kína
Flóð og aurskriður í suðurhluta Kína hafa orðið til þess að hundruð þúsunda hafa þurft að að yfirgefa heimili sín. Á annað þúsund húsa hafa eyðilagst og margir tugir fólks eru týndir eða látnir.
11.06.2020 - 02:58
Erlent · Kína · Óveður · Hamfarir
Mikið tjón í óveðrinu: „Það er allt á kafi í snjó inni“
„Þegar ég kem og sé inn um dyrnar sé ég að það er allt á kafi í snjó inni. Og þegar ég fer inn um dyrnar sé ég að það skefur bara langt inn í hús.“ Þannig lýsir Már Guðmundsson, garðyrkjumaður í starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, aðkomunni að gróðurhúsum og garðskála skólans rétt fyrir ofan Hveragerði í morgun. Þar varð mikið tjón í aftakaveðri í morgun. Þak fauk af rúmlega 1.000 fermetra garðskála skólans og rúður brotnuðu í honum og öllum gróðurhúsum á svæðinu.
05.04.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Óveður · Hamfarir · Ölfus · Suðurland
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
Myndskeið
Óveður og ófærð: „Það er búið að vera nóg af verkefnum“
„Það var þónokkuð að gera hjá björgunarsveitum í gær og fram á kvöld. Svo eru björgunarsveitir búnar að vera að í alla nótt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir. 
05.04.2020 - 09:05
Vonskuveður um allt land og vegir víðast lokaðir
Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir og munu vera það fram eftir degi og til kvölds miðað við veðurspá, að því er frem kemur á vef Vegagerðarinnar. Björgunarsveitir víða á landinu hafa sinnt útköllum í alla nótt, og hjálpað fólki sem hefur lent í vanda vegna ófærðar.
05.04.2020 - 08:13
Fjölmargir ökumenn í vanda: „Ekkert ferðaveður hérna“
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þurft að aðstoða fjölda ökumanna sem hafa lent í vandræðum vegna óveðursins sem nú gengur yfir svæðið. Ekkert ferðaveður er frá Pétursey að Skógum, að sögn björgunarsveita.
04.04.2020 - 17:18
Appelsínugul viðvörun: Aftakaveður um allt land
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun í gildi. Spáð er stormi, roki og stórhríð á öllu landinu. Meðalvindhraði verður á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu en mun hvassara verður í vindhviðum. Veðrið skellur á í kvöld og í nótt.
04.04.2020 - 11:48
Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins
Það verður vaxandi norðaustanátt í dag, 15-25 m/s eftir hádegi og hvassast undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Gular vindviðvaranir eru í gildi fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag og á morgun. Þetta kemur fram í textaspá frá Veðurstofu Íslands.
04.04.2020 - 07:59
Hellisheiði hefur verið opnuð
Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Hellisheiði var lokað fyrr í dag. Umferð var beint um Þrengsli, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Óvissustig er þó á Þrengslavegi frá 13:00 til 17:00 og gæti þurft að loka honum án fyrirvara. Óvissustig er á Mosfellsheiði á milli klukkan 13 og 17 og gæti veginum mögulega verið lokað fyrirvaralaust.
22.03.2020 - 14:19
Vetrarfærð í flestum landshlutum
Gular viðvaranir eru í gildi um landið allt í dag. Það er sunnan hvassviðri eða stormur, talsverð úrkoma sunnan- og vestan til og líkur á að færð spillist, sér í lagi á fjallvegum. Allt innanlandsflug til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið fellt niður í dag.
20.03.2020 - 13:53
Vegir víða einbreiðir á köflum
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og verið er að vinna í að opna vegi sem hafa verið lokaðir frá því í gær. Mokstur getur tekið töluverðan tíma og margir vegir á Norðurlandi eru einbreiðir á köflum.
12.03.2020 - 10:25
Gular viðvaranir fyrir norðan og austan
Gular viðvaranir taka gildi á norðan- og austanverðu landinu um miðnættið í nótt og verða í gildi til klukkan 8 annað kvöld. Miklar líkur eru á því að vegir teppist. Þorsteinn V Jónsson veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir að vetrarveður verði áfram þessa viku og næstu helgi og hávetur á Íslandi þó svo komið sé fram í mars.
10.03.2020 - 15:13
Tók nærri 12 tíma að komast til Borgarfjarðar eystra
Bílstjóri áætlunarbíls til Borgarfjarðar eystra var í nærri tólf klukkutíma að reyna að komast yfir Vatnsskarð til Borgarfjarðar á föstudaginn. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á skarðinu.
02.03.2020 - 12:24
Þjóðvegur 1 lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hefur Þjóðvegi eitt á Suðurlandi verið lokað frá Hvolsvelli að Vík. Fyrr í dag fóru nokkrir bílar út af veginum austan við Hvolsvöll og fór Björgunarsveitin Dagrenning á vettvang til að aðstoða fólk. Engin slys urðu að sögn Magnúsar Kristjánssonar, formanns Dagrenningar, og var bílunum ekið aftur til baka í vesturátt.
01.03.2020 - 17:35