Færslur: Óveður

Tíu látin og tuttugu saknað eftir fellibylinn Agöthu
Minnst tíu létust þegar fellibylurinn Agatha gekk yfir suðurströnd Mexíkó í gær. Tuttugu er saknað. Víða hellirignir enn í landinu og vatn flæðir yfir götur. Aurskriður hafa fallið í vatnsveðrinu.
01.06.2022 - 00:19
Þúsundir leita skjóls undan fellibyl í Mexíkó
Fellibylurinn Agatha náði landi á suðurströnd Mexíkó síðdegis í gær með miklu hvassviðri og rigningu.
31.05.2022 - 02:07
Mannskaðaveður gengur enn yfir Brasilíu
Mannskaðaveður gengur nú yfir Brasilíu norðaustanverða. Um áttatíu manns hafa farist og tuga er saknað. Úrhelli hefur valdið vatnavöxtum og miklum aurskriðum.
30.05.2022 - 02:20
Tugir hafa farist í flóðum í Suður-Afríku
Minnst 45 manns hafa farist í flóðum og skriðum í kjölfar margra daga stórrigninga á austurströnd Suður-Afríku, að sögn yfirvalda þar í landi. Fjölda fólks er enn saknað á hamfarasvæðinu og björgunarlið leitar lifenda og dauðra í rústum og skriðum. Hamfarirnar eru að mestu bundnar við strandhéraðið KwaZulu-Natal og er ástandið verst í borginni Durban og nærliggjandi byggðarlögum.
13.04.2022 - 06:18
Slóð eyðileggingar sunnanvert í Bandaríkjunum
Öflugur hvirfilbylur sem gengur yfir Louisiana í Bandaríkjunum lagði fjölda húsa í rúst og hefur þegar kostað eitt mannslíf. Bandaríska veðurfræðistofnunin tilkynnti í nótt að hvirfilbylurinn nálgaðist New Orleans og hvatti íbúa borgarinnar til að leita umsvifalaust skjóls.
23.03.2022 - 05:25
Mannskaðaveður á Nýja Sjálandi
Minnst þrir drukknuðu þegar fiskiskip sökk undan ströndum Norðureyju Nýja Sjálands í miklu illviðri sem þar geisar og ringulreið ríkir í Auckland, fjölmennustu borg landsins, vegna veðurofsans, að sögn borgaryfirvalda. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að lík þriggja skipverja á hinu sokkna skipi hafi þegar fundist en tveggja sé enn saknað. Fimm skipverjum var bjargað við illan leik og njóta nú aðhlynningar á sjúkrahúsi. Er líðan þeirra sögð stöðug og eftir aðstæðum góð.
21.03.2022 - 03:18
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Tvö til þrjú þúsund fundu fyrir rafmagnstruflunum
Óveðrið í dag hefur valdið talsverðum rafmagnstruflunum, einna helst hjá RARIK á Vesturlandi. Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK segir að allt að tvö til þrjú þúsund manns hafi orðið fyrir rafmagnstruflunum í dag.
14.03.2022 - 22:12
Samgöngur úr skorðum vegna veðurs
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna hvassviðris og millilandaflug hefur raskast. Vegum hefur verið lokað um sunnan- og vestanvert landið. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi um stóran hluta landsins. Þegar líður á daginn færist lægðin yfir norðan- og austanvert landið.
14.03.2022 - 11:52
Útlit fyrir áframhaldandi lægðagang
Eftir fremur rólegt veður í gær er spáð  suðvestankalda með éljum í dag. Á Austurlandi verður léttskýjað og hiti kringum frostmark
04.03.2022 - 06:49
Snjóþyngsti febrúar í Reykjavík frá aldamótum
Febrúar var óvenju illviðrasamur þetta árið. Að auki var hann óvenju kaldur og sá snjóþyngsti í Reykjavík frá árinu 2000. Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar.
03.03.2022 - 13:58
Mannskaðaveður í Ástralíu
200.000 skipað í skjól og 300.000 bíða fyrirmæla
Almannavarnir í Ástralíu hafa fyrirskipað um 200.000 manns í ríkjunum Queensland og Nýja Suður-Wales að yfirgefa heimili sín hið bráðasta og koma sér í öruggt skjól frá miklum og afar vætusömum óveðursbálki sem mjakar sér suður eftir austurströndinni í áttina að stórborginni Sydney. Um 300.000 til viðbótar hefur verið sagt að búa sig undir að þurfa að stökkva af stað með litlum fyrirvara vegna vaxandi flóðahættu í grennd við ár og stíflur og yfirfull uppistöðulón.
03.03.2022 - 05:44
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Ástralía · Sydney · Flóð · Stormur · Óveður
Alls hafa 186 fundist látnir í Petrópolis
Fjöldi látinna eftir flóð og skriðuföll í borginni Petrópolis í Brasílíu er kominn í 186. Vika er síðan ofsaveður með gríðarlegu skýfalli gekk yfir borgina sem er vinsæll ferðamannastaður.
23.02.2022 - 04:00
Skemmdir vegna veðurs víða
Þrátt fyrir að veðurofsinn hafi verið mestur á Suður- og Vesturlandi í gærkvöldi og nótt, fór enginn landshluti varhluta af óveðrinu. Þak fauk af fjárhúsum í Húnavatnshreppi og björgunarsveitarmaður á Langanesi segist aldrei hafa upplifað annað eins.
22.02.2022 - 13:20
Útvarpsumfjöllun
„Alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu“
„Fyrsti bíllinn er fastur undir göngunum þar sem mislægu gatnamótin eru. Þar er trailer fastur. Þar fyrir ofan göngin er mjólkurbíll fastur og olíubíll rétt hjá. Svo er alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu,“ segir Árni Pálsson, hjá Snilldarverki, sem er einn þeirra sem kemur að snjómokstri í Þrengslum og á Hellisheiði. Tugir bíla sitja fastir í sköflum í Þrengslum. Árni var ásamt fleirum að leggja af stað í Þrengslin nú rétt fyrir hádegi.
22.02.2022 - 12:37
Mikill snjór á Hellisheiði - bílar fastir í Þrengslum
Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og óvíst hvenær unnt verður að ryðja og opna. Mikill snjór, bæði blautur og þungur, er á Hellisheiði, segir Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Ágúst segir veðrið slæmt á láglendi en enn verra uppi á heiðinni og skyggni sé nánast ekki neitt. Um leið og veður fer að lægja verður reynt að moka.
22.02.2022 - 10:21
Viðtal
„Hamarshöllin bókstaflega sprakk í andlitið á honum“
Hamarshöllin, íþróttahúsið í Hveragerði, sprakk á sjöunda tímanum í morgun þegar þrír starfsmenn bæjarins voru þar við. Gat hafði komið á höllina í illviðrinu og voru starfsmenn mættir á staðinn til að meta stöðuna, þegar íþróttahúsið, sem var loftborið eða uppblásið, sprakk. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar segir að tjónið hlaupi á hátt í hundrað milljónum króna.
22.02.2022 - 09:41
Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð
Vegir eru víða lokaðir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gærkvöld. Enn eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi um mest allt landið og verða fram eftir degi.
22.02.2022 - 08:08
Fjölda flugferða hefur verið aflýst
Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli og fjórum ferðum til vallarins hefur verið aflýst í kvöld.
21.02.2022 - 17:14
Útvarpsfrétt
Flug raskast og hreinsa þarf niðurföll
Flugferðum innanlands sem og milli landa, hefur ýmist verið flýtt eða aflýst vegna veðursins í kvöld. Tryggingafélög hvetja fólk til að forða vatnstjóni og fara gætilega í hálkunni, helst á mannbroddum. „Hvet alla til að nota mannbrodda og passa sig sérstaklega. Þetta er hundleiðinlegt þegar aðstæðurnar eru svona. En ef allir passa sig og reyna að hjálpa hver öðrum og salta og sanda og reyna að brjóta klakann frá, þá vonandi meiða sig ekki mjög margir,“ segir Fjölnir Daði Georgsson, hjá TM.
21.02.2022 - 12:35
Viðtal
Rauðar viðvaranir gefnar út vegna veðurs
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 19 í kvöld en appelsínugul viðvörun tekur gildi fyrir aðra landshluta í kvöld.
21.02.2022 - 11:56
Lík finnast enn í Petrópolis og mannskaðaveður í grennd
Leitar- og björgunarfólk í brasilísku borginni Petrópolis hefur fundið lík 165 borgarbúa sem fórust í miklum flóðum og aurskriðum í borginni á þriðjudag í liðinni viku. Borgaryfirvöld greindu frá þessu í gærkvöld. 28 börn eru á meðal hinna látnu, að sögn lögreglu. Þótt næsta útilokað þyki að nokkur finnist á lífi er leit haldið áfram í húsarústum og aurhaugum í borginni, við erfiðar og hættulegar aðstæður. Tveir fórust í illviðri í nágrannaríki Ríó de Janeiro í gær.
21.02.2022 - 06:21
Snörp skil hita og kulda valda þrálátu vetrarveðri
Óvenju snörp skil á heitu og köldu lofti bera ábyrgð á þrálátu vetrarveðri á Íslandi þessi dægrin.
20.02.2022 - 14:10
Innlent · Veður · veður · Veðurstofan · Lægð · Óveður
Björgunarsveitir aðstoðuðu farþega í Herjólfi
Óveður og ófærð valda enn vandræðum á landinu og horfur eru ófagrar næstu daga. Björgunarsveitarfólk hefur verið önnum kafið að aðstoða strandarglópa. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða farþega og áhöfn Herjólfs að komast frá borði.
20.02.2022 - 13:48
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur