Færslur: Óveður

Fjögur létust í stórhríð og stormi á Spáni
Fjögur dauðsföll hafa verið rakin til mikils storms sem gekk yfir stóran hluta Spánar á föstudag og laugardag. Umferð bíla, lesta og flugvéla gekk öll úr skorðum inn til landsins, þar sem stormurinn Filomena fór yfir sem hríðarbylur. Mikið öngþveiti myndaðist í og umhverfis höfðuborgina Madríd, þar sem spáð var 20 sentímetra jafnföllnum snjó á laugardag.
10.01.2021 - 01:19
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Óveður
Búið að opna aðalveginn í Neskaupstað eftir óveðrið
Enn er talsvert hvassviðri á austanverðu landinu en veðrið á að ganga niður upp úr miðnætti.  Aðalvegurinn inn í Neskaupstað hefur verið opnaður aftur og sömuleiðis hafnarsvæðið sem var lokað um tíma í dag vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 22:09
Myndskeið
Stormur á Austurlandi: „Hann fór í 53 metra í morgun“
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa sinnt yfir sextíu útköllum í vonskuveðri sem gengið hefur yfir landshlutann í dag. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 19:35
60 útköll á Austurlandi — björgunarsveitarmenn meiddust
Björgunarsveitir á Austurlandi allt frá Vopnafirði að Djúpavogi hafa verið í viðbragðsstöðu í allan dag og hafa sinnt um sextíu útköllum það sem af er degi. Vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu og þar verða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til undir kvöld. Hluta Neskaupstaðar var lokað fyrir umferð skömmu fyrir klukkan þrjú í dag en þar er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna. 
09.01.2021 - 16:24
Lokað fyrir umferð um hluta Neskaupstaðar vegna veðurs
Vestanverðum Neskaupstað hefur verið lokað fyrir umferð en það er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna.
09.01.2021 - 15:10
„Hér er bara snælduvitlaust veður“
Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað þar sem nokkuð tjón hefur orðið, en engin slys á fólki. Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
09.01.2021 - 11:33
Mjög slæmt veður á austanverðu landinu
Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllum á austurhelmingi landsins og veður þar með versta móti; norðvestanstormur eða rok allt frá austanverðum Tröllaskaga og suður úr. Er fólki eindregið ráðið frá óþarfa ferðalögum á meðan veðrið gengur yfir. Á Norðaustur- og Austurlandi fylgir þessu töluverð ofankoma, þar geisar hríðarbylur og er færðin eftir því. Á Suðausturlandi er mikill vindur og byljóttur, sem fer vel upp fyrir 30 metra á sekúndu í hviðum.
09.01.2021 - 06:54
Fjöldi útkalla vegna foktjóns
Björgunarsveitir víða um land hafa sinnt útköllum vegna foktjóns eftir hádegið líkt og í morgun. Skúr fauk meðal annars á Drangsnesi og aðstoðar verið óskað í Reykjavík.
27.12.2020 - 14:07
Björgunarsveitir kallaðar út vegna veðurs
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út nokkrum sinnum í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.
27.12.2020 - 10:23
Allt að 40-50 metra vindhviður fram á kvöld
Gul stormviðvörun er í gildi í flestum landshlutum í dag vegna norðan storms. Vegagerðin segir hættu á allt á vindhviðum undir Eyjafjöllum, allt að 40 til 50 metrum á sekúndu.
27.12.2020 - 09:53
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Mesta framkvæmdaár RARIK senn á enda
Stærstur hluti þeirra þeirra lína sem biluðu þegar um 140 staurar brotnuðu í illviðrinu eru komnir í jörð. Viðgerðir á dreifikerfi RARIK eftir ofviðrið 10. desember í fyrra stóðu langt fram eftir þessu ári. Veðrið olli jafnframt meiri truflunum á dreifingu orku en næstu þrjú ár á undan samanlagt.
11.12.2020 - 13:14
Myndskeið
Eitt ár frá óveðrinu mikla: Afhjúpaði veikleika
Eitt ár er í dag frá einhverju versta veðri hér á landi í áratugi. Ráðist hefur verið í fjölmargar framkvæmdir til þess að styrkja innviði sem brugðust í óveðrinu. Upplýsingafulltrúi Landsnets vonar að fyrirtækið sé betur í stakk búið til þess að takast á við álíka hamfarir í dag en fyrirtækið var þegar veðrið skall á. Hún segir að veðrið hafi afhjúpað veikleika í raforkukerfinu.
10.12.2020 - 22:25
myndskeið
Feneyjar á floti
Vatn flæddi yfir götur og torg í Feneyjum í gær. Úrhellið varð meira en spáð var og því voru ekki settir upp tálmar til að hamla flóðum. Vatnshæðin var tæplega 1,4 metrar. Viðamiklu kerfi til að koma í veg fyrir flóð var komið upp í október.
09.12.2020 - 19:20
Myndskeið
Engin stóráföll í norðanáhlaupinu
Engin stóráföll hafa orðið í því norðanáhlaupi sem verið hefur á landinu frá því í gær. Vonskuveður er um mestallt land og mikil ófærð. Vakta þurfti hafnir á Norðurlandi í nótt og vindhviður á Suðausturlandi hafa farið yfir 40 metra á sekúndu.
03.12.2020 - 19:55
„Þetta hefur einhvern veginn bjargast hjá okkur í dag“
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir daginn hafa gengið vonum framar. Vonskuveður hefur verið í umdæminu en fólk lítið á ferðinni. Það sama má segja um umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem allt er með kyrrum kjörum.
03.12.2020 - 15:30
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni um helgina
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni hér á landi um helgina. Orkumálastjóri segir að Veitur þurfi að fara yfir hverjar takmarkanir á kerfum þeirra séu. Veitur telja að kórónuveirufaraldurinn, metsala á heitum pottum og kalt árferði skýri að hluta hvers vegna notkun á heitu vatni hefur aukist.
03.12.2020 - 13:30
Vindkæling magnar frostið upp í allt að 30 stig
Kalt heimskautaloft er yfir landinu og spáð er allt að 12 stiga frosti. Lágar hitatölur segja ekki alla söguna því við bætist vindur sem eykur á kælinguna. Veðurfræðingur segir að þar sem þessara áhrifa gætir mest á landinu verði kælingin á við 30 stiga frost.
03.12.2020 - 09:55
Færa þunga báta af flotbryggjum á Húsavík vegna veðurs
Starfsmenn Húsavíkurhafnar hafa síðasta sólarhring undirbúið sig undir lægðina sem nú gengur yfir landið. Búið er færa þunga báta af flotbryggjum og setja á fasta kanta. Hafnarstjóri segir að gott eftirlit verði með höfninni næsta sólarhringinn.
02.12.2020 - 15:21
Búast má við tveggja stafa frosttölum
Kalt íshafsloft mun blása yfir landið í dag og næstu daga. Frostið mun herða á sér er nær dregur helgi og nær hámarki á laugardagsmorguninn þegar tveggja stafa frosttölur munu sjást víða um land.
02.12.2020 - 12:39
Hætt við að skammta þurfi heitt vatn vegna kuldakasts
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna, segir óvíst að hitaveitan ráði almennilega við kuldakastinu sem er spáð um helgina. Fólk er hvatt til að fara sparlega með vatn. Það gæti komið til þess að skammta þurfi heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2020 - 12:12
Hættulegt að vera á ferð á Suðausturlandi síðdegis
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðuviðvörun á Suðausturlandi síðdegis í dag. Hættulegt geti verið að vera á ferðinni á þessum slóðum frá klukkan fjögur til miðnættis á morgun.
02.12.2020 - 09:52
Gul viðvörun um allt land
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun um allt land. Spáð er norðanstormi eða norðanhvassviðri og misjafnt er eftir landshlutum hvenær dagsins viðvörunin tekur gildi. Fólk er beðið um að tryggja lausamuni og víða er búist við lélegum akstursskilyrðum og slæmu skyggni.
02.12.2020 - 06:24
Afar hvasst víða um land
Gular viðvaranir eru í gildi víða um land vegna óveðurs. Vindhviður yfir 40 metrum á sekúndu hafa mælst í Mýrdal og vindur milli 23-28 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Holtavörðuheiðin er lokuð og eitthvað hefur verið um útköll björgunarsveita vegna foks á lausamunum.
01.12.2020 - 22:28
Holtavörðuheiðin lokuð
Vegagerðin hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Holtavörðuheiðina en þar hafa bílar verið að festast á veginum í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir stærstan hluta landsins og ekkert ferðaveður að sögn Veðurstofunnar.
01.12.2020 - 20:18