Færslur: Óveður

Snarpar hviður á morgun og hvatt til aðgátar
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum, höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun. Spáð er snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og truflanir gætu orðið á samgöngum.
16.10.2021 - 17:22
Sjónvarpsfrétt
Hefðu átt að hringja fyrr á björgunarsveitir
Rekstrarstjóri Mountaineers segir að tímastjórnun og mat á færð hafi ekki verið sem skyldi þegar 39 ferðamenn lentu í hrakningum við Langjökul í janúar í fyrra. Hann fór yfir atvikið á ráðstefnu Landsbjargar sem haldin var í dag.
15.10.2021 - 19:10
Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflétt óvissustigi í Útkinn í Þingeyjarsveit. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telji ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu. Góð veðurspá er næstu daga.
11.10.2021 - 14:26
Viðtal
Búið að opna milli Markarfljóts og Kvískerja
Miklar hviður og stormur eru undir Eyjafjöllum og með suðurströndinni að Öræfum. Víðast hvar annars staðar eru 10 til 18 metrar á sekúndu. Þrír slösuðust þegar rúta fór út af þjóðvegi 1 í grennd við Dyrhólaey í morgun. Átta erlendir ferðamenn voru í rútunni. Mjög hvasst var á vettvangi fyrir sjúkraflutningamenn.
07.10.2021 - 12:48
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Tjón á höfnum fyrir norðan hleypur á milljónum
Tjón varð á að minnsta kosti þremur höfnum á Norðurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir í síðustu viku. Mikil ágjöf var yfir varnargarða með þeim afleiðingum að grjót spýttist upp og skemmdi meðal annars viðlegukanta, olíutanka og skúra.
06.10.2021 - 11:54
Dældu vatni úr húsum í sex klukkutíma á Siglufirði
Hvergi virðist hafa orðið stórtjón í óveðrinu sem gekk yfir landið síðasta sólarhring. Vatn flæddi inn í hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan blautum og þungum snjó.
29.09.2021 - 13:59
Á annað hundrað útköll — mörg vegna bíla á sumardekkjum
Björgunarsveitir fóru í á annað hundrað verkefni í óveðrinu sem geisaði norðan- og vestanlands í gær. Mörg þeirra voru vegna fólks sem hafði fest bíla sína á sumardekkjum, þrátt fyrir að varað hefði verið við slæmu ferðaveðri. 
Lægðin stödd við Snæfellsnes
Lægðin sem olli illviðrinu í gær er stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið, að því er segir í veðurpistli Veðurstofu Íslands í morgunsárið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum. Hægari vindur og bjartviðri norðaustantil. Spáð er 1 til 6 stiga hita.
29.09.2021 - 06:54
Vakta báta í Bolungarvíkurhöfn
Eigendur báta í Bolungarvíkurhöfn og björgunarsveitarfólk hafa fylgst vel með ástandinu í höfninni undanfarinn sólarhring. Ekkert tjón hefur orðið á bátum þrátt fyrir vonskuveður.
28.09.2021 - 17:29
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Snjóflóðahætta í september — „Það er mjög óvenjulegt“
Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem allir helstu fjallvegir eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.
28.09.2021 - 12:01
Vetrarveður á Akureyri — Strætó hættur að ganga
Strætisvagnar Akureyrar hafa gert hlé á akstri í dag á meðan verið er að hreinsa götur bæjarins. Töluvert hefur snjóað í bænum í morgun.
28.09.2021 - 10:01
Almannavarnir við öllu búnar vegna veðurofsa
Almannavarnir eru við öllu búnar vegna ofsaveðurs á norðvestanverðu landinu í dag. Búið er að loka vegum á Vestfjörðum, vegurinn yfir Möðrudalsöræfi er ófær og hætta er á rafmagnstruflunum.
28.09.2021 - 09:01
Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.
27.09.2021 - 17:46
Tré rifnaði upp með rótum í óveðrinu
Tré rifnuðu upp með rótum á Suðurlandi í dag. Á Reykjabæjunum á Skeiðum rifnaði ösp upp með rótum og má sjá mynd af henni með þessari frétt. Aftakaveður var víða um land í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi.
21.09.2021 - 20:44
Sjónvarpsfrétt
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag
Illvirði hefur verið víða á landinu í dag. Útköllin hrönnuðust inn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu en þó má segja að veðrið hafi gengið yfir stórslysalaust sem mögulega má þakka því að fólk hafi tekið viðvörunum alvarlega.
21.09.2021 - 18:45
Appelsínugul viðvörun fram eftir kvöldi
Vonskuveður hefur verið víða um landið í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi fram á kvöld á Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu.
21.09.2021 - 17:33
Sú fyrsta appelsínugula á höfuðborgarsvæðinu í um ár
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð eftir klukkan tvö á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.
Foreldrar meta hvort börn þurfi fylgd úr skóla
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur beint því til foreldra og annarra forráðamanna barna að vera tilbúnir að sækja þau í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
21.09.2021 - 13:39
Appelsínugular viðvaranir víða um landið í dag
Appelsínugul veðurviðvörun vegna vinds tekur gildi á Vestfjörðum klukkan níu í dag þar sem búast má við norðaustanátt 20-28 m/s og dimmri hríð til fjalla. Viðvörunin verður í gildi til klukkan fimm í dag og Veðurstofan varar við varasömu ferðaveðri og bendir fólki á að tryggja lausa muni.
21.09.2021 - 07:20
Lokað að gosstöðvunum vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað leiðinni inn á gosstöðvarnar við Fagradalsfjall vegna veðurs.
Fellibylurinn Ída nú hitabeltisstormur
Að minnsta kosti einn er látinn eftir að fellibylurinn Ída kom inn yfir Louisianaríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Fellibylurinn var talinn sá öflugasti sem skollið hefði á ríkinu frá því að fellibylurinn Katrína gekk á land fyrir nákvæmlega sextán árum síðan. Dregið hefur úr krafti Ídu frá því í gær og er Hann er nú flokkaður sem hitabeltisstormur
30.08.2021 - 12:34
Hálka og stórhríð á Hellisheiði og í Þrengslum
Á Suðvesturlandi eru víða hálka eða hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Stórhríð er á Kjalarnesi og óveður við Hafnarfjall að því er fram kemur á vef Vegargerðarinnar. Snjóflóðahætta er möguleg í Ólafsfjarðarmúla í kvöld.
27.03.2021 - 21:12
Viðtal
Um 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt vegna veðurs
Rúmlega 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Flestir fóru á Hótel Laugarbakka, sem var opnað í snatri, auk þess sem opnuð var fjöldahjálparstöð. Fjölmennar björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum. Vegurinn var opnaður í morgun.
12.03.2021 - 11:39