Færslur: Óveður

Hálka og stórhríð á Hellisheiði og í Þrengslum
Á Suðvesturlandi eru víða hálka eða hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Stórhríð er á Kjalarnesi og óveður við Hafnarfjall að því er fram kemur á vef Vegargerðarinnar. Snjóflóðahætta er möguleg í Ólafsfjarðarmúla í kvöld.
27.03.2021 - 21:12
Viðtal
Um 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt vegna veðurs
Rúmlega 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Flestir fóru á Hótel Laugarbakka, sem var opnað í snatri, auk þess sem opnuð var fjöldahjálparstöð. Fjölmennar björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum. Vegurinn var opnaður í morgun.
12.03.2021 - 11:39
Fresta þurfti bólusetningu vegna óveðurs
Fimmtíu manns höfðu verið boðaðir í bólusetningu við COVID-19 á vegum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Búðardal dag en henni þurfti að fresta vegna óveðursins. Brattabrekka og Holtavörðuheiði hafa verið lokaðar í dag og ekki var hægt að flytja bóluefnið frá Akranesi til Búðardals. Ef veður og færð leyfir fer bólusetningin fram á morgun. Hún er fyrir fólk fætt frá 1937 til 1946. Gular veðurviðvaranir hafa verið framlengdar.
11.03.2021 - 14:05
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu
Súðavíkurhlíð hefur nú verið lokað vegna snjóflóðahættu. Mjög slæmt veður er á Vestfjörðum og allar helstu leiðir lokaðar.
11.03.2021 - 10:51
Myndskeið
Skólahald fellt niður á Hólmavík og ófært innanbæjar
Ófært er innanbæjar á Hólmavík og skólahald var slegið af í morgun. Vegum var lokað víða um land í gær á Vesturlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Því hefur nú slotað syðst en er enn töluvert slæmt á norðvestanverðu landinu.
11.03.2021 - 10:19
Ekkert ferðaveður, snjóstormur, lokanir og kuldi
Leiðindaveður og ófærð er nú í flestum landshlutum með hvössum vindi, stórhríð, skafrenningi og kulda. Vegir eru víða lokaðir og ekkert ferðaveður, sérstaklega á Norðurlandi. Búast má við léttari útgáfu af sama veðri á morgun, segir veðufræðingur. Leikskólinn og grunnskólinn á Blönduósi verða lokaðir í dag.
11.03.2021 - 08:12
Sjónvarpsfrétt
Norðaustan hríðarveður og ófærð víða um land
Norðaustan hríðarveður gengur nú yfir stóran hluta landsins og fjallvegir eru víða lokaðir. Sums staðar hefur vindur farið vel yfir 40 metra á sekúndu í öflugustu hviðunum.
10.03.2021 - 20:58
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla
Hættustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla tekur gildi nú klukkan 16:00 og verður veginum lokað. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu. Veginum um Kjalarnes hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna slæms skyggnis.
10.03.2021 - 15:46
Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs
Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands. Búið er að loka veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Holtavörðuheiði og Fljótsheiði.
10.03.2021 - 13:53
Klæðning losnaði af verksmiðjuhúsi á Siglufirði
Um tíu björgunarsveitarmenn úr Strákum á Siglufirði unnu í gærkvöldi ásamt lögreglu við að festa upp klæðningu á gafli verksmiðjuhúss sem losnaði í miklum veðurham. Að sögn Ingvars Erlingssonar björgunarsveitarmanns var hávaðarok í bænum, með staðbundnum hvíðum og sviptivindum milli húsa.
28.02.2021 - 10:20
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Síðdegisútvarpið
Milljónir án rafmagns og ástandið í Texas „skelfilegt“
Milljónir eru án rafmagns í suðurríkjum Bandaríkjanna og tuttugu og einn hefur látist í miklum frosthörkum. Guðbrandur Gísli Brandsson býr í Austin í Texas þar sem fjörutíu prósent heimila voru án rafmagns þegar verst lét. Hamfaraástandi hefur verið lýst yfir.
17.02.2021 - 17:05
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Myndskeið
40 ár frá Engihjallaveðrinu
40 ár eru í dag frá Engihjallaveðrinu svokallaða sem olli verulegu tjóni víða. 
16.02.2021 - 19:23
Aurskriða og snjóflóð á rafmagnslínur Landsnets
Snjóflóð féll á Vopnafjarðarlínu og aurskriða á Hólalínu milli Hóla og Teigahorns og eru báðar línurnar úti. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ólíklegt að það þurfi að grípa til skerðinga á rafmagni þar sem línurnar eru á varaafli. 
15.02.2021 - 12:33
Bændur fá styrki vegna kal- og girðingatjóns
Bjargráðasjóður hefur greittt út 442 milljónir króna í styrki úr Bjargráðasjóði vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019 til 2020. Alls bárust 285 umsóknir og fengu 255 styrk.
27.01.2021 - 08:50
Myndir
Allt á kafi á Akureyri — „Allir eru að gera sitt besta“
Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Rúmlega 30 moksturstæki sem hafa verið á ferð um bæinn í dag hafa vart undan við að ryðja helstu götur og göngustíga.
25.01.2021 - 14:09
Innlent · Norðurland · Akureyri · snjór · veður · Óveður
Framlag til að tryggja farsímasamband í Árneshreppi
Árneshreppur á Ströndum hefur fengið 500 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til að tryggja áframhaldandi farsímasamband á stórum hluta vega í hreppnum.
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
Fjögur létust í stórhríð og stormi á Spáni
Fjögur dauðsföll hafa verið rakin til mikils storms sem gekk yfir stóran hluta Spánar á föstudag og laugardag. Umferð bíla, lesta og flugvéla gekk öll úr skorðum inn til landsins, þar sem stormurinn Filomena fór yfir sem hríðarbylur. Mikið öngþveiti myndaðist í og umhverfis höfðuborgina Madríd, þar sem spáð var 20 sentímetra jafnföllnum snjó á laugardag.
10.01.2021 - 01:19
Erlent · Evrópa · Veður · Spánn · Óveður
Búið að opna aðalveginn í Neskaupstað eftir óveðrið
Enn er talsvert hvassviðri á austanverðu landinu en veðrið á að ganga niður upp úr miðnætti.  Aðalvegurinn inn í Neskaupstað hefur verið opnaður aftur og sömuleiðis hafnarsvæðið sem var lokað um tíma í dag vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 22:09
Myndskeið
Stormur á Austurlandi: „Hann fór í 53 metra í morgun“
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa sinnt yfir sextíu útköllum í vonskuveðri sem gengið hefur yfir landshlutann í dag. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum.
09.01.2021 - 19:35
60 útköll á Austurlandi — björgunarsveitarmenn meiddust
Björgunarsveitir á Austurlandi allt frá Vopnafirði að Djúpavogi hafa verið í viðbragðsstöðu í allan dag og hafa sinnt um sextíu útköllum það sem af er degi. Vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu og þar verða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til undir kvöld. Hluta Neskaupstaðar var lokað fyrir umferð skömmu fyrir klukkan þrjú í dag en þar er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna. 
09.01.2021 - 16:24
Lokað fyrir umferð um hluta Neskaupstaðar vegna veðurs
Vestanverðum Neskaupstað hefur verið lokað fyrir umferð en það er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna.
09.01.2021 - 15:10
„Hér er bara snælduvitlaust veður“
Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað þar sem nokkuð tjón hefur orðið, en engin slys á fólki. Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.
09.01.2021 - 11:33