Færslur: Óveður

Myndskeið
Hávaðarok á Siglufirði – þakplötur og lausamunir fjúka
Norðaustan hvassviðri gengur nú yfir landið. Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði var kölluð út á nokkra staði til að festa og tryggja fjúkandi þakplötur og lausamuni.
24.10.2020 - 15:14
Gul veðurviðvörun á sunnanverðu landinu
Gular viðvarnir eru í gildi vegna hvassviðris um sunnanvert landið í dag, laugardag. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvassri norð-austanátt í dag með vindhraða frá 13 til 18 metrum á sekúndu, en að slegið geti í allt að 18 til 25 staðbundið sunnan- og suðaustanlands.
24.10.2020 - 07:32
Sjö látin og tuga enn saknað eftir óveður í Evrópu
Minnst sjö létu lífið í flóðum og skriðum þegar stormurinn Alex gekk yfir suðaustanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu um helgina. Tugir húsa í fjallaþorpum beggja vegna landamæranna, ekki fjarri frönsku borginni Nice, eyðilögðust í flóðum og skriðum sem hlutust af storminum, vegir og brýr sópuðust í burtu og mikið tjón varð líka í strandbyggðum á frönsku Rívíerunni.
06.10.2020 - 04:20
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Ítalía · Frakkland · Óveður
Myndskeið
RARIK uppfærir kerfið og kemur 250 km af línum í jörð
RARIK reiknar með að koma um 250 kílómetrum af raflínum í jörð áður en vetur gengur í garð. Þar af eru rúmlega hundrað kílómetrar á Norðurlandi. Stór hluti verkefna er til kominn vegna óveðursins sem reið yfir landið í desember í fyrra.
04.10.2020 - 20:25
Mannskæð flóð í kjölfar storms í Frakklandi og Ítalíu
Minnst tveir menn týndu lífi og tuga er saknað eftir að heljarstormur gekk yfir sunnanvert Frakkland og norðvesturhéruð Ítalíu. Stormurinn, sem fékk nafnið Alex, olli feiknartjóni í mörgum smábæjum í næsta nágrenni frönsku borgarinnar Nice. Mikið úrhelli fylgdi storminum og sagði borgarstjórinn í Nice að flóðin sem það orsakaði í þorpunum í kring hafi verið þau mestu í manna minnum.
03.10.2020 - 22:59
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Frakkland · Ítalía · Flóð · Óveður
Ætla ekki að sekta ökumenn á nagladekkjum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Suðurnesjum hefur tilkynnt að ekki standi til að sekta ökumenn bíla sem komnir eru á nagladekk. Þau eru almennt ekki leyfð fyrr en 1. nóvember. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur fólk til að fara varlega.
02.10.2020 - 11:05
Ofviðri veldur usla á Grikklandi
Að minnsta kosti tveimur flugvélum sem átti að lenda á grísku eynni Kefalóníu í Jónahafi var gert að lenda í Aþenu í staðinn.
18.09.2020 - 06:11
Erlent · Evrópa · Grikkland · veður · Óveður
Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Haishen skellur á Kóreuskaga
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
07.09.2020 - 01:12
Átta milljónum manna ráðlagt að yfirgefa heimili sín
Allt að átta milljónir manna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín í Japan  vegna fellibyls sem þegar hefur náð landi á eyjunni Kyushu, sem er syðsta eyja landsins.
06.09.2020 - 20:36
Erlent · Japan · Asía · Óveður
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
Ofsaveður í aðsigi í Japan og Suður-Kóreu
Geysiöflugur fellibylur nálgast nú suðurhluta Japans. Búist er við gríðarlegu ofviðri og óskaplegri rigningu þegar í dag. Orkan verði svo ofboðsleg að rafmagnsstaurar geti hrokkið í sundur og farartæki fokið um koll.
06.09.2020 - 04:10
Norður-Kóreustjórn hótar embættismönnum refsingum
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað þeim staðbundnu embættismönnum hörðum refsingum, sem brugðust þeirri skyldu sinni að vernda almenning fyrir afleiðingum fellibylsins Maysak.
05.09.2020 - 06:13
Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys
50 sentimetrar af blautum og þungum snjó
Það var rólegt hjá björgunarsveitum og lögreglu í nótt þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Um 50 sentimetra lag af snjó var á Biskupshálsi í morgun og krapi á öðrum fjallvegum norðaustanlands.
04.09.2020 - 12:21
„Þetta er ekta stórillviðri“ 
„Þetta er náttúrulega búið að vera alveg svakalegt vatnsveður í gær og nótt. Maður man varla eftir að hafa séð svona vöxt í ám og lækjum á svona stuttum tíma,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, í samtali við fréttastofu.
04.09.2020 - 08:01
Nokkuð snjóaði á norðaustanverðu landinu í nótt
Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu hefur snjóað nokkuð í nótt á norðaustanverðu landinu, til að mynda á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði.
04.09.2020 - 05:38
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
„Kindurnar þola alveg vont veður“
Sauðfjárbændur í Svalbarðshreppi áttu ekki kost á að flýta göngum vegna vonskuveðurs sem spáð er í dag. Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbóndi á Holti í Svalbarðshreppi, segist hafa þá trú að féð komi sér í skjól og bíði af sér veðrið, eina áhyggjuefnið sé hvort snjór fylgi veðrinu.
03.09.2020 - 08:22
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Skila skýrslu um aðventustorminn í október
Rannsóknarnefnd almannavarna, sem virkjuð var í fyrsta skipti í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, lýkur við gerð skýrslu um viðbrögð viðbragðsaðila í október. Nefndin hefur fundað reglulega síðan hún tók til starfa en gagnaöflun hefur tekið tíma.
01.09.2020 - 12:21
Ungur drengur meðal látinna í miklu óveðri í Melbourne
Þrír dóu, þar á meðal fjögurra ára drengur, í miklu óveðri í Melbourne í Ástralíu í gær. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að koma á rafmagni og vatni til þúsunda heimila eftir að veðrið var gengið yfir.
28.08.2020 - 08:12
Viðtal
Þrír hafa farist í óveðrinu í Louisiana
Þrír hafa farist í fellibylnum Láru í Louisiana í Bandaríkjunum í dag. Mikill viðbúnaður er í þremur ríkjum vegna veðursins og enn er hætta á sjávarflóðum. Nína Rún Bergsdóttir, sem býr í Louisiana, segir mikla hættu á ferðum þegar slíkt óverður skellur á enda eru mjög há tré á þessum slóðum sem geti fallið á hús. Hún býr sig undir rafmagnsleysi næstu daga.
27.08.2020 - 19:52
Átta látin af völdum hitabeltisstorms á Hispaníólu
Fellibyljir tveir fara nú hraðbyri yfir Mexíkó-flóa. Í dag varð Lára, þá með styrk hitabeltisstorms, samtals átta að bana á Haítí og Dómíníska lýðveldinu. Bandarískir fjölmiðlar segja þetta í fyrsta sinn frá því mælingar hófust, eða um 150 ára skeið sem tveir fellibyljir geisa samtímis á þessum slóðum.
23.08.2020 - 22:42