Færslur: Ottawa

Frumbyggjar krefja bresku krúnuna um afsökunarbeiðni
Karl Bretaprins kveðst gera sér grein fyrir þeim miklu þjáningum sem frumbyggjar Kanada hafa mátt þola. Hann var í opinberri heimsókn í nafni Bretadrottningar og uppskar lof leiðtoga frumbyggja í landinu. Þeir fara þó fram á opinbera afsökunarbeiðni bresku krúnunnar.
Banna kanadískum vélhjólamönnum mótmæli við þinghúsið
Kanadískum vélhjólamönnum í mótmælahug verður bannað að safnast saman við þinghúsið í höfuðborginni Ottawa. Flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir langvinnum mótmælum fyrr á árinu og stjórnvöld óttast að sagan endurtaki sig.
Dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að villa á sér heimildir
Kanadísk kona var í gær dæmd til sjö ára fangelsisvistar fyrir að villa á sér heimildir og þykjast vera hjúkrunarfræðingur áratugum saman. Sömuleiðis brá hún sér í gervi fleiri sérfræðinga og notaði til þess fölsuð persónuskilríki.
Beitingu neyðarlaga hætt í Kanada
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada afnam í sérstakan neyðarrétt sem veitti Ottawalögreglunni heimild til að leysa upp mótmæli flutningabílstjóra í borginni. Trudeau lýsti jafnframt yfir á blaðamannafundi að ekki ríkti hættuástand lengur.
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Mótmæli í Kanada
Krefjast opnunar vegartálma við landamærin
Samtök atvinnurekenda í Bandaríkjunum og Kanada krefjast þess að flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra opni vegartálma sem settir hafa verið upp á mikilvægri leið sem tengir löndin tvö.
Fjöldamótmæli halda áfram í Ottawa
Mótmæli þúsunda Kanadamanna, gegn bólusetningarskyldu flutningabílstjóra og öðrum sóttvarnaráðstöfunum stjórnvalda, héldu áfram í höfuðborginni Ottawa í dag, þriðja daginn í röð.
Fjölmenn mótmæli í höfuðborg Kanada
Þúsundir komu saman í Ottawa höfuðborg Kanada í dag og mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnar Justins Trudeau. Margir létu einnig ýmiskonar aðra óánægju sína í ljósi.
Kanada
Flutningabílstjórar mótmæla bólusetningarskyldu
Mikill fjöldi flutningabílstjóra streymdu til Ottawa höfuðborg Kanada í gær til að mótmæla því að bólusetningar sé krafist hyggist þeir aka yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna.
Krefjast óháðrar rannsóknar á örlögum frumbyggjabarna
Kallað er eftir því að kanadísk stjórnvöld hefji umsvifalaust rannsókn á örlögum þúsunda barna af frumbyggjaættum sem dóu í sérstökum heimavistarskólum. Á annað þúsund grafir barna hafa fundist á skólalóðum frá því í maí.