Færslur: Óttaslegni trompetleikarinn

Ekki er allt sem sýnist
Sigurbjörg Þrastardóttir nýtir háðið til að afhjúpa ýmsar meinsemdir samfélagsins í nýrri bók sinni Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Sigríður Albertsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir að bókin sé skemmtileg lesning þar sem höfundi tekst að ýta við lesandanum og „fá hann til að skemmta sér yfir vandræðagangi á ýmsum sviðum tilverunnar.“