Færslur: Osló

Rekja SIM-kort tengt hvarfi Anne-Elisabeth Hagen
Lögregla í Noregi vinnur nú hörðum höndum að rakningu SIM-korts sem talið er tengt síma sem notaður var við undirbúning brottnáms Önnu-Elisabeth Hagen frá heimili sínu árið 2018.
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Varð fyrir jarðlest og slasaðist illa
Ungur maður var fluttur á sjúkrahús í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að hann varð fyrir jarðlestarvagni á Forskningsparken-lestarstöðinni. Talið er að maðurinn sé alvarlega slasaður en lögreglan telur að um óhapp hafi verið að ræða.
23.04.2022 - 01:50
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Slysfarir · lögregla · jarðlest
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Segir Norðmenn eiga að ræða inngöngu í Evrópusambandið
Raymond Johansen, formaður borgarráðs Oslóar, segir tímabært að Norðmenn hefji samtal um inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsmaður hans í Verkmannaflokknum, þingmaðurinn Kari Henriksen tekur undir það.
Noregsheimsókn Talibana kostaði um 93 milljónir króna
Heimsókn sendinefndar Talibana til Oslóar kostaði norska ríkið jafnvirði tæpra 93 milljóna íslenskra króna. Um þrjátíu menn undir forystu Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, héldu frá Afganistan í einkaþotu til Noregs í lok janúar.
26.02.2022 - 04:10
Noregur
Miklar vatnsskemmdir í Deichman Bjørvika bókasafninu
Miklar vatnskemmdir urðu í Deichman Bjørvika bókasafninu í Osló höfuðborg Noregs í gærkvöld. Vatnsúðunarkerfi fór í gang og slökkti eld sem kom upp á fjórðu hæð bókasafnsbyggingarinnar.
09.02.2022 - 03:24
Erlent · Evrópa · Vatnsskemmdir · Noregur · Osló · Bókasöfn · Slökkvilið · lögregla · Bruni · íkveikja · Bækur
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Smitaðist og hvetur fréttamenn til að fara í skimun
Raymond Johansen, formaður borgarráðs í Ósló, höfuðborg Noregs, er smitaður af kórónuveirunni. Hann tilkynnti þetta á Twitter í dag.
10.12.2021 - 18:25
Íbúar Þrándheims flykkjast í fyrstu bólusetningu
Íbúar Þrándheims í Noregi flykkjast í fyrstu bólusetningu eftir að fyrstu tilfelli Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar greindust þar um slóðir. Héraðslæknir telur að fleiri hafi nú áttað sig á alvarleika faraldursins.
Æ fleiri óbólusettir Oslóbúar þiggja fyrstu sprautu
Sífellt fleiri óbólusettir íbúar Osló höfuðborgar Noregs sækjast eftir bólusetningu. Undanfarnar þrjár til fjórar vikur hefur þeim sem þiggja fyrstu bólusetningu gegn COVID-19 fjölgað úr um 200 á viku upp í eitt þúsund. Eins hefur þeim fjölgað sem fengið hafa örvunarskammt.
Fjölga á næturvöktum slysadeildar út af rafskutluslysum
Stjórnendur háskólasjúkrahússins í Osló hafa fjölgað starfsfólki helgarnæturvöktum á slysadeild spítalans vegna fjölda slysa á svokölluðum rafskútum eða -skutlum. Einum lækni og einum hjúkrunarfræðingi hefur verið aukið við næturvaktina um helgar, beinlínis vegna fjölgunar slysa á þessum farartækjum á þessum tíma.
05.08.2021 - 06:20
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Rafskútur · Rafskutlur
Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30
Myndskeið
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló
Reiði yfir að hafa ekki fengið viðunandi aðstoð við að vinna úr áfallinu er meðal tilfinninga þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás í Útey árið 2011. Tíu ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló.
22.07.2021 - 07:30
Rafskutlur góður samgöngumáti en fylgja þarf reglum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur fylgst með umgengni um rafskutlur í borginni og þeim slysum sem orðið hafa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ekki hafi verið rætt formlega um harðari aðgerðir líkt og gripið hefur verið til Osló og fleiri borgum.
14.07.2021 - 11:33
Norsk kona dæmd fyrir liðveislu við Íslamska ríkið
Þrítug norsk kona var í dag dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir liðveislu við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Konan flutti til Sýrlands árið 2013 og giftist liðsmanni Íslamska ríkisins.
04.05.2021 - 20:30
Metfjöldi smita í Noregi síðasta sólarhringinn
1.156 COVID-smit hafa greinst síðasta sólarhringinn í Noregi. Þetta er metfjöldi smita sem greinist á einum sólarhring í landinu síðan faraldurinn hófst  og hafa smit aukist um nærri fjörutíu prósent á einni viku.
17.03.2021 - 16:28
Spegillinn
Osló orðin rauð
Í Osló, höfuðborg Noregs, er stefnt að því að hefja skólastarf með hefðbundnum hætti eftir helgi þrátt fyrir að borgin sé orðin rautt smitsvæði. Kórónuveiran hefur breiðst ört út síðustu daga. Smitbylgjan er rakin til utanlandsferða fólks í sumar og drykkjuskapar skólanema í almenningsgörðum borgarinnar.
14.08.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Osló · Noregur
Borgarstjóri Farsund varar við ferðum til Óslóar
Borgarstjórinn í Farsund í Agða-fylki í Suður-Noregi varar íbúa borgarinnar við ferðalögum til Óslóar. Heimsæki fólk höfuðborgina skuli það fara í sjálfskipaða sóttkví við komuna heim.