Færslur: Osló

Allt á floti í Grænlandshverfi Oslóborgar
Allt er á floti í Grænlandshverfinu í miðborg Oslóar, höfuðborgar Noregs, eftir að vatnsleiðsla sem liggur undir einni götu hverfisins fór í sundur. Björgunarlið var kallað til vegna lekans í nótt en ekki liggur fyrir hversu mikið vatn hefur flætt inn í hús á svæðinu.
17.11.2022 - 05:57
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Vatnsleki · Flóð · lögregla · Vatnsveitur
Rostungnum Freyju reist minnismerki
Stytta til minningar um rostunginn Freyju verður reist á smábátabryggjunni Kongens Marina í Kragerø við Óslóarfjörð. Þar gerði hún sig heimakomna og vakti mikla athygli þar til hún var aflífuð um miðjan ágúst.
24.10.2022 - 06:15
Samstaða með mótmælendum í Íran víðsvegar um veröld
Þúsundir flykktust út á götur stórborga víða um heim í dag til stuðnings við mótmælendur í Íran. Meðal annars var gengið um götur Oslóar, Berlínar, Genf og Washington.
Árásarmanna leitað eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló
Mikið lögreglulið leitar nú árásarmanns eða -manna eftir skotárás á Tøyen-torgi í Osló, höfuðborg Noregs. Ungur maður særðist alvarlega í árásinni og var fluttur í skyndingu á sjúkrahús.
22.10.2022 - 22:23
Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni
Búist er við að um 1.850 nýjar íbúðir komi á markað í Ósló, höfuðborg Noregs, á þessu ári. Þörf er á um það bil þrjú þúsund íbúðum.
Þótt flugferðum fækki þykir hraðlest ekki borga sig
Hraðlest milli Oslóar, höfuðborgar Noregs, og sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms gæti orðið til þess að fækka flugferðum milli borganna um milljón. Þrátt fyrir það þykir verkið ekki svara kostnaði.
Hrópuðu vígorð að forseta Írans á lóð kvennaháskóla
Fjórða vika fjölmennra mótmæla í Íran hófst með verkföllum og átökum milli mótmælenda og öryggissveita. Skólastúlkur létu til sín taka með því að kalla slagorð gegn valdhöfum landsins.
Noregur
Aðgerðasinnar hleypa lofti úr dekkjum jeppa
Hópur aðgerðasinna segir það hreinan óþarfa að aka jeppum eða jepplingum um götur og stræti Oslóar, höfuðborgar Noregs. Hópurinn kallar sig Tire Extinguishers, eða Dekkjabanana, og hefur stundað að hleypa lofti úr dekkjum slíkra bíla í mótmælaskyni.
22.09.2022 - 05:15
Viðbúnaður í Osló vegna regnbogahátíðar
Oslóarlögreglan verður með sérstakan viðbúnað í miðborginni til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda við hátíðahöld hinsegin fólks í dag. Einkennisklæddum og óeinnisklæddum lögreglumönnum er ætlað að sjá til þess að regnbogalest hátíðarinnar fái að fara óhindruð um og gestir fái frið.
10.09.2022 - 07:45
Lýsi og D-vítamín veita ekki vörn gegn COVID-19
Ný norsk rannsókn leiðir í ljós að þorskalýsi, sem inniheldur mikið D-vítamín, veitir ekki vörn gegn kórónuveirunni eða öðrum sýkingum í öndunarvegi. Niðurstöðurnar eru vísindamönnum nokkur vonbrigði.
Oslóarlögreglan rannsakar dauða norskrar konu í Sómalíu
Oslóarlögreglan rannsakar nú andlát norskrar konu sem fannst látin í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu. Lögregluyfirvöld þar í landi rannsaka andlátið sem morð.
28.08.2022 - 00:15
Breivik freistar þess enn að losna úr einangrun
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem myrti alls 77 manns árið 2011, ætlar enn að stefna norska ríkinu fyrir ómannúðlega meðferð og mannréttindabrot.
Enn ríkir óvissa um gleðigöngu í Osló
Enn er óvíst hvort af gleðigöngu verður í Osló, höfuðborg Noregs í ár. Viðburðinum var frestað eftir mannskæða skotárás í júní daginn áður en Oslo Pride átti að fara fram.
10.08.2022 - 07:20
Misstu af skilaboðum lögreglu og eyddu myndefni
Fasteignafélag sem rekur hótelin Rosenkrantz og Bristol í Osló, nærri staðnum þar sem tvö voru skotin til bana í síðasta mánuði, missti af beiðni lögreglu um að vista myndefni úr öryggismyndavélum og hefur því eytt efninu. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
18.07.2022 - 08:42
Segja skort á stuðningi eftir skotárásina í Osló
Starfsfólk sem veitt hefur áfallahjálp eftir skotárásina í Osló í júlí, telur stjórnvöld í landinu ekki hafa lagt næga áherslu á stuðning við þá sem árásin snerti.
17.07.2022 - 01:20
„Samhugur Reykvíkinga er með íbúum Óslóar“
Einar Þorsteinsson starfandi borgarstjóri, sendi í gær samúðarkveðju til Marianne Borgen borgarstjóra Ósló, og íbúa Óslóarborgar í kjölfar mannskæðrar skotárásar í borginni aðfaranótt laugardags.
Talinn hafa átt í samskiptum við þekktan öfgamann
Samkvæmt heimildum Norska ríkisútvarpsins NRK átti árásarmaðurinn í Osló samskipti við þekktan trúarofstækismann í aðdraganda árásarinnar.
26.06.2022 - 11:00
Sjónvarpsfrétt
Lögreglan vissi af byssumanninum
Norska öryggislögreglan vissi af byssumanninum sem myrti tvo og særði yfir tuttugu manns nálægt skemmtistað í miðborg Ósló í nótt, og hafði haft á honum gætur.
25.06.2022 - 20:04
Erlent · Evrópa · Skotárásir · Osló · Noregur
Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Árásin í Osló
Árás á kærleikann og frelsið til að elska
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Noregs, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður norska Íhaldsflokksins, eru slegin vegna tíðinda af mannskæðri skotárás í miðborg Oslóar í nótt, þar sem tvennt lét lífið og hátt í tuttugu særðust, þar af þrjú alvarlega. Flest bendir til þess að árásarmaðurinn hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem safnast hafði saman á næturklúbbi í aðdraganda gleðigöngunnar sem á að fara fram í Osló í dag.
25.06.2022 - 06:36
Mannskæð skotárás í miðborg Oslóar í nótt
Minnst tvær manneskjur létust og nær tuttugu særðust í skotárás á fjölfarinni göngugötu í miðborg Oslóar í nótt. Lögregla hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og segir ekkert benda til þess að fleiri hafi verið að verki. Í frétt norska ríkisútvarpsins NRK segir að skotum hafi verið hleypt af við skemmtistaðinn London Pub í miðborginni í nótt og jafnvel fleiri stöðum, en London Pub er vinsæll samkomustaður hinsegin fólks.
25.06.2022 - 01:09
Smitrakning vegna apabólu í Osló
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.
21.05.2022 - 22:50
Rekja SIM-kort tengt hvarfi Anne-Elisabeth Hagen
Lögregla í Noregi vinnur nú hörðum höndum að rakningu SIM-korts sem talið er tengt síma sem notaður var við undirbúning brottnáms Önnu-Elisabeth Hagen frá heimili sínu árið 2018.
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Varð fyrir jarðlest og slasaðist illa
Ungur maður var fluttur á sjúkrahús í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að hann varð fyrir jarðlestarvagni á Forskningsparken-lestarstöðinni. Talið er að maðurinn sé alvarlega slasaður en lögreglan telur að um óhapp hafi verið að ræða.
23.04.2022 - 01:50
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Slysfarir · lögregla · jarðlest

Mest lesið