Færslur: Óskarsverðlaunin

Dýrið framlag Íslands til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022.
Falsfréttin sem varð kveikjan að Óskarsmynd Dana
Óskarsverðlaunakvikmyndin Druk, með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki, hefði aldrei aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir full ákafan sumarstarfsmann á norskum fjölmiðli sem rangtúlkaði orð geðlæknis fyrir 20 árum.
27.04.2021 - 13:39
Óskarsverðlaunin verða í beinni útsendingu
Samningar hafa náðst um að RÚV sýni verðlaunaafhendingu Óskarsverðlaunanna í beinni útsendingu á sunnudag. Fyrri samningur um útsendingarrétt var útrunninn og lengi leit út fyrir að ekki yrði sýnt beint frá hátíðinni. Eftir að í ljós kom að óvenju mikil Íslandstenging yrði á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár var leitað samninga um sýningu og hefur það nú tekist.
22.04.2021 - 15:03
Íslensk teiknimynd tilnefnd til Óskarsverðlauna
Já-fólkið, teiknimynd Gísla Darra Halldórssonar, er tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Hildur þokast nær Óskarstilnefningu
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, þokaðist í dag nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Bandaríska kvikmyndaakademían, sem veitir verðlaunin, birti í dag stuttlista yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal í flokknum frumsamin tónlist. Tónlist við 170 kvikmyndir kom til álita í þessum flokki en nú hefur tónlistardeild akademíunnar stytt listann rækilega svo aðeins 15 myndir standa eftir, þar á meðal Joker.
Kona fer í stríð framlag Íslands til Óskarsins
Kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2019. Myndin var valin af meðlimum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, í rafrænni kosningu sem lauk í gær.
20.09.2018 - 09:22
Er kvenna-Óskar í aðsigi?
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í nítugasta skiptið í nótt. Sýnt verður beint frá hátíðinni á RÚV en útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 00.15. Sérstakur fókus fjölmiðla er á hátíðinni þetta árið vegna metoo-byltingarinnar.
04.03.2018 - 11:34
Hvað veistu um Óskarinn? Taktu prófið
Óskarsverðlaunin fara fram í nítugasta skiptið sunnudagskvöldið 4. mars. Láttu reyna á gagnslausa þekkingu um stærstu kvikmyndaverðlaunahátíð heims í laufléttu prófi.
02.03.2018 - 10:41
Konur brjóta glerþak Óskarsins
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2018 voru kynntar í dag. Í fyrsta skipti er kona tilnefnd fyrir bestu kvikmyndatöku en einnig sætir tíðindum að Greta Gerwig sé tilnefnd fyrir bestu leikstjórn og hún er þar með fimmta konan í níutíu ára sögu verðlaunanna sem er tilnefnd í þeim flokki. Óskarsverðlaunahátíðin er 4. mars.
Pólitískir vindar blása lífi í Óskarinn
Óskarsverðlaunahátíðin á stórafmæli í ár, en nítugasta hátíðin fer fram í Hollywood 4. mars. Styr hefur staðið um hátíðina síðustu ár og má segja að nýjasti skjálftinn, sjálf metoo-byltingin, hafi blásið nýju lífi í hátíðina en fréttir af kynferðisáreitni áhrifafólks í kvikmyndabransanum kunna að hafa úrslitaáhrif á niðurstöður tilnefninga sem verða kynntar kl. 13:20 í dag. RÚV sýnir beint frá tilnefningunum á RÚV.is.
Kvikmyndabransinn fer í sparifötin
Stærstu verðlaunahátíðir bandaríska kvikmyndabransans eru framundan og marka upphaf „verðlaunatímabilsins“ svokallaða sem stendur fram á vor. Fjölmiðlar um allan heim fylgjast með enda litið svo á að hátíðirnar séu uppgjör á kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu ársins sem er að líða. Nú þegar liggur fyrir hvaða titlar eru sigurstranglegir á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Mega ekki mæta á næstu Óskarsverðlaunahátíðir
Tveir starfsmenn endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers fá ekki að koma á næstu Óskarsverðlaunahátíðir. BBC greinir frá þessu. Þau Brian Cullinan og Martha Ruiz áttu stærstan þátt í mistökum sem urðu við afhendingu verðlauna fyrir bestu myndina á nýliðnum Óskarsverðlaunum. Cheryl Boone Isaacs, formaður bandarísku kvikmyndaakademíunnar, segir 83 ára samstarf við fyrirtækið einnig verða tekið til endurskoðunar. 
02.03.2017 - 02:28
Óskarsverðlaunin 2016
Bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles. Þulur er Andri Freyr Viðarsson og útsending hefst kl. 01.30.
29.02.2016 - 01:00
Mynd með færslu
Óskarinn – Rauði dregillinn
Einstakt tækifæri til að sjá allar helstu stjörnur Hollywood ganga rauða dregilinn áður en Óskarsverðlaunin verða afhent. Útsending hefst kl. 00.05.
28.02.2016 - 23:25
Jóhann að festa sig í sessi með þeim fremstu
„Ég hef mikla trú á því að Jóhann verði áfram nokkuð reglulegur gestur á þessum listum,“ segir Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri Klapptrés um tilnefningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds til Óskarsverðlauna annað árið í röð. Ásgrímur spáir að Leonardo DiCaprio fái óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki, segir gaman að sjá Sylvester Stallone tilnefndan en finnst skammarlega gengið fram hjá myndinni Steve Jobs.
15.01.2016 - 13:05
The Revenant með flestar tilnefningar
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2016. The Revenant fær flestar tilnefningar, alls 12, næst er Mad Max: Fury Road með 10 og The Martian með sjö.
14.01.2016 - 14:42