Færslur: Óskarsverðlaun 2020

Núðlufyrirtæki hagnast á velgengni Sníkjudýra
Það er ekki bara aðstandendur suður-kóresku kvikmyndarinnar Parasite sem hagnast á velgengni hennar. Hlutabréf fyrirtækis sem sérhæfir sig í framleiðslu núðlurétta hefur hækkað verulega í verði frá því að kvikmyndin fékk fern Óskarsverðlaun á sunnudag.
14.02.2020 - 16:18
Menningin
„Líður eins og landsliðinu“
Hildur Guðnadóttir tónskáld segir „æðislegt að finna hvað það kemur mikill stuðningur og ást að heiman.“ Hún segist alltaf hafa látið hjartað ráða för í verkefnavali og býst ekki við að Óskarsverðlaunin breyti því.
Viðtal
Verðlaun Hildar efla íslenska kvikmyndagerð
Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur í Hollywood hafa mikla þýðingu fyrir Hildi sjálfa, konur í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndagerð.
10.02.2020 - 19:08
Þessi rokkuðu rauða dregilinn
Óskarsverðlaunin 2020 munu að öllum líkindum lifa lengi í hugum margra. Hildur Guðnadóttir varð á hátíðinni fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin og suðurkóreska kvikmyndin Parasite varð fyrsta myndin ekki á ensku sem hreppir verðlaunin fyrir bestu mynd.
10.02.2020 - 15:10
Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu
Ofurkonurnar Brie Larson, Gal Gadot og Sigourney Weaver drógu nafn Hildar Guðnadóttur úr umslaginu á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð. „Þetta var magnað augnablik,“ segir Anna Marsibil Clausen sem stödd er í Los Angeles.
Viðtal
Forseti Íslands: „Sigur tónlistarlífs á Íslandi“
„Til hamingju Hildur, til hamingju Ísland. Við hljótum öll að vera stolt af velgengni landa okkar á erlendri grundu. Og Óskarsstyttan er bara síðasta viðbótin í safn margra gripa sem Hildur hefur safnað að sér verðskuldað á síðustu árum og megi henni bara ganga áfram sem allra best,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um Óskarsverðlaunin sem Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt. Forsetinn segir að verðlaunin séu meðal annars áminning um mikilvægi öflugrar tónlistarkennslu.
„Við erum öll að springa úr stolti í dag“
Margir landsmenn vöktu yfir Óskarsverðlaununum í nótt þar sem Hildur Guðnadóttir varð fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Aðrir sjá tíðindin nú í morgunsárið og gleðjast með Hildi. Meðal þeirra er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 
10.02.2020 - 07:49
Óskarinn
Suðurkóreskur sigur og óvænt sneypuför stórmynda
Suðurkóreska kvikmyndin Parasite, eða Sníkjudýr, var ótvíræður og eilítið óvæntur sigurvegari Óskarshátíðarinnar þetta árið og uppskar fern þungavigtarverðlaun. Stórmyndin 1917 fór hins vegar illa út úr Óskarnum og The Irishman enn verr.
10.02.2020 - 07:04
Myndskeið
Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik
Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlistina við Joker, sagði það hafa verið brjálað augnablik þegar hún stóð uppi á sviðinu og sá að hún fékk standandi lófaklapp frá goðsögnum í þessum geira, mönnum eins og John Wiliams. Þegar hún hafi séð þetta hafi þetta orðið hálf yfirþyrmandi. „Alla leiðina upp á sviðið þá hugsaði ég; ég get þetta, ég get þetta.“
Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi Hildi Guðnadóttur hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni í nótt. "Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina," skrifar ráðherrann meðal annars.
10.02.2020 - 04:32
Óskarinn – allar tilnefningar, allir sigurvegarar
Hér fyrir neðan er listi yfir allt og alla sem fengu tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Sigurvegarar verða feitletraðir og undirstrikaðir þegar fyrir liggur hver það er sem hreppir hnossið.
10.02.2020 - 01:23
Hildur í Chanel frá toppi til táar
Hildur Guðnadóttir mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn við Dolbyhöllina í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt. Hildur var með mann sinn, Sam Slater, sér til halds og trausts á dreglinum, og eins og glöggt má sjá fór hann líka í sparigallann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það franska tískuhúsið Chanel sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæða Hildi upp fyrir Óskarinn.
Óskarverðlaunin afhent
Bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, er tilnefnd til verðlauna fyrir frumsamda kvikmyndatónlist. Þulur er Hulda G. Geirsdóttir.
Myndskeið
Verður Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar?
Það verður mikið um dýrðir í Hollywood í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn í Dolby-höllinni í kvöld. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að Hildur Guðnadóttir hljóti þessi eftirsóttu verðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker sem er tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hildur gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun.
09.02.2020 - 13:19
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.
Óþægilegustu augnablikin á Óskarsverðlaununum
Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn næstkomandi sunnudag, 9. febrúar. Hátíðin er uppskeruhátíð Hollywood, gestir klæðast í sitt fínasta púss og fólk heldur mis velheppnaðar ræður. Í sögu Óskarsverðlaunanna er að finna aragrúa af óþægilegum augnablikum sem er í dag kannski hægt að hlægja að...eða kannski ekki.
06.02.2020 - 16:00
Óskarsleikararnir fá tugmilljóna skrautlegar gjafir
Þrátt fyrir að það geti ekki allir farið heim sem sigurvegarar eftir Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles á sunnudag er það síður en svo að hinir fari tómhentir á braut. Allir þeir sem eru tilnefndir til verðlauna í flokkum aðal- og aukaleikara, aðal- og aukaleikkvenna og leikstjóra fá nefnilega gjafapakka að andvirði yfir 30 milljóna króna.
05.02.2020 - 14:32
Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna
Kvikmyndin Joker, í leikstjórn Todd Philips með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu fyrir bestu tónlistina.
Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár fyrir tónlistina í Joker.
Hver verða tilnefnd til Óskarsverðlauna?
Bein útsending frá tilkynningu um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2020. Þá kemur í ljós hvort Hildur Guðnadóttir tónskáld fær tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.
Tilnefningar til Óskarsins kynntar í dag
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2020 verða kynntar í dag klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Þau John Cho og Issa Rae kynna tilnefningarnar sem verða sýndar í beinni á RÚV.is