Færslur: Ósk Vilhjálmsdóttir
Ótrúlegt hvað hægt er að breyta landi mikið
Í vídeóverkinu Land undir fót horfa áhorfendur nánast út úr hjarta myndlistarkonunnar Óskar Vilhjálmsdóttur. Verkið, sem er hluti sýningarinnar Einskismannsland – ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, gefur innsýn í göngu listamannsins í kringum Hálslón. Fáir aðrir hafa farið alla þá leið eftir að lónið kom til sögunnar fyrir rúmum tíu árum.
14.06.2018 - 11:08
Margfalt hálendi og fjallið yfir bænum
Ósk Vilhjálmsdóttir (að austan) og Gunnar Jónsson (að vestan) fóru á slóðir hvors annars til að undibúa sýninguna Hamfarir Austur-Vestur sem nú stendur yfir í Harbinger sýningarrýminu við Freyjugötu í Reykjavík. Samsett hálendi og snjóflóðarvarnargarður sem minnir á hval á þurru landi eru meðal þess sem þar kemur fyrir augu. Umfjöllun Víðsjár um sýninguna má heyra hér fyrir ofan.
30.11.2017 - 12:30