Færslur: Ósk Vilhjálmsdóttir

Ótrúlegt hvað hægt er að breyta landi mikið
Í vídeóverkinu Land undir fót horfa áhorfendur nánast út úr hjarta myndlistarkonunnar Óskar Vilhjálmsdóttur. Verkið, sem er hluti sýningarinnar Einskismannsland – ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, gefur innsýn í göngu listamannsins í kringum Hálslón. Fáir aðrir hafa farið alla þá leið eftir að lónið kom til sögunnar fyrir rúmum tíu árum.
Margfalt hálendi og fjallið yfir bænum
Ósk Vilhjálmsdóttir (að austan) og Gunnar Jónsson (að vestan) fóru á slóðir hvors annars til að undibúa sýninguna Hamfarir Austur-Vestur sem nú stendur yfir í Harbinger sýningarrýminu við Freyjugötu í Reykjavík. Samsett hálendi og snjóflóðarvarnargarður sem minnir á hval á þurru landi eru meðal þess sem þar kemur fyrir augu. Umfjöllun Víðsjár um sýninguna má heyra hér fyrir ofan.
30.11.2017 - 12:30