Færslur: ÖSE

Sjónvarpsfrétt
Leit að úkraínsku vændi og klámi jókst við innrás Rússa
Leit að úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sérfræðingur hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir mikinn fjölda karlmanna reyna að nýta sér neyð úkraínskra kvenna á flótta og til þess noti þeir helst netið.
Starfsmaður ÖSE féll í stórskotahríð á Kharkiv
Starfsmaður Úkraínuskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, lést í stórskota- og eldflaugaárásum Rússa á Kharkiv í austanverðri Úkraínu, næst stærstu borg landsins, þar sem hún var að sækja vistir fyrir fjölskyldu sína. „Maryna Fenina, úkraínskur meðlimur eftirlitssveitar ÖSE í Úkraínu, dó í stórskotahríð á Kharkiv,“ á þriðjudag, segir í tilkynningu frá ÖSE, „í borg, sem er orðin að vígvelli.“
03.03.2022 - 02:48
Minsk-samkomulagið endanlega úr sögunni
Með viðurkenningu Rússa á sjálfstæði Alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk í austanverðri Úkraínu og ákvörðun Rússlandsforseta um að senda þangað rússneskt herlið undir yfirskini friðargæslu er hið brothætta vopnahléssamkomulag frá 2015, sem kennt er við Minsk, í raun endanlega úr sögunni, segja stjórnvöld í Úkraínu og vestrænir stjórnmálaskýrendur.
22.02.2022 - 04:15
Kalla eftir tafarlausu vopnahléi og fundi hjá ÖSE
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, kallaði eftir tafarlausu vopnahléi í austurhéruðum landsins í dag. Skærum, skotbardögum, sprengjuskotum og öðrum brotum á vopnahléssamkomulagi Úkraínu og aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk í austanverðri Úkraínu hefur fjölgað mjög á síðustu dögum. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, töldu um 1.500 slík brot á föstudag, fleiri en nokkru sinni á einum degi það sem af er ári.
21.02.2022 - 02:30
Viðræður Rússa og Bandaríkjamanna hefjast í Genf í dag
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hefja í dag viðræður um stöðu og þróun mála í Úkraínudeilunni. Viðræðurnar fara fram í Genf í Sviss og eiga að standa í viku. Á þeim tíma munu Rússar einnig ræða við fulltrúa Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Fulltrúar bæði Rússa og Bandaríkjamanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekkert gefa eftir af kröfum sínum í viðræðunum.
09.01.2022 - 05:26
Fundað um Úkraínu og öryggismál í Evrópu
Sendinefndir Rússlands og Bandaríkjanna ætla að hittast í Sviss í næsta mánuði til að ræða málefni Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Spenna hefur vaxið í álfunni síðustu mánuði, einkum eftir að fjölmennt rússneskt herlið kom sér fyrir við austurlandamæri Úkraínu.
28.12.2021 - 16:04
Vilja að ÖSE fylgist með þingkosningum út af Samherja
Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, um að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit hér á landi í alþingiskosningunum í haust. Flokkurinn lýsir yfir áhyggjum af afskiptum Samherja af fjölmiðlum og prófkjörsmálum.
26.05.2021 - 13:44
Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Viðtal
Dapurlegt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar segir erfitt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna í ÖSE til að takast á við vandamál af því tagi sem urðu til þess að hún lætur af störfum á morgun. Þrjú ríki, Aserbaídsjan, Tadsíkistan og Tyrkland snerust gegn henni og þremur öðrum starfsmönnum. 
17.07.2020 - 10:06
Myndskeið
16 fallnir í átökum um yfirráð yfir Nagorno Karabakh
Sextán hafa fallið í átökum Armena og Asera í vikunni. Óttast er að upp úr sjóði í áratuga deilu ríkjanna um héraðið Nagorno Karabakh. Hernaðarátök brutust út á sunnudag og eru ellefu hermenn Asera, fjórir hermenn Armena og einn óbreyttur borgari fallnir.
16.07.2020 - 19:40
Segir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar vera aðför að ÖSE
Utanríkisráðherra segir það áhyggjuefni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forstjórar hjá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, láti af störfum eftir að nokkur aðildarríki lögðust gegn því að þau fengju að starfa áfram.
13.07.2020 - 18:37
Fóru gegn Ingibjörgu Sólrúnu sem hættir hjá ÖSE
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki áfram forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Hún hefur gegnt starfinu í þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram.
13.07.2020 - 16:00
Viðurlög við brotum á siðareglum víðast harðari en hér
Viðurlög við broti á siðareglum þingmanna eru harðari í flestum öðrum löndum og felast til að mynda í útilokun frá formennsku í nefndum eða fjársekt. Sérfræðingur ÖSE segir mikilvægt að nýta reynsluna úr Klausturmálinu til þess að endurskilgreina siðferðisgildi þingmanna.
03.02.2020 - 18:15
Viðtal
Bakslag í lýðræðisþróun, jafnvel í Evrópu
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því bakslagi sem er að verða í þróun lýðræðis, jafnvel innan Evrópu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún fer núna fyrir þeirri deild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem sér um kosningaeftirlit og fylgist með stöðu mannréttinda í aðildarríkjum ÖSE. Ingibjörg segir ljóst að víða, þar á meðal í aðildarríkjum ÖSE, sé verið að grafa undan mikilvægum stofnunum lýðræðisríkja; dómskerfinu og fjölmiðlum,
28.01.2019 - 19:35
Rússar ruku út af þingi ÖSE
Rússneskir þingmenn, sem sátu þing Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Berlín í dag, voru ósáttir við að tvær ályktanir um mannréttindabrot í Rússlandi væru samþykktar. Eftir atkvæðagreiðslu var ljóst að meirihlutinn væri ekki á þeirra bandi og þá yfirgáfu þeir allir þingið.
11.07.2018 - 15:57
Sjálfstæðismenn kvörtuðu yfir fjölmiðlum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu yfir hlutdrægni fjölmiðla á fundi með kosningaeftirlitsmönnum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust. Þetta kemur fram í skýrslu kosningaeftirlitsmannanna sem birt var í dag.
02.03.2018 - 19:12
ÖSE vill hert viðurlög við undirskriftafalsi
Herða ætti lög og reglur um falskar undirskriftir á meðmælendalistum stjórnmálaflokka til að tryggja að slíkt hafi afleiðingar fyrir flokkana. Þetta er mat Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem skilaði í dag skýrslu sinni um kosningaeftirlitið sem sendinefnd stofnunarinnar hélt úti hér á landi fyrir þingkosningarnar í haust.
02.03.2018 - 15:16
Fréttaskýring
Átökin í Úkraínu að magnast
Ekkert lát er á átökum uppreisnarmanna og stjórnarhers Úkraínu í austurhluta landsins, segir Alexander Hug, næstráðandi ÖSE, Öryggis- og Samvinnustofnunar Evrópu, sem stýrir eftirlitsverkefni ÖSE í Úkraínu. Í fyrra voru skráð 400.000 brot á skilmálum vopnahlés, sem ítrekað hefur verið samið um milli stríðandi fylkinga. Meira en tíu þúsund óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum átökum síðan þau hófust, vorið 2014. Eftirlitsfólki er ítrekað ógnað og ferðafrelsi þeirra er heft.
16.02.2018 - 11:39
Erlent · Úkraína · ÖSE