Færslur: Öryrkjar

„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Spegillinn
Örorkubætur þyrftu að vera 400 þúsund
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að öryrkjar hafi gleymst við gerð kjarasamninga. Hún vill að samningar verði ekki kláraðir fyrr en kjör öryrkja hafa verið skoðuð. Hún telur æskilegt að örorkubætur hækki í 400 þúsund krónur á mánuði.
19.05.2020 - 17:08
 · Innlent · Öryrkjar · ASÍ · BSRB · BHM · Kennarasamband Íslands
Ólíðandi að láta hjálparsamtök um að brauðfæða öryrkja
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að það sé ekki ásættanleg staða í íslensku samfélagi að stjórnvöld varpi ábyrgðinni af því að brauðfæða fatlað og langveikt fólk yfir á hjálparsamtök. Hækka þurfi lífeyrinn til að tryggja öryrkjum mannsæmandi líf.
Fólk verður að geta unnið þegar heilsan leyfir
Kona sem varð öryrki 53 ára gagnrýni skort á úrræðum. Þá þurfi vinnumarkaðurinn að verða sveigjanlegri þannig að fólk fái að vinna eins og það hafi getu til. Hún segir það hafa breytt lífi sínu að fá afleysingastarf á Veðurstofunni: „Ég get bara labbað héðan út og sagt: Ég er farin í vinnuna alveg eins og allir hinir,“ segir Hördís Hjörleifsdóttir.
26.09.2019 - 23:06
Konum yfir fimmtugu fjölgar í hópi öryrkja
Öryrkjum hefur fjölgað og eru konur yfir fimmtugu stærsti hluti fjölgunarinnar. Félagsfræðingur segir að skoða verði hvað það er í samfélagsgerðinni sem veldur örorku hjá konum. 
ÖBÍ höfðar mál vegna fyrningarreglna bóta
Tryggingastofnun hefur þegar greidd um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreikninga á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár.
16.09.2019 - 17:00
Myndskeið
Ekki til meira fé til að bæta kjör öryrkja
Félagsmálaráðherra segir að ekki sé til meira fé til að bæta kjör öryrkja en raun ber vitni. Talsmaður Öryrkjabandalagsins segir að nýtt frumvarp ráðherra hafi lítil áhrif, þótt öðru sé haldið fram af ráðuneytinu.
03.06.2019 - 19:56
Skerðing fer úr krónu í 65 aura á móti krónu
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þar sem dregið er úr tekjutengdri skerðingu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að hún nemi sextíu og fimm aurum á móti hverri krónu sem líferyisþegar afla sér í stað krónu á móti krónu eins og nú er raunin. Einnig er kveðið á um að þessar skerðingar skuli gerðar upp mánaðarlega, í stað þess að senda fólki bakreikning fyrir heilt ár í árslok.
Öryrkjar gætu þurft að bíða lengi
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að það eigi að leiðrétta strax skertar bætur til öryrkja sem hafa búið í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er útlit fyrir að bæturnar verði ekki greiddar fyrr en seint á næsta ári.
02.05.2019 - 17:05
Enginn skrifar undir skýrsluna
Lagt er til að starfsemi Vinnumálastofnunar verði styrkt verulega verði tillögur samstarfshóps um breytt framfærslukerfi öryrkja að veruleika. Félagsmálaráðherra fær óundirritaða skýrslu í hendur eftir páska. Enginn nefndarmanna skrifar undir eftir að bæði fulltrúi Öryrkjabandalagsins og Alþýðusambandsins neitaðu að skrifa undir.
15.04.2019 - 17:00
 · Innlent · Öryrkjar
Aðgerðaáætlun TR send til ráðuneytis
Tryggingastofnun hefur sent félagsmálaráðuneyti aðgerðaáætlun vegna endurgreiðslu sem er til komin vegna skerðingar á bótagreiðslum vegna búsetu í öðrum löndum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
15.02.2019 - 13:32
Tryggingastofnun biður Jóhönnu afsökunar
Tryggingastofnun hefur beðist velvirðingar á því að hafa í tölvupósti krafið Jóhönnu Þorsteinsdóttur um endurgreiðslu vegna þess að hún hafi fengið ofgreitt frá stofnunni. Það var vegna máls hennar, en nú stendur til að endurgreiða öryrkjum rúmlega tvo milljarða króna fjögur ár aftur í tímann. Allt bendir til þess að Jóhanna eigi inni hjá stofnuninni en sé alls ekki í skuld við hana.
13.02.2019 - 17:00
Öryrkjar gætu þurft að bíða í 8 mánuði
Öryrkjar gætu þurft að bíða í allt að átta mánuði eftir endurgreiðslum frá Tryggingastofnun vegna skerðingar á búsetuhlutfalli. Félagsmálaráðherra segir að áður en hægt verður að endurgreiða verði að athuga hvort öryrkjar hafi fengið bætur frá öðum löndum. Það geti tekið allt að átta mánuði að fá svör um það frá systurstofnunum Tryggingastofnunar annars staðar á Norðurlöndunum.
24.01.2019 - 16:30
Hlutastörf öryrkja eiga að skila sér í vasann
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að lífeyrir öryrkja eigi að miðast við lágmarkslaun og hann eigi að duga fyrir framfærslu. Laun fyrir hlutastörf þeirra eigi að skila sér í vasann.
05.11.2018 - 16:30
Átta þúsund á lista um bætt kjör aldraðra
Tæplega átta þúsund skrifuðu undir áskorun um bætt kjör aldraðra og öryrkja, sem var afhent forseta Alþingis í dag. Ábyrgðarmaður undirskriftalistans segir að baráttan sé rétt að byrja. 
12.10.2018 - 19:02
Ríkisstjórnir gleymi öryrkjum eftir kosningar
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segir gleymsku hrjá ríkisstjórnarflokkana og líka fyrri ríkisstjórnir. Þeir gleymi öryrkjum um leið og kosningar séu afstaðnar og þar að auki séu hækkanir til öryrkja aldrei afturvirkar. Gleymskan sé alvarleg og tilefni sé til að senda ríkisstjórnina á minnisnámskeið.
06.06.2018 - 14:55
Öryrkjum fjölgar um á annað þúsund á ári
Páll Magnússon, formaður allsherjarnefndar Alþingis, lýsti áhyggjum á Alþingi í dag af fjölgun öryrkja hér á landi samkvæmt upplýsingum sem fjárlaganefnd hafi fengið á dögunum.
21.03.2018 - 18:30
Tannlæknakostnaður lífeyrisþega til skoðunar
Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega hefur verið óbreytt frá árinu 2004 og endurspeglar því á engan hátt raunverulegan tannlækniskostnað þeirra sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra 1. apríl næstkomandi.
Telja hækkun örorkulífeyris of litla
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp næsta árs. Bandalagið hefur skorað á Alþingi að gera strax breytingar á því og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega. 4,7 prósenta hækkun á næsta ári sé ekki nóg.
Viðtal
Hlutskipti margra að lifa af 200.000 krónum
Það er merkilegt að öryrkjar þurfi sérstakan samning til að fá mannréttindum sínum framfylgt. Þetta segir nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Hún ætlar að beita sér fyrir lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og samings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
23.10.2017 - 08:18
Synjunarhlutfall tífaldaðist skyndilega
Hlutfall þeirra sem er synjað um örorkulífeyri hefur skyndilega tífaldast, í fyrra var það 0,6% en það sem af er þessu ári er það 5%. Lagabreytingar skýra þetta ekki og enn er stuðst við örorkumatið frá 1999. Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun segir að stofnunin hafi hert verklag. Fjölgun öryrkja hafi líklega spilað þar inn í. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, segir hækkun synjunarhlutfalls ekki koma á óvart.
01.09.2017 - 19:15
„Innbyggður hvati í hátt örorkumat“
Stjórnvöld stefna að því að innleiða starfsgetumat í stað örorkumats og hafa gert árum saman. Nefndir hafa þaulrætt það en öryrkjar benda á að ekki liggur enn nákvæmlega fyrir hvað felst í hugtakinu. Spegillinn ræddi matið við Þorstein Víglundsson, félagsmálaráðherra, sem nýlega setti á fót enn eina nefndina, og Eygló Harðardóttur, forvera hans í starfi, sem síðastliðið haust hvarf frá áformum um að reyna að lögfesta tilraunaverkefni um starfsgetumat.
Stjórn ÖBÍ fundar um greiðslu til formannsins
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur setið á fundi síðdegis, meðal annars til að ræða greiðslu sem formaðurinn, Ellen Calmon, fékk frá bandalaginu í september síðastliðnum.
22.05.2017 - 18:12
Ákall til almennings – magnþrungin ræða
„Þetta var ákall til almennings. Að vekja athygli á stöðu okkar og kalla eftir stuðningi,“ segir Hjördís Heiða Ásmundsdóttir sem hélt magnþrungna ræðu á fimmtudag þar sem kjörum öryrkja og eldri borgara var mótmælt. Hún segist hafa brotnað niður þegar fáir sýndu mótmælunum áhuga eftir marga vikna vinnu og skipulagningu. Ræðu Hjördísar má sjá hér að ofan.
05.03.2016 - 15:12
Vonar að ráðherra hafi gert mistök
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fagnar því að ráðist hafi verið í endurskoðun á húsnæðiskerfinu en gerir ýmsar athugasemdir við frumvörp Eyglóar Harðardóttur um húsnæðisbætur og almennar íbúðir. Húsnæðisbætur lífeyrisþega með börn koma til með að skerðast á þessu ári, nái frumvarpið óbreytt fram að ganga.