Færslur: Öryrkjabandalag Íslands

Ekki nokkur leið að lifa af 220.000 krónum á mánuði
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands styður kröfur verkalýðshreyfingarinnar um hærri atvinnuleysisbætur en harmar á sama tíma að kjör öryrkja séu ekki bætt, samkvæmt ályktun stjórnar bandalagsins á fimmtudag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir öryrkja mæta sinnuleysi hjá stjórnvöldum, örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum.
myndskeið
Guðni segir að aðgengi eigi að trompa útlitið
Forseti Íslands tók í morgun í notkun tvær nýjar lyftur til þess að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að Bessastöðum.
01.09.2020 - 22:25
Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir öryrkja
„Enn á ný hlutgerist sú staðreynd að fatlað og langveikt fólk er ekki til í huga stjórnvalda,” segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. 
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Verður til þess að fólk hættir að fara í sjúkraþjálfun
Full greiðsla fyrir sjúkraþjálfun kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Mörgum fötluðum sé það illgerlegt að fara með reikninga fyrir sjúkraþjálfun í Sjúkratryggingar og óska eftir endurgreiðslu. Viðbúið sé að margir öryrkjar hætti að sækja sér heilbrigðisþjónustu, eins og sjúkraþjálfun og heimsóknir til sérfræðilækna sem margir hverjir taki aukagjald sem ekki sé niðurgreitt af ríki.
Konum yfir fimmtugu fjölgar í hópi öryrkja
Öryrkjum hefur fjölgað og eru konur yfir fimmtugu stærsti hluti fjölgunarinnar. Félagsfræðingur segir að skoða verði hvað það er í samfélagsgerðinni sem veldur örorku hjá konum. 
Ráðherra segist ekki geta mætt kröfum öryrkja
Félagsmálaráðherra segir ákveðinn lagaramma koma í veg fyrir að ríkið geti mætt kröfum þeirra öryrkja sem greiddu bakreikninga vegna dráttarvaxta. Búið er að bregðast við erindi Öryrkjabandalagsins, en ekki sé hægt að verða við kröfum þeirra að svo stöddu.
24.09.2019 - 21:30
Hænuskref í rétta átt, segir formaður ÖBÍ
Ný lagabreyting dregur úr skerðingu bóta þeirra öryrkja sem hafa aðrar tekjur. Breytingin er afturvirk og þeir sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greidda fyrstu átta mánuði ársins í lok ágúst. „Hænuskref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
„Gátu þau ekki allavega farið niður í helming“
Draga á úr krónu á móti krónu skerðingu í 65 aura á móti krónu. Félagsmálaráðherra á að mæla fyrir frumvarpi þess efnis í dag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir þetta ekki nóg.
03.06.2019 - 11:33
Skerðing fer úr krónu í 65 aura á móti krónu
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þar sem dregið er úr tekjutengdri skerðingu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að hún nemi sextíu og fimm aurum á móti hverri krónu sem líferyisþegar afla sér í stað krónu á móti krónu eins og nú er raunin. Einnig er kveðið á um að þessar skerðingar skuli gerðar upp mánaðarlega, í stað þess að senda fólki bakreikning fyrir heilt ár í árslok.
Öryrkjar gætu þurft að bíða lengi
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að það eigi að leiðrétta strax skertar bætur til öryrkja sem hafa búið í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er útlit fyrir að bæturnar verði ekki greiddar fyrr en seint á næsta ári.
02.05.2019 - 17:05
Öryrkjar gætu þurft að bíða í 8 mánuði
Öryrkjar gætu þurft að bíða í allt að átta mánuði eftir endurgreiðslum frá Tryggingastofnun vegna skerðingar á búsetuhlutfalli. Félagsmálaráðherra segir að áður en hægt verður að endurgreiða verði að athuga hvort öryrkjar hafi fengið bætur frá öðum löndum. Það geti tekið allt að átta mánuði að fá svör um það frá systurstofnunum Tryggingastofnunar annars staðar á Norðurlöndunum.
24.01.2019 - 16:30
Jóhanna hratt skriðunni af stað
Tryggingastofnun stefnir á að ákvörðun um endurgreiðslur til öryrkja, sem hafa ekki fengið fullar bætur vegna skerðingar á búsetuhlutfalli, liggi fyrir í lok janúar. Stofnunin hefur unnið að lausn málsins í samvinnu við velferðarráðuneytið allt frá því í júní í fyrra þegar umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að reiknireglur TR ættu sér ekki viðhlítandi stoð í lögum.
08.01.2019 - 11:30
Breytt kerfi, engar bætur frá Dönum
Þó að EES-samningurinn kveði á um að öryrkjar sem flytja milli landa eigi ekki að tapa áunnum réttindum greiða Danir öryrkjum undir fertugu ekki örorkulífeyri. Sérfræðingur á Tryggingastofnun segir að miklar breytingar hafi orðið á almannatryggingalögum í Evrópu á síðustu árum.
15.11.2018 - 16:57
Skertar bætur fram á grafarbakka
Öryrkjar sem hafa búið í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins fá mun hærra hlutfall örorkulífeyris á Íslandi en þeir sem hafa búið í öðrum EES-löndum. Þeir sem fá skertar bætur á unga aldri vegna búsetu í útlöndum sitja uppi með skerðinguna ævilangt.
13.11.2018 - 17:30
Færri hljóta örorku vegna stoðkerfissjúkdóma
Færri hafa hlotið örorku vegna stoðkerfissjúkdóma það sem af er þessu ári en undanfarin ár. Formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, telur að þróunina megi rekja til þess að nú þarf fólk að greiða minna fyrir tíma hjá sjúkraþjálfara.
Hlutastörf öryrkja eiga að skila sér í vasann
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að lífeyrir öryrkja eigi að miðast við lágmarkslaun og hann eigi að duga fyrir framfærslu. Laun fyrir hlutastörf þeirra eigi að skila sér í vasann.
05.11.2018 - 16:30
Breytingar á bótakerfinu í bígerð
Formaður Öryrkjabandalagsins er ánægður með að félagsmálaráðherra hafi skipað samráðshóp um að einfalda almannatryggingakerfið og efla atvinnuþátttöku öryrkja. Vinnumarkaðurinn sé þó ekki tilbúinn til að taka á móti fólki með skerta starfsgetu og lykilatriði sé að afnema krónu á móti krónu skerðinguna.
21.04.2018 - 12:11
Telja hækkun örorkulífeyris of litla
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp næsta árs. Bandalagið hefur skorað á Alþingi að gera strax breytingar á því og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega. 4,7 prósenta hækkun á næsta ári sé ekki nóg.