Færslur: Öryrkjabandalag Íslands

„Þetta var virkilega vel gert"
Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld sem þýðir meðal annars að eingreiðsla til öryrkja uppá rúmar 50 þúsund krónur verður greidd út. Formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir samstöðuna á þingi sýna að fólk hafi skilning á þörfinni. 
ÖBÍ segja greiðsluþakið hálfgerðan blekkingarleik
Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda. 
Á undan áætlun við að rampa upp Reykjavík
Átakið Römpum upp Reykjavík gengur hraðar en áætlað var. Stefnt var að því að setja upp aðgengisrampa við hundrað fyrirtæki í miðborginni fyrir 10. mars á næsta ári. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hvatamaður verkefnisins og helsti stuðningsaðili þess, greinir frá því í færslu á Twitter að búið sé að setja upp hundrað rampa og að kostnaður við þá sé töluvert undir áætlun.
Segir brýnt að hækka framfærslu og draga úr skerðingum
„Mann langar til að búa við góðar aðstæður,“ segir fötluð einstæð móðir. Ný rannsókn á fjárhagsstöðu fatlaðs fólks var kynnt í dag, formaður Öryrkjabandalagsins segir stöðuna slæma og bregðast verði við henni.
13.09.2021 - 19:32
Fæstir ná endum saman og þurfa að neita sér um margt
80% fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 60% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og meira en einn af hverjum tíu þiggur mataraðstoð frá hjálparsamtökum. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri þar sem 90% eiga erfitt með að ná endum saman og hátt í helmingur þeirra getur ekki gefið börnum sínum næringarríkan mat. 
13.09.2021 - 14:34
Óheimilt að binda NPA-samning við fjárframlag ríkisins
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbæ væri óheimilt að binda samning um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjárframlag frá ríkinu. Bænum er gert að greiða fötluðum manni fébætur og miskabætur vegna málsins auk þess sem framferðið í garð hans er metið saknæmt.
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga. 
Margir hætti að leita læknis ef milligöngu verður hætt
Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis. „Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Myndskeið
„Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir fatlað fólk“
Nýtt álit Umboðsmanns Alþingis gerir mörg hundruð fötluðum einstaklingum kleift að sækja um styrk fyrir hjálpartækjum. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Maður sem lengi hefur viljað kaupa hjálpartæki ætlar að sækja um styrk strax í næstu viku.
Hvatningarverðlaun ÖBÍ veitt í fjórtánda sinn
Sunna Dögg Ágústsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga þegar þau voru veitt í fyrradag, á Alþjóðadegi fatlaðs fólks. Sunna er ötull talsmaður ungs fólks með þroskahömlun og hefur vakið athygli á því að fatlað fólk sé útsettara fyrir því að verða fyrir áreiti á Netinu.
Örorkulífeyrir enn langt undir lágmarkslaunum
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag, og snúa að öryrkjum, vera skref í rétta átt en alls ekki nóg. Enn þyrfti örorkulífeyrir að hækka um fjórðung til að verða jafn hár lágmarkslaunum.
„Stefna stjórnvalda er enn að svelta fatlað fólk“
„Núverandi stefna stjórnvalda er enn að svelta fatlað fólk til hlýðni. Það er gert með því að skammta nógu naumt fjármagn. Tölum bara hreint út, fatlað fólk er svelt til hlýðni þegar örorkulífeyrir er svo naumt skammtaður að hann dugir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og húsaskjóli, mat og lyfjum, nema fram yfir miðjan mánuð, þegar búið er að velta hverri krónu margsinnis fyrir sér,“ segir Þuríður Harpa Sigurðdardóttir, formaður ÖBÍ, í fréttatilkynningu um starfsemi Arnarholts.
Telja tölur ráðherra villandi til að halla á öryrkja
Öryrkjabandalag Íslands telur að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi sett fram villandi tölur í minnisblaði sem hann lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær.
28.10.2020 - 18:21
Bjarni svarar ÖBÍ en viðrar áhyggjur af stöðunni
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist skilja ákall Öryrkjabandalags Íslands um að hækka bætur. Hann segir auglýsingaherferð bandalagsins þó missa marks.
28.10.2020 - 15:06
„Áfram ríkir sú helstefna að halda fólki í fátækt“
Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar ríkir áfram sú helstefna að halda fólki í fátækt. Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hún óttast að biðraðir hjá hjálparsamtökum eigi eftir að lengjast.
Ekki nokkur leið að lifa af 220.000 krónum á mánuði
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands styður kröfur verkalýðshreyfingarinnar um hærri atvinnuleysisbætur en harmar á sama tíma að kjör öryrkja séu ekki bætt, samkvæmt ályktun stjórnar bandalagsins á fimmtudag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir öryrkja mæta sinnuleysi hjá stjórnvöldum, örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum.
myndskeið
Guðni segir að aðgengi eigi að trompa útlitið
Forseti Íslands tók í morgun í notkun tvær nýjar lyftur til þess að greiða aðgengi hreyfihamlaðra að Bessastöðum.
01.09.2020 - 22:25
Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir öryrkja
„Enn á ný hlutgerist sú staðreynd að fatlað og langveikt fólk er ekki til í huga stjórnvalda,” segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, vegna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. 
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Verður til þess að fólk hættir að fara í sjúkraþjálfun
Full greiðsla fyrir sjúkraþjálfun kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Mörgum fötluðum sé það illgerlegt að fara með reikninga fyrir sjúkraþjálfun í Sjúkratryggingar og óska eftir endurgreiðslu. Viðbúið sé að margir öryrkjar hætti að sækja sér heilbrigðisþjónustu, eins og sjúkraþjálfun og heimsóknir til sérfræðilækna sem margir hverjir taki aukagjald sem ekki sé niðurgreitt af ríki.
Konum yfir fimmtugu fjölgar í hópi öryrkja
Öryrkjum hefur fjölgað og eru konur yfir fimmtugu stærsti hluti fjölgunarinnar. Félagsfræðingur segir að skoða verði hvað það er í samfélagsgerðinni sem veldur örorku hjá konum. 
Ráðherra segist ekki geta mætt kröfum öryrkja
Félagsmálaráðherra segir ákveðinn lagaramma koma í veg fyrir að ríkið geti mætt kröfum þeirra öryrkja sem greiddu bakreikninga vegna dráttarvaxta. Búið er að bregðast við erindi Öryrkjabandalagsins, en ekki sé hægt að verða við kröfum þeirra að svo stöddu.
24.09.2019 - 21:30
Hænuskref í rétta átt, segir formaður ÖBÍ
Ný lagabreyting dregur úr skerðingu bóta þeirra öryrkja sem hafa aðrar tekjur. Breytingin er afturvirk og þeir sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greidda fyrstu átta mánuði ársins í lok ágúst. „Hænuskref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
„Gátu þau ekki allavega farið niður í helming“
Draga á úr krónu á móti krónu skerðingu í 65 aura á móti krónu. Félagsmálaráðherra á að mæla fyrir frumvarpi þess efnis í dag. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir þetta ekki nóg.
03.06.2019 - 11:33