Færslur: Öryggisráð sameinuðu þjóðanna

Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
Öryggisráðið fundar um Úkraínu á mánudag
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar á mánudag, þar sem mannúðaraðstæður almennings í Úkraínu verða til umfjöllunar. Fyrri hluti fundarins verður opinn öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Síðan halda fulltrúar þeirra 15 ríkja sem eiga sæti í Öryggisráðinu áfram viðræðum um mögulega ályktun ráðsins vegna ástandins í Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið. AFP fréttastofan hefur þetta eftir ónefndum erindreka hjá Sameinuðu þjóðunum.
Kallar eftir neyðarfundi í Öryggisráðinu
Boris Johnson, forsætirsráðherra Bretlands, kallar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna skothríðar Rússneskra skriðdrekasveita á stærsta kjarnorkuver Úkraínu og Evrópu allrar í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans í Downingstræti 10. Johnson sakar Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að stofna álfunni allri í hættu með árásinni á kjarnorkuverið.
Bolsonaro lýsir yfir hlutleysi Brasilíu
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu lýsti í gær yfir hlutleysi gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Bolsonoro heimsótti Vladimír Pútín Rússlandsforseta 16. febrúar síðastliðinn meðan mikil spenna var í Úkraínudeilunni.
Vefmyndavél
Bein útsending af Maidan torgi í Kænugarði
Sprengjudrunur heyrast víða um Kænugarð og bardagar geisa um helstu borgir Úkraínu. Stórskotaliðsárásir standa nú yfir, sprengja sprakk á Maidan-torgi í nótt og fjöldi sprenginga hefur heyrst í Troieshchyna-hverfinu.
Pútín boðar til hernaðaraðgerða í Úkraínu
Innrás rússneska hersins í Úkraínu er hafin. Vladímír Pútín forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum í tveimur héruðum í austurhluta Úkraínu. Forsetinn lýsti þessu yfir í sjónvarpsávarpi skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt, skömmu eftir að neyðarfundur hófst í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna Úkraínudeilunnar.
Fordæma framkomu rússneskra málaliða
Frakkar og Bandaríkjamenn fullyrtu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að rússneska málaliðaþjónustan Wagner bæri ábyrgð á dauða tuga almennra borgara í Mið-Afríkulýðveldinu. Rússnesk yfirvöld segjast ekkert hafa með málaliðana að gera.
Úkraínudeilan rædd á opnum neyðarfundi Öryggisráðsins
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að allt tal um að rússneskar hersveitir sem senda á til Austur-Úkraínu eigi að gegna hlutverki friðargæsluliðs sé þvættingur. Úkraínumenn segja ekkert fá haggað landamærum Úkraínu og sendiherra Rússa segir Rússlandsstjórn enn reiðubúna til viðræðna. Vesturlönd taka undir með Bandaríkjamönnum en Kínverjar hvetja til stillingar.
Rússneskar hersveitir til Úkraínu - Öryggisráðið fundar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað til neyðarfundar í nótt vegna framvindu mála í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf í kvöld út tilskipun um að senda rússneskar hersveitir til austurhéraða Úkraínu, Donetsk og Luhansk, þar sem hann ætlar þeim að gegna hlutverki friðargæsluliðs í þeim hluta héraðanna tveggja sem eru á valdi aðskilnaðarsinna, sem hliðhollir eru Rússum.
Segja eldflaugaáætlun N-Kóreu fjármagnaða með netglæpum
Norður-Kóreumenn héldu áfram að vinna að kjarnorku- og eldflaugaáætlunum sínum í fyrra þrátt fyrir viðskiptaþvinganir, refsiaðgerðir og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að knýja þá til að hætta því. Þessa iðju fjármögnuðu þeir meðal annars með tölvuglæpum. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem afhent var fjölmiðlum í gær.
Öryggisráðið ræðir Úkraínudeiluna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman síðar í dag til að ræða Úkraínudeiluna. Fundurinn er haldinn að ósk Bandaríkjamanna. Linda Thomas-Greenfield sendiherra segir að á fundinum gefist Rússum tækifæri til að útskýra gerðir sínar að undanförnu, en þeim verði ekki gefinn kostur á að afvegaleiða aðra fulltrúa ráðsins með áróðri.
Bandaríkjaforseti ítrekar stuðning við Úkraínu
Joe Biden Bandaríkjaforseti heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi í ágreiningi við Rússa. Þetta kom fram í símtali Bidens til Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í dag. Bandaríkin hafa farið fram á fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudag.
Vilja annan fund í Öryggisráðinu vegna Norður Kóreu
Bandaríkjastjórn fer fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til fundar sem fyrst til að ræða stöðu mála í Norður-Kóreu og eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna upp á síðkastið. Bretar, Frakkar, Mexíkóar og Albanir taka undir þessa beiðni Bandaríkjamanna.
Sjö mótmælendur drepnir í Súdan
Öryggissveitir hers og lögreglu í Súdan drápu sjö mótmælendur í dag þegar þúsundir söfnuðust saman í nokkrum borgum til að mótmæla valdaráni hersins í október. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til landsins til að aðstoða við að finna lausn á upplausninni í stjórnmálum landsins.
Enn skjóta Norður-Kóreumenn upp ofurhljóðfrárri flaug
Norður-Kóreumenn skutu ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft í gærkvöld. Það er í annað sinn á innan við viku sem slíkri flaug er skotið á loft þaðan. Þarlend stjórnvöld segja vel hafa tekist til.
Öryggisráðið fordæmir fjöldamorð í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir fjöldamorð sem framin voru á almennum borgurum í Mjanmar á aðfangadag.
Stöðvuðu ályktun um loftslagsbreytingar og átök
Rússar beittu í gær neitunarvaldi til að stöðva ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem loftslagsbreytingar eru settar í samhengi við hættu á stríðsátökum í heiminum. Mikill meirihluti ríkja í Öryggisráðinu hafði þá lýst stuðningi sínum við ályktunina.
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
Vaxandi áhyggjur af harðnandi átökum í Eþíópíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag „þungum áhyggjum af vaxandi og harðnandi hernaðarátökum“ í Eþíópíu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Öryggisráðið sendi frá sér eftir fundarhöld í dag, föstudag. Bandaríska sendiráðið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa landið „eins fljótt og auðið er,“ vegna yfirvofandi hættu á að sameiginlegur herafli níu uppreisnarhreyfinga ráðist inn í höfuðborgina. Sænsk og norsk stjórnvöld hvetja sína borgara til hins sama.
Rússland og Kína
Vilja aflétta refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu
Rússar og Kínverjar knýja á um að refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu verði aflétt hið fyrsta og hafa lagt drög að ályktun þessa efnis fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að auka lífsgæði norður-kóresku þjóðarinnar, sem hefur búið við mikinn og langvarandi skort árum saman.
Bandaríkjastjórn fordæmir valdatöku hersins í Súdan
Bandaríkjastjórn fordæmir valdarán Súdanhers harðlega og krefst þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju. Jafnframt er þess krafist að forsætisráðherra landsins verði umsvifalaust leystur úr haldi.
Opinber samskipti Kóreuríkjanna hófust á ný í morgun
Kóreuríkin tvö tóku upp samskipti að nýju í morgun eftir að þeim var slitið í ágústmánuði síðastliðnum. Fulltrúar beggja ríkja eru vongóðir um að það leiði af sér frekari viðræður og möguleika á varanlegum friði. Sérfræðingar vara við of mikilli bjartsýni.
Öryggisráðið ræðir eldflaugaskot Norður-Kóreumanna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað til fundar á morgun til að ræða málefni Norður-Kóreu. Fjölmiðlar þar í landi segja að eldflaug sem skotið var á loft í fyrradag hafi verið ofurhljóðfrá, geti náð að minnsta kosti fimmföldum hraða hljóðsins.