Færslur: Öryggisráð sameinuðu þjóðanna

Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
Afganistan verði aldrei aftur skjól hryðjuverkamanna
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til heimsbyggðarinnar að tryggja að Afganistan verði ekki griðastaður hryðjuverkamanna. Bandaríkjaforseti flytur í kvöld ávarp vegna stöðunnar í landinu.
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Öryggisráðið fundar enn um deilur Ísraels og Palestín
Fulltrúar Túnis, Noregs og Kína í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á opinn neyðarfund í ráðinu á föstudag, þar sem ræða skal harðnandi átökök Ísraela og Palestínumanna. Öryggisráðið hefur þegar fundað í tvígang um sama efni í þessari viku, en í báðum tilfellum fyrir luktum dyrum í gegnum fjarfundabúnað.
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.
Hvetur þjóðir heims til að knésetja valdaræningjana
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur þjóðir heims til að sjá til þess að valdarán hersins í Mjanmar fari út um þúfur. Kollvörpun kosningaúrslita er „óásættanleg" sagði Guterres, og brýnt að koma valdaræningjunum í skilning um að svona eigi og megi ekki stjórna landinu.
Öryggisráð SÞ: Enn engin ályktun um valdarán í Mjanmar
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að koma sér saman um ályktun til fordæmingar á valdaráni hersins í Mjanmar á dögunum. Bretar lögðu fram tillögu að slíkri ályktun á lokuðum fundi ráðsins en samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar voru Kínverjar og Rússar ekki sáttir við orðalag í drögunum og fóru fram á lengri umþóttunartíma. Enn sé þó til umræðu innan ráðsins að álykta gegn valdaráninu.
03.02.2021 - 06:18
Friðargæslulið SÞ fer frá Darfur-héraði um áramótin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að friðargæslulið samtakanna hverfi frá Darfur-héraði í Súdan í árslok og að Súdanir sjálfir fái það hlutverk að gæta friðar og öryggis í héraðinu frá og með fyrsta janúar. Bláhjálmar Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði allar götur síðan 2007 og voru um 16.000 talsins þegar mest var.
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Myndskeið
Um hvað snúast deilurnar um Nagorno-Karabakh?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í kvöld vegna átakanna sem geisa milli Armena og Azera um Nagorno Karabakh-héraðið. Deilur ríkjanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna.
Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
„Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá“
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flutti sameiginlegt ávarp Norðurlandanna á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands sem haldinn var í dag.