Færslur: Öryggismál

Ótækt að landeigendur stöðvi umbætur í Reynisfjöru
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir hluta landeigenda hafa staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar betrumbætur. 
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Fréttaskýring
Veðrið og jarðskorpan hjálpa íslenskum húsum
Í nokkrum vel völdum kjöllurum í Grindavík hefur verkfræðingur komið fyrir jarðskjálftamælum. Þeir sýna nákvæmlega hversu miklir kraftar skekja húsin í stórum skjálftum. Ótal smáskjálftar yfir lengri tíma eru ekki taldir geta valdið tjóni á húsum eða lögnum. Sviðsmyndir almannavarna gera enn ráð fyrir því að skjálfti upp á allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum. Íslensk hús standast vel jarðskjálfta, þó að þau hafi ekki öll verið byggð í samræmi við nýjustu staðla.
Høgni Hoydal: Ekki Dana að gera Færeyjar að skotmarki
Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki. Í nýrri áætlun Dana um aukið eftirlit á norðurslóðum er gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá á Sornfelli í Færeyjum. Gremja ríkir í Færeyjum og einnig á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áætlunina.
Fréttaskýring
Aukið eftirlit Dana á Norðurslóðum
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum.
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Mannskætt námuslys í suðvesturhluta Kína
Átján námuverkamenn fórust í morgun af völdum kolmónoxíðleka í kolanámu í suðvesturhluta Kína. Að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV standa björgunaraðgerðir yfir en fimm eru enn í sjálfheldu neðanjarðar.
05.12.2020 - 08:13
Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.
Heimskviður
Mikill áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Síðla í aprílmánuði var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun.
04.05.2020 - 11:31
Myndskeið
Breytt hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
Hernaðarógn á Norður-Atlantshafi hefur breyst frá dögum kalda stríðsins, segir bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Rússneski flotinn ætli sér ekki lengur að ráðast með herskipum, kafbátum og flugvélum inn á flutningaleiðir heldur nota langdrægar stýriflaugar úr meiri fjarlægð.
27.02.2020 - 21:28
Viðtal
Venjulegar innstungur ekki fyrir rafbíla
Það hafa komið upp tvö tilvik hér á landi að undanförnu þar sem kviknað hefur í rafbílum því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð til að hlaða þá. Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun, segir ekki öruggt að stinga rafbílum í samband í venjulegar innstungur. Hann hvetur fólk eindregið til að fá sér hleðslustöð og að fá faglærðan rafverktaka til að fara yfir málin á heimilinu áður en rafhleðsla hefst.
03.04.2019 - 16:31
Rússar taka netið úr sambandi í tilraunaskyni
Rússnesk stjórnvöld eru að undirbúa að aftengjast veraldarvefnum tímabundið og undirbúa þannig viðbrögð við netstríði í framtíðinni. Tilraunin mun gera það að verkum að netumferð innan landsins flæðir ekki út fyrir landamæri Rússlands.
11.02.2019 - 17:13
Öryggi barnanna í ólagi við leikskóla
Lögreglan á Suðurnesjum segir að niðurstöður umferðareftirlits við leikskóla í Reykjanesbæ hafi ekki verið góðar. Verið var að kanna notkun öryggisbúnaðar ökumanna og barna um borð í bílunum á leið í leikskólann. Í ljós kom að allt of margir hafi ekki verið með öryggismálin í lagi.
08.01.2019 - 21:58
Sæstrengur hefði mikla þýðingu í hamförum
Sæstrengur milli Íslands og meginlands Evrópu gæti haft mikla þýðingu ef til hamfara kæmi hér á landi og rafmagn yrði af skornum skammti, að mati Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets.
25.11.2018 - 13:59
Vara við hættulegu fitubrennsluefni
Matvælastofnun varar við notkun á efninu dínítrófenóli eða DNP sem notað er ólöglega í fitubrennandi fæðubótarefni. Dauðsföll hafa orðið vegna efnisins í Bretlandi og líklegt er að það sé komið hingað til lands, segir sérfræðingur hjá Mast. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst í gegnum evrópska viðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður að netsala efnisins, sem er bannað að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu og er það verulegt áhyggjuefni, segir í frétt Mast.
10.08.2018 - 12:25
Björgunarfólk á tánum vegna hvassviðris
Björgunarfólk hefur átt í nokkru að snúast vegna hvassviðris í dag og í kvöld. Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var kölluð út á sjöunda tímanum í kvöld til að aðstoða við þakplötu sem hafði fokið af húsþaki í bænum, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Þá var björgunarfólk kallað á vettvang við Hólmavík fyrr í dag þar sem hjólhýsi hafði fokið út af veginum. Engan sakaði.
29.07.2018 - 21:45
Fimmtán ára lenti í pressugámi
Fimmtán ára starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands ehf slasaðist þegar hann vann við pressugám á Réttarhvammi á Akureyri og lenti ofan í gámnum. Þetta segir í frétt á vef Vinnueftirlitsins. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur þegar Vinnueftirlitið heimsótti Gámaþjónustu Norðurlands í eftirlitsheimsókn.
23.07.2018 - 19:52
Fréttaskýring
Tekist á um framlög til varnarmála hjá NATO
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel í næstu viku mun að líkindum snúast um helsta hugðarefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað NATO varðar; að önnur aðildarríki leggi meira fram til varnarmála, þannig að hlutdeild Bandaríkjanna í vörnum bandalagsins minnki hlutfallslega. Trump setti tóninn með bréfum sem hann sendi nokkrum leiðtogum aðildarríkjanna nýlega. „Aðdragandi þessa fundar er nokkuð sérstakur,“ segir Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra.
03.07.2018 - 20:59
 · Öryggismál · NATO
Vill tollstjóra í þjóðaröryggisráð
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram lagafrumvarp á þingi um að tollstjóri fái sæti í þjóðaröryggisráði og ráðsmönnum fjölgi þar með úr ellefu í tólf. Þorsteinn telur að sterk rök hnígi að því að tollstjóri eigi fast sæti í þjóðaröryggisráði vegna hlutverks hans við landamæravörslu.
29.03.2018 - 17:11
Úrskurðuð gjaldþrota stuttu eftir dagsektir
Fiskiðjan Bylgja hf. í Ólafsvík var úrskurðuð gjaldþrota 5. mars síðast liðinn sama dag og Vinnueftirlitið tilkynnti á heimasíðu sinni að lagðar hefðu verið dagsektir á fyrirtækið vegna vanrækslu.
16.03.2018 - 16:03
Þverrandi hernaðarmáttur Rússa
„Rússland verður ekki arftaki Sovétríkjanna á hernaðarsviðinu. Rússneski herinn hefur enga burði til þess,“ sagði Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Rússlandi og Bandaríkjunum, á Morgunvaktinni á Rás 1. Rætt var um stöðu Rússa á heimssviðinu og umsvif þeirra í Austur-Evrópu, á norðurslóðum og í Sýrlandi. Albert tók sem dæmi um minnkandi vægi hernaðarumsvifa Rússlands að útgjöld Bandaríkjanna til hermála væru 12 til 14 sinnum hærri. En NATÓ-ríkin hafa gát á umsvifum Rússa við Eystrasalt.
12.03.2018 - 11:16
Fiskiðjan Bylgja sektuð fyrir vanrækslu
Vinnueftirlitið hefur lagt dagsektir á Fiskiðjuna Bylgju hf. í Ólafsvík því hún vanrækti að fara eftir fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins. Dagsektirnar nema 30 þúsund krónum á dag og voru lagðar á frá og með 21. febrúar.
05.03.2018 - 17:31
Norskir þingmenn á lokuðum fundi
Norska stórþingið kom saman snemma í morgun til lokaðs fundar til að ræða nýja skýrslu ríkisendurskoðunar landsins um öryggismál. Að sögn fréttastofu norska ríkisútvarpsins NRK leiðir skýrslan í ljós að lögreglan og her landsins telja sig ekki vera í stakk búin til að verja mikilvægar opinberar byggingar er öryggi ríkisins verður ógnað.
19.06.2017 - 07:42
Okkar hlutverk er að „mingla“ við aðdáendur
Það er mikill öryggisviðbúnaður í Saint-Étienne en minna um sorp. Íslenskir áhangendur landsliðsins hafa verið sér og sínum til sóma og lögreglan hefur meiri áhyggjur af fótboltabullum en hryðjuverkum. Þetta segir Vilhjálmur Gíslason, sem fer fyrir átta manna hópi íslenskra lögreglumanna sem aðstoða frönsku lögregluna á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem nú fer fram í Frakklandi. Hópurinn kom þangað í byrjun síðustu viku.
14.06.2016 - 17:31
 · EM · Öryggismál · Lögreglan