Færslur: Öryggis- og réttargeðdeild

Áfram tilefni til að fylgjast með frelsissviptingum
Umboðsmaður Alþingis segir embættið áfram fylgjast grannt með aðbúnaði þeirra sem eru frelsissviptir á Íslandi. Hann vill ítarlegri skýringar frá Landspítalanum á því að sjúklingur hafi dvalið í 572 daga á öryggisgangi á Kleppi, meðal annars upplýsingar um aðbúnað sjúklingsins og aðdraganda vistunarinnar.
Sex sjúklingar fastir inni á geðdeildum Landspítalans
Sex útskriftarfærir sjúklingar eru fastir á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum á vegum sveitarfélaganna. Tveir hafa beðið lengur en sex mánuði, annar þeirra í tvö ár. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar segir sveitarfélögin ekki standa sig í uppbyggingu úrræða fyrir þennan hóp. Það gerir það að verkum að fólk festist inni á geðdeildum og fyllist vonleysi og uppgjöf.
Sjónvarpsfrétt
„Allir sammála um að hann sé á röngum stað”
Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Kleppi segir réttindi brotin á manni sem situr fastur á deildinni vegna úrræðaleysis kerfisins. Maðurinn þarf að komast í eigin íbúð með mikilli gæslu, en Reykjavíkurborg vísar á ríkið þar sem öryggisvistun er ekki lengur á borði sveitarfélagsins. Margfalt dýrara er að hafa fólk á réttargeðdeildinni en í úrræði úti í samfélaginu.
Sjónvarpsfrétt
Læstur inni á réttargeðdeild vegna ráðaleysis kerfisins
Mikið fatlaður maður hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni á Kleppi í fjögur ár, án allrar nauðsynlegrar þjónustu. Hann var sýknaður af alvarlegri líkamsáras og metinn ósakhæfur 2018. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar og ættingjar mannsins segja réttindi mannsins brotin með vistuninni. Hann er með alvarlega flogaveiki, heilaskaða og greindarskerðingu. Maðurinn er fæddur 1989. Sex ára gamall fékk hann alvarlega heilabólgu og flogaveiki og fór 18 ára í stóra heilaskurðaðgerð í Boston.
Telur samskiptavanda hafa valdið óánægju á Kleppi
Umboðsmaður Alþingis telur að samskiptavandi á réttargeðdeild og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi hafi orsakað óánægju og óöryggi starfsfólks. Þetta er á meðal þeirra ályktana sem umboðsmaður dregur af heimsókn sinni á Klepp í síðustu viku, sem fréttastofa fjallaði um á þriðjudag.
Heimsóttu Klepp vegna frétta af slæmum aðbúnaði
Umboðsmaður Alþingis og starfsfólk hans heimsótti á föstudag réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérstaka endurhæfingardeild á Kleppi í tengslum við svokallað OPCAT eftirlit með frelsissviptum, sem umboðsmaður sinnir. Tilefni heimsóknarinnar var fyrst og fremst fréttaflutningur síðustu vikna af slæmum aðbúnaði á geðdeildum. Tilgangurinn var einnig að fylgja eftir atriðum í skýrslu umboðsmanns um eftirlit með geðdeildum á Kleppi frá árinu 2019.
Efast um eftirlitsgetu Landlæknis og vilja óháða úttekt
Geðhjálp veltir fyrir sér getu embættis landlæknis til að sinna eftirliti með heilbrigðisstofnunum, og viðrar áhyggjur vegna viðbragða stjórnenda Landspítalans í kjölfar gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið fram um starfsemi réttargeðdeildar spítalans.
Vilja að Alþingi láti rannsaka úrræði fyrir fatlað fólk
Velferðarnefnd Alþingis hefur samþykkt að flytja Alþingi skýrslu og þingsályktunartillögu um að gerð verði rannsókn á meðferð og aðbúnaði fullorðins fatlaðs fólks á Íslandi og fólks með geðrænan vanda. Nefndin hefur fengið til sín sérfræðinga um málefnið á síðustu vikum, í kjölfar þess að fréttastofa fjallaði um slæman aðbúnað vistmanna á Arnarholti fyrir tæpri hálfri öld.