Færslur: Öryggi

Miklu færri börn látast af slysförum en áður
Dánartíðni barna hér á landi er margfalt lægri en fyrir fimmtíu árum og sérstaklega hefur þeim fækkað sem látast af slysförum. Á árunum 1971-1978 létust 188 börn af slysförum, hlutfallslega fleiri en í nágrannalöndunum, en mjög tók að draga úr dánartíðni vegna slysa á seinni hluta 20. aldar og til samanburðar voru dauðsföllin 31 á tímabilinu 2009-2018.
18.10.2021 - 15:48
Lýstu yfir áhyggjum af öryggi stjórnmálamanna
Fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á Alþingi lýstu áhyggjum sínum af öryggi stjórnmálamanna og starfsfólks stjórnmálaflokka á fundi með lögregluyfirvöldum í morgun. 
Plastbensli geta hindrað að átt sé við dekk
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að kanna hvort átt hafi verið við hjól þeirra áður en lagt er af stað á þeim. Undanfarið hefur borið á því að rær hafi verið losaðar á hjólum barna og þau slasast.
Telja aðstæður við húsbyggingu lífshættulegar
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu fyrirtækisins U2-bygg við Hraungötu 2 til 6 í Garðabæ. Eftirlitið mat aðstæður á vettvangi á þann veg að þær væru lífi og heilbrigði starfsmanna verulega hættulegar. Fyrirtækið má ekki hefja vinnu á ný fyrr en ýmsar úrbætur hafa verið gerðar.
27.02.2019 - 15:06