Færslur: Örskýring

Kastljós
Til hvers í ósköpunum „smassar“ maður hamborgara?
Veitingastöðum sem bjóða upp á hamborgara sem hafa verið kramdir með verklegum spaða á sjóðandi heita pönnu fjölgar nú ört á Íslandi. Þessi rúmlega hálfrar aldar gamla aðferð kallast að „smassa“ og það er ekki langt síðan smassaðir hamborgarar urðu útbreiddir á Íslandi.
24.06.2022 - 11:35
Örskýring
Hvaðan koma eiginlega þessi tekjublöð?
Umfjöllun um tekjur Íslendinga hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar fer fremst í flokki hið rótgróna tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem tekjur 4.000 Íslendinga árið 2020 eru birtar. Í blaðinu er fólk flokkað eftir starfstitlum og þar má meðal annars finna forstjóra, hjúkrunarfræðinga og áhrifavalda.
20.08.2021 - 13:42
Örskýring
Af hverju er fólk að svitna yfir föstum vöxtum?
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í maí en hækkunin var sú fyrsta frá árinu 2018. Í kjölfarið hækkuðu bankarnir vexti húsnæðislána og fólk sem hefur gengið um í draumalandi sílækkandi breytilegra vaxta byrjaði að velta fyrir sér hvort það væri loksins komið að því: Hvort fleygja þurfi út akkerinu og festa vextina.
08.07.2021 - 13:55
Örskýring
Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?
Mikið hefur verið fjallað um hlutafjárútboð íslenskra fyrirtækja undanfarna mánuði. Síldarvinnslan reið á vaðið í maí og Íslandsbanki fylgdi í kjölfarið í júní. Hlutafjárútboði flugfélagsins Play lauk svo í síðustu viku og tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds var svo næstur í röðinni til að sækja sér hlutafé til fjárfesta og almennings með þessum hætti.
01.07.2021 - 13:09
Örskýring
Hvenær varð Britney fangi föður síns og af hverju?
Britney Spears, ein skærasta poppstjarna samtímans, kom fyrir rétt í Los Angeles í gær og bað dómara um hjálp við endurheimta líf sitt frá föður sínum. Hún sagðist vera óhamingjusöm, vansvefta, reið og þunglynd og að faðir hennar, sem hefur verið lögráðamaður hennar frá árinu 2008, ætti að vera í fangelsi fyrir meðferðina á sér síðustu ár. 
24.06.2021 - 13:07
Örskýring
Erum við kannski öll áhrifavaldar?
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að leikkonan Kristín Pétursdóttir hefði auglýst vörur og þjónustu á Instagram-síðu sinni án þess að það kæmi nógu skýrt fram að um auglýsingar væri að ræða. 
18.06.2021 - 14:15
Örskýring
Er virkni bóluefna góður mælikvarði?
Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll á fimmtudag mætti á svæðið.
11.06.2021 - 14:55
Örskýring
Hvað er Twitter og af hverju fær umræðan þar athygli?
Fjölmiðlar birta reglulega sérstakar samantektir um hvað notendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa að segja um málefni líðandi stundar, allt frá Eurovision til #metoo. Þá gera sjónvarpsþættir á borð við Vikuna með Gísla Marteini og Heima með Helga færslum á Twitter hátt undir höfði með því að birta þær í beinni útsendingu og dæmi eru um að fólk stofni aðgang á Twitter í þeim eina tilgangi að koma skilaboðum í sjónvarpið.
04.06.2021 - 09:43
Örskýring
Skæruliðadeild Samherja er ekki þáttur á Netflix
Í síðustu viku bárust fréttir unnar upp úr samskiptum fólks sem tengist Samherja með einhverjum hætti og tilraunum þeirra til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið. Hópurinn kallar sig „skæruliðadeildina“ og var ræstur út árið 2019 eftir að ­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna voru afhjúpaðar.
27.05.2021 - 12:55
Örskýring
Eru Íslendingar þeir einu sem horfa á Eurovision?
Daði og Gagnamagnið keppa til úrslita í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardagskvöld. Ýmislegt hefur gengið á í Rotterdam þar sem keppnin er haldin. Íslenski hópurinn stígur til að mynda ekki á svið, enda í sóttkví eftir að liðsmaður Gagnamagnsins greindist með kórónuveiruna.
21.05.2021 - 13:45
Örskýring
Hvaða kjaftæði er þetta NFT?
Þegar fjölskyldufaðirinn Dave Roth smellti mynd af dóttur sinni, hinni fjögurra ára Zoë, fyrir framan brennandi hús árið 2005 bjóst hann örugglega ekki við því að myndin yrði síðar mikill örlagavaldur í lífi þeirra.
12.05.2021 - 12:38
Örskýring
Hvað gerist ef Svandís afglæpavæðir neysluskammta?
Árið 1997, þegar áætlun um að Ísland yrði fíkniefnalaust árið 2002, bjóst enginn við því að ofneysla á fíkniefnum yrði enn þá vandamál á Íslandi í dag, árið 2021. Stjórnvöld voru hins vegar fljót að bregðast við og nú, aðeins 19 árum eftir að það var ljóst að markmiðið myndi ekki nást, hefur heilbrigðisráðherra lagt fram frumvarp með það yfirlýsta markmið að stíga skref í þá átt að taka á vanda fíkla í heilbrigðiskerfinu frekar en í dómskerfinu.
07.05.2021 - 14:32
Örskýring
Hvaðan kemur góða fólkið?
Daglega eiga sér stað átök á vígvöllum internetsins með tilheyrandi orðaskaki og fúkyrðaflaumi. „Góða fólkið“ hefur verið vinsælt uppnefni á samfélagsmiðlum undanfarin ár en það vita ekki allir af hverju, þó flestir telji sig vita hvað það þýðir.
29.04.2021 - 13:34
Örskýring
Af hverju hötuðu allir evrópsku Ofurdeildina?
Fótboltaheimurinn fór á hliðina á sunnudag þegar tilkynnt var að stofnuð yrði evrópsk ofurdeild. Deildin var sögð svik við vinsælustu íþrótt heims og eftir gríðarlega hörð mótmæli og alls konar hótanir fóru liðin eitt af öðru að draga sig út úr deildinni. Á þriðjudag var svo hugmyndin um Super Leage orðin súperlík. 
23.04.2021 - 14:32
Örskýring
Íslendingar selja erótík á OnlyFans
Undanfarið hafa borist fréttir af ungu fólki á Íslandi sem hefur á skömmum tíma þénað milljónir með sölu á erótísku efni í gegnum samfélagsmiðil sem kallast OnlyFans. Þó OnlyFans byggist á sama grunni og samfélagsmiðlar á borð við Instagram og Twitter – svona þannig séð – þá eru notendurnir þar í allt öðrum tilgangi. 
15.04.2021 - 12:07
Örskýring
Hvað í ósköpunum gengur á hjá Alvogen?
Kýlingaleikir, morðhótanir og harðar ásakanir. Hvað í ósköpunum gengur á hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen? Eftir að náinn samstarfsmaður forstjórans snerist gegn honum hafa ásakanir gengið á víxl og málið virðist rétt að byrja.
08.04.2021 - 14:53
Örskýring
Af hverju ætti ég að smassa hamborgarann minn?
Veitingastöðum sem bjóða upp á hamborgara sem hafa verið kramdir með verklegum spaða á sjóðandi heita pönnu fjölgar nú ört á Íslandi.
25.03.2021 - 14:15
Örskýring
Tímabært uppgjör við rasisma í The Bachelor útskýrt
Alþjóðlegt samfélag fólks sem fylgist með sjónvarpsþáttunum The Bachelor stendur á öndinni eftir að stjórnandi þáttanna steig til hliðar, sakaður um meðvirkni gagnvart rasisma þátttakanda í nýjustu seríunni. 
19.03.2021 - 12:06
Örskýring
Bíddu, hvernig átti þessi Borgarlína aftur að vera?
Hugmyndir um borgarlínu voru kynntar í svæðisskipulagi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2015 og alls konar fólk hefur verið að rífast um hana síðan. En hvað er Borgarlína? Við erum kannski búin að gleyma því og þess vegna er best að byrja á byrjuninni.
12.03.2021 - 12:44
Örskýring
Hvað er eldgos og hvað kemur hafragrautur málinu við?
Eldgos er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag. Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesskaga undanfarna daga og þegar þessi orð eru skrifuð eru tvær sviðsmyndir líklegastar: Annað hvort kemur eldgos eða ekki. 
05.03.2021 - 12:57
Örskýring
Geta Auddi og Steindi valdið jarðskjálfta?
Öflug jarðskjálftahrina skók Reykjanesskaga í gær og skjálftarnir fundust víða um land. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðastliðið ár og virknin var ekki minni á samfélagsmiðlum í gær þar sem fullyrðingar á borð við: „Þessi var stór“ og spurningar eins og: „Funduð þið þennan?“ voru algengar.
25.02.2021 - 14:53
Örskýring
Af hverju má ekki dreifa fréttum á Facebook í Ástralíu?
Í vikunni bárust fréttir frá Ástralíu um að þar hefði Facebook bannað alfarið dreifingu á fréttum ástralskra fjölmiðla. Á sama tíma var skrúfað fyrir dreifingu á fréttum frá áströlskum fjölmiðlum á Facebook annars staðar í heiminum og þar er Ísland ekki undanskilið. Þið getið prófað sjálf.
19.02.2021 - 14:00
Örskýring
Af hverju er John Cusack svona hræddur við 5G?
Fæstir myndu slá hendinni á móti hraðara interneti sem er einmitt það sem fimmta kynslóð farsímakerfa færir okkur. 5G-tæknin er þó umdeild af ýmsum mistrúverðugum ástæðum. Sumir óttast um heilsu sína og aðrir telja að útbreiðsla kórónuveirunnar sé á einhvern hátt tengd 5G. En hverju breytir 5G?
12.02.2021 - 13:30
Örskýring
Hvað er QAnon og hvaðan kemur þessi samsæriskenning?
Ef þú þekkir einhvern sem er sannfærður um að tilgangurinn með forsetatíð Donalds Trump hafi verið að frelsa mannkynið úr viðjum spilltra embættismanna og að víðtækt kosningasvindl sé ástæðan fyrir því að hann tapaði í kosningunum í nóvember, þá er líklegt að viðkomandi trúi samsæriskenningum sem kenndar eru við QAnon. 
04.02.2021 - 13:42
Örskýring
Svona refsuðu litlu fjárfestarnir úlfunum á Wall Street
Í vikunni bárust fréttir af bandarískum vogunarsjóði sem veðjaði á vandræði verslunarkeðjunnar GameStop og neyddist til að draga sig úr viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu með stjarnfræðilegu tapi.
28.01.2021 - 13:17