Færslur: Örskýring

Örskýring
Hvað er eldgos og hvað kemur hafragrautur málinu við?
Eldgos er heitasta umræðuefnið á Íslandi í dag. Miklar jarðhræringar hafa verið á Reykjanesskaga undanfarna daga og þegar þessi orð eru skrifuð eru tvær sviðsmyndir líklegastar: Annað hvort kemur eldgos eða ekki. 
05.03.2021 - 12:57
Örskýring
Geta Auddi og Steindi valdið jarðskjálfta?
Öflug jarðskjálftahrina skók Reykjanesskaga í gær og skjálftarnir fundust víða um land. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðastliðið ár og virknin var ekki minni á samfélagsmiðlum í gær þar sem fullyrðingar á borð við: „Þessi var stór“ og spurningar eins og: „Funduð þið þennan?“ voru algengar.
25.02.2021 - 14:53
Örskýring
Af hverju má ekki dreifa fréttum á Facebook í Ástralíu?
Í vikunni bárust fréttir frá Ástralíu um að þar hefði Facebook bannað alfarið dreifingu á fréttum ástralskra fjölmiðla. Á sama tíma var skrúfað fyrir dreifingu á fréttum frá áströlskum fjölmiðlum á Facebook annars staðar í heiminum og þar er Ísland ekki undanskilið. Þið getið prófað sjálf.
19.02.2021 - 14:00
Örskýring
Af hverju er John Cusack svona hræddur við 5G?
Fæstir myndu slá hendinni á móti hraðara interneti sem er einmitt það sem fimmta kynslóð farsímakerfa færir okkur. 5G-tæknin er þó umdeild af ýmsum mistrúverðugum ástæðum. Sumir óttast um heilsu sína og aðrir telja að útbreiðsla kórónuveirunnar sé á einhvern hátt tengd 5G. En hverju breytir 5G?
12.02.2021 - 13:30
Örskýring
Hvað er QAnon og hvaðan kemur þessi samsæriskenning?
Ef þú þekkir einhvern sem er sannfærður um að tilgangurinn með forsetatíð Donalds Trump hafi verið að frelsa mannkynið úr viðjum spilltra embættismanna og að víðtækt kosningasvindl sé ástæðan fyrir því að hann tapaði í kosningunum í nóvember, þá er líklegt að viðkomandi trúi samsæriskenningum sem kenndar eru við QAnon. 
04.02.2021 - 13:42
Örskýring
Svona refsuðu litlu fjárfestarnir úlfunum á Wall Street
Í vikunni bárust fréttir af bandarískum vogunarsjóði sem veðjaði á vandræði verslunarkeðjunnar GameStop og neyddist til að draga sig úr viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu með stjarnfræðilegu tapi.
28.01.2021 - 13:17
Örskýring
Er verið að bólusetja alla nema okkur?
Bóluefni hafa verið milli tannanna á fólki síðustu vikur, aðallega vegna þess hversu hægt það gengur að sprauta því í vöðva fólks. Hvorki Kára né Þórólfi hefur tekist að komast fram fyrir röðina hjá lyfjarisanum Pfizer og upplýsingar frá stjórnvöldum hafa verið misvísandi. 
21.01.2021 - 13:24
Örskýring
Bíddu, selja Íslandsbanka segirðu?
Af hverju núna? Hvenær á maður eiginlega að selja banka? Og hvað óttast fólk? Af hverju þessi hræðsla við að ríkið selji banka?
14.01.2021 - 13:28
Örskýring
Af hverju var ráðist inn í þinghúsið?
Donald Trump smalaði stuðningsfólki sínu sjálfur saman í Washington í Bandaríkjunum í gær með ítrekuðum tístum á Twitter.
07.01.2021 - 16:23