Færslur: orrustuþotur

Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Úkraínumenn fá þotur og önnur öflug hergögn
Stjórnvöldum í Úkraínu hafa verið látnar orrustuþotur í té ásamt flugvélavarahlutum. Það er hluti af aukinni hernaðaraðstoð vestrænna ríkja. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær án þess að tilgreina fjölda þotnanna né hvaðan þær koma.
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Fundu lík orrustuflugmanns sem saknað var
Japanski flugherinn greindi frá því í morgun að fundist hefði lík annars tveggja úr áhöfn orrustuþotu sem hvarf fyrir hálfum mánuði. Þotan sem er af gerðinni McDonnell Douglas F-15 hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Komatsu-flugvelli 31. janúar.
13.02.2022 - 07:45
Erlent · Asía · Japan · orrustuþotur · flugslys
Vopnaframleiðendur hagnast þrátt fyrir faraldur
Efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins hefur lítil áhrif haft á stærstu vopnaframleiðendur heims. Öll sýndu þau hagnað á síðasta ári að því er fram kemur í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi.
Kínverskar herþotur flykkjast inn í lofthelgi Taívan
Hátt í sex tugum kínverskra herflugvéla var flogið inn í lofthelgi eyríkisins Taívan í gær, fjórða daginn í röð. Sérfræðingar álíta að tilgangurinn sé að vara Taívani við svo þeir láti vera að lýsa yfir sjálfstæði ríkisins.
05.10.2021 - 05:44
Tugir kínverskra herþotna flugu inn í lofthelgi Taívan
Stjórnvöld í eyríkinu Taívan greindu frá því að 38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi þess í gær. Aldrei hafa jafnmargar herflugvélar Kínverja flogið þar um en varnarmálaráðuneyti Taívan greinir frá því að þoturnar hafi komið inn í lofthelgina í tveimur bylgjum.
02.10.2021 - 06:29
Maðurinn sem fyrstur rauf hljóðmúrinn látinn
Chuck Yeager, bandaríski herflugmaðurinn sem varð fyrstur til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn. Hann var 97 ára að aldri, fæddur í smábænum Myra í Vestur-Virginíuríki árið 1923.
08.12.2020 - 04:52
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26