Færslur: Örorkumat

Synjunarhlutfall tífaldaðist skyndilega
Hlutfall þeirra sem er synjað um örorkulífeyri hefur skyndilega tífaldast, í fyrra var það 0,6% en það sem af er þessu ári er það 5%. Lagabreytingar skýra þetta ekki og enn er stuðst við örorkumatið frá 1999. Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun segir að stofnunin hafi hert verklag. Fjölgun öryrkja hafi líklega spilað þar inn í. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, segir hækkun synjunarhlutfalls ekki koma á óvart.
01.09.2017 - 19:15