Færslur: Örorka

Aukin örorka kvenna fórnarkostnaðurinn
Um níu prósent fullorðinna Íslendinga sinna umönnun langveikra, fatlaðra eða aldraðra ástvina sinna. Ísland sker sig frá grannþjóðum að þessu leyti, sagði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar í umræðum á Alþingi í dag. Hann telur að rekja megi fjölgun í hópi öryrkja hér á landi til umönnunarstarfa.
16.10.2019 - 16:23
Atvinnuþáttaka örorkulífeyrisþega 30,6%
Áætlað er að árið 2017 hafi 8,1 prósent fólks á aldrinum 16-66 ára fengið greiddan örorkulífeyri, eða um 17.900 manns. Af þessum 17.900 aðilum voru 69,4 prósent utan vinnumarkaðar en atvinnuþátttaka var 30,6 prósent.
05.06.2019 - 10:47
Viðtal
„Gríðarleg tekjutenging“ ekki ásættanleg
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að þörf sé á heildarendurskoðun á lífeyriskerfi landsins. Draga verði úr skerðingum svo fólk sjái ávinninginn af því að leggja fyrir. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að finna þurfi lausn til framtíðar til að koma í veg fyrir jaðarskattlagning. „Að fólk fólk sé að borga yfir 80 prósent af sínum lífeyrissparnaði í jaðarskatta eins og staðan er í dag.“
03.03.2019 - 13:28
„Get ekki hugsað mér að búa á Íslandi“
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Tryggingastofnunar um örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES-landi eigi ekki stoð í lögum. Breytingar gætu varðað hundruð öryrkja. Kona sem metin var með fulla örorku og hafði búið í Danmörku í fimm ár átti einingus rétt á rúmlega fjórðungi af fullum bótum. Hún leitaði til Umboðsmanns Alþingis.
12.11.2018 - 16:30
Ríkisstjórnir gleymi öryrkjum eftir kosningar
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, segir gleymsku hrjá ríkisstjórnarflokkana og líka fyrri ríkisstjórnir. Þeir gleymi öryrkjum um leið og kosningar séu afstaðnar og þar að auki séu hækkanir til öryrkja aldrei afturvirkar. Gleymskan sé alvarleg og tilefni sé til að senda ríkisstjórnina á minnisnámskeið.
06.06.2018 - 14:55