Færslur: Orkuveita Reykjavíkur

Fjármálastjóri OR fékk áminningu fyrir áreitni
Fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur fékk skriflega áminningu í starfi árið 2015 fyrir að hafa áreitt tvær samstarfskonur sínar kynferðislega. Óskað hefur verið eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu fyrirtækisins.
17.09.2018 - 22:10
Viðtal
Enn að berast frásagnir um óviðeigandi hegðun
Borgarfulltrúunum Hildi Björnsdóttur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, hefur síðan fyrir helgi borist nokkur fjöldi frásagna af óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur. Rætt var við þær í Kastljósi kvöldsins. Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra ON, var vikið frá störfum í síðustu viku vegna óviðeigandi tölvupósts sem hann sendi samstarfskonum sínum.
17.09.2018 - 20:35
Undirbúa úttekt á vinnustaðarmenningu OR
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar Orkuveitunnar, segir að undirbúningur að úttektinni sé þegar hafinn.
Hægt að stjórna því hverjir stjórna
Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, segir að vegna baráttunnar undanfarna áratugi sé hægt að draga mál eins og það sem kom upp hjá Orku náttúrunnar upp á yfirborðið. Þetta sagði Þórdís Lóa í umræðum um málið á Facebook.
Orkuveitan lætur skoða ábyrgð 11 fyrirtækja
Matsbeiðni Orkuveitu Reykjavíkur vegna rakaskemmda á höfuðstöðvum fyrirtækisins á Bæjarhálsi verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Beiðnin beinist að ellefu fyrirtækjum sem komu með einum eða öðrum hætti að hönnun og byggingu höfuðstöðvanna, sem risu árið 2002.
08.12.2017 - 10:25
Sjö og hálfur milljarður í hús og viðgerðir
Heildarkostnaður Orkuveitunnar við að kaupa og gera við höfuðstöðvar fyrirtækisins verður um sjö og hálfur milljarður króna, sem er álíka og kostar að byggja nýjar höfuðstöðvar. Það er þó talinn hagkvæmasti kosturinn í stöðunni. 
23.11.2017 - 21:51
Koltvíoxíð verður að grjóti
Útblástur í Sjanghæ getur nú orðið að grjóti á Hellisheiði. Við Hellisheiðarvirkjun hefur verið settur upp kolefnisgleypir sem gleypir koltvíoxíð úr andrúmslofti, því er svo dælt ofan í jörðina þar sem það breytist í grjót. 
Áætlar tugmilljarða tjón vegna raka og myglu
Forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og prófessor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, telur að tjón vegna rakaskemmda og myglu í byggingum hérlendis hlaupi á tugum milljarða króna. Hann líkir ástandinu við faraldur.
27.08.2017 - 19:01
Viðtal
Rekur ástand hússins til skorts á viðhaldi
Fjölmörg mistök virðast hafa verið gerð við byggingu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu verkfræðistofu, sem hefur rannsakað upptök vatnsleka í húsinu. Fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar telur að rekja megi ástand hússins til skorts á viðhaldi.
26.08.2017 - 19:46
Hærri tölur en flestir bjuggust við
„Þetta eru auðvitað vondar fréttir og háar tölur og hærri en ég held að flestir hafi búist við þó svo það hafi verið vitað að það væru rakaskemmdir í húsinu,“ segir Dagur B. Eggertsson um stöðuna á Orkuveituhúsinu, en tjón vegna rakaskemmda á því nemur milljörðum króna.
26.08.2017 - 16:11
  •