Færslur: Orkuveita Reykjavíkur

ON ætlar ekki að áfrýja í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar ekki að áfrýja dómi Landsréttar í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið, en Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og dæmdi ON til þess að greiða Áslaugu bæði skaða- og miskabætur.
Staðfestu dóm yfir OR
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóm um að Orkuveita Reykjavíkur skuli greiða Glitni holdco tæplega 750 milljónir króna auk dráttarvaxta fyrir síðustu tólf til þrettán ár.
Sjónvarpsfrétt
Ásýnd Orkuveituhússins gjörbreytist
Ásýnd Orkuveituhússins breytist til muna þegar viðgerðum vegna mygluskemmda verður lokið árið 2023. Búið er að hola vesturhúsið að innan og útveggir þess hafa verið fjarlægðir.
Rekstrarhagnaður OR 10,2 milljarðar á fyrri hluta árs
Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam 10,2 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs og jókst um fjóra milljarða miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag.
23.08.2021 - 18:32
100 ár síðan Reykvíkingar fengu rafmagn
Eitt hundrað ár eru í dag síðan Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun og Reykvíkingar fengu rafmagn. Þessa var minnst við gömlu rafstöðina í morgun og verður hún opin almenningi í dag. 
Spegillinn
Það sjá allir að þetta er ekki að virka
Framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að hver kona og maður sjá að ferlið í kringum rammaáætlun virki alls ekki. Það verði að grípa í taumana. Vegna tafa á afgreiðslu 3. áfanga áætlunarinnar er ekki hægt að rannsaka þá kosti sem eru heimilaðir í henni en hafa ekki verið samþykktir á Alþingi. Töfin sé byrjuð að standa starfseminni fyrir þrifum.
Bætt upp fyrir að hætta í stjórnum dótturfélaga
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að einhugur hafi staðið um 370 þúsund króna launahækkun forstjóra fyrirtækisins. Launin voru leiðrétt tvö ár aftur í tímann auk þess sem sérstök hækkun kom til vegna þess að forstjóri situr ekki lengur í stjórnum dótturfyrirtækja.
Fær 370 þúsund króna launahækkun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í síðasta mánuði að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra fyrirtækisins, um 370 þúsund krónur á mánuði. Launin fara við það úr 2,5 milljónum í 2,87 milljónir króna á mánuði.
Segir mikilvægt að orkuverð séu opinberar upplýsingar
Trúnaði hefur verið aflétt af samningi Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls um verð á raforku til álvers Norðuráls á Grundartanga. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir birtingu slíkra upplýsinga vera í almannaþágu.
29.01.2021 - 13:16
Viðtal
Eyþór gagnrýnir drátt á framkvæmdum
Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir gott að Veitur hafi viðurkennt að mistök hafi valdið vatnstjóninu í Háskóla Íslands. Verst sé hins vegar að sjá aftur og aftur miklar tafir á framkvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. 
Myndskeið
Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.
25.01.2021 - 21:50
Myndskeið
„Fólk verður reitt og það verður mikill hiti“
Tilvist Árbæjarlóns er orðið að miklu hitamáli á meðal íbúa í Árbæ. Þetta segir formaður íbúaráðsins. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík telur að ákvörðun Orkuveitunnar um að tæma lónið sé ekki í samræmi við deiliskipulag. Forstjóri Orkuveitunnar segir að fyrirtækinu sé ekki lengur heimilt að stöðva náttúrulegt rennsli Elliðaáa.
07.12.2020 - 19:25
Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.
Viðtal
Segir ekki þurfa að virkja til að rafvæða samgöngur
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að næstu tíu árin þurfi hvorki að virkja sérstaklega á Íslandi til að rafmagnsvæða samgöngur né þurfi að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega.
Myndskeið
Fimmtíu þúsund manns án hitaveitu í næstu viku
Ekkert heitt vatn verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í 30 klukkustundir í næstu viku vegna framkvæmda hjá Veitum. Það hefur áhrif á 50 þúsund manns. Við Rauðavatn við gatnamót Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar þarf að tengja nýja stofnlögn hitaveitunnar.
13.08.2020 - 20:25
Dómari víkur í máli Áslaugar gegn Orku náttúrunnar
Dómari í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttir gegn Orku náttúrunnar hefur ákveðið að víkja þar sem eiginmaður hennar er að taka við starfi innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta staðfesta lögmenn Áslaugar og Orku náttúrunnar.
Myndskeið
Hús OR endurbyggt að hluta
Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að endurbyggja hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins á Bæjarhálsi. Verkið verður boðið út áður en langt um líður.
17.12.2019 - 15:33
Íhugar flutning vegna hækkunar Veitna
Eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga segist ætla að færa starfsemina annað eða kynda stöðina með plasti og kolum vegna breytinga á gjaldskrá Veitna sem hefur í för með sér 97 prósenta hækkun fyrir stöðina.
OR fjárfestir fyrir 102 milljarða næstu sex ár
Orkuveita Reykjavíkur áformar að leggja 102 milljarða á næstu sex árum í viðhalds- og nýfjárfestingar. Þetta kemur fram í fjárhagsspá Orkuveitunnar fyrir tímabilið 2020 til 2025, sem var samþykkt af stjórn OR í dag.
30.09.2019 - 13:59
Óskuðu ítrekað eftir leiðbeiningum ráðuneytis
Orkuveita Reykjavíkur segist ítrekað hafa óskað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um hvað skuli leggja til grundvallar við álagningu vatnsgjalds.
23.04.2019 - 20:38
Álagning Orkuveitunnar á vatnsgjaldi ólögmæt
Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 var ólögmæt. Þetta er niðurstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Ráðuneytið hyggst taka til skoðunar gjaldskrár vatnsveitna allra sveitarfélaga í kjölfar úrskurðarins.
23.04.2019 - 17:54
Viðtal
Rafbílar helmingur bílaflotans árið 2030
Rafbílar verða um helmingur allra bíla hér á landi árið 2030 ef spá Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir. Þá verða þeir orðnir um 100.000 talsins. Á heimsvísu eru rafbílarnir flestir í Noregi, sé miðað við höfðatölu en næst flestir hér á landi.
16.04.2019 - 15:43
Tesla fundaði með OR um hraðhleðslustöðvar
Tesla, bandaríski bíla- og tækniframleiðandinn, hefur átt í samræðum við Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um að eiga í samstarfi með hraðhleðslustöðvar hér á landi fyrir rafbíla. Hleðslustöðvar Teslu hlaða hraðar en aðrar hraðhleðslustöðvar.
Unnið úr mikilvægum ábendingum hjá OR
Orkuveita Reykjavíkur (OR) vinnur nú úr mikilvægum ábendingum sem koma fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkur á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Í dag var haldin vinnufundur alls starfsfólks innan samstæðu Orkuveitunnar í því skyni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OR sem barst í kvöld.
Skrifað í geðshræringu en ekki til að hóta
Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að bréf sitt til Orkuveitu Reykjavíkur eftir brottrekstur Áslaugar hafi alls ekki verið hugsað sem hótun. Hann segir að bréf sitt hafi verið óheppilega orðað og skýrist af því að það var skrifað þegar hann var í mikilli geðshræringu eftir mikið áfall. Hann segir að orð sín um að leysa málið sín á milli eða blanda öðrum í það hafi einfaldlega þýtt að málið færi fyrir dómstóla ef það leystist ekki með öðrum hætti.