Færslur: Orkustofnun

Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Landeigendur á NV-landi áhugasamir um smávirkjanir
Tuttugu landeigendur á Norðurlandi vestra skoða nú kosti þess að hefja raforkuframleiðslu. Samtök sveitarfélaga í fjórðungnum hafa stofnað sérstakan smávirkjanasjóð og styrkt landeigendur um samtals sautján milljónir króna á þremur árum.
07.06.2020 - 18:08
Vindorkan gæti varið almenning
Orkumálastjóri telur að aukin beislun vindsins gæti orðið liður í að tryggja raforkuöryggi almennings vegna hugsanlegs orkuskorts á næstu árum.. Það taki skamman tíma að koma vindorkuverum á koppinn en það gæti tafið fyirr þurfi stórir vindorkugarðar að fara á Rammaáætlun. 
17.07.2019 - 11:35
Kerfisáætlun Landsnets samþykkt
Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets til næstu níu ára. Í þriggja ára framkvæmdaáætlun eru háspennulínur á Norðurlandi og Suðurnesjum langstærstu verkefnin, auk þess sem fjölmörg smærri verkefni eru á dagskrá víða um land.
24.01.2019 - 17:02
Orkumálastjóri og „fólk sem hatar rafmagn“
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, gerir loftslagsmálin að aðalumfjöllunarefni í Jólaerindi sem hann birti á vef Orkustofnunar í dag, hann fjallar sérstaklega um verðlaunamyndina Kona fer í stríð og skýtur nokkuð föstum skotum. Segir að í myndinni sé að finna úrelt ofbeldi og veltir því upp hvort myndin eigi erindi í umræðu um loftslagsmál.
18.12.2018 - 15:44