Færslur: Orkustofnun

Arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar
Tryggja þarf að beinn og óbeinn arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.  Eignarhald í orkugeiranum verður fjölbreyttara og huga þarf að sanngjörnu auðlindagjaldi strax.
Segir N1 hafa beitt blekkingum
Formaður Neytendasamtakanna sakar N1 um blekkingar en fyrirtækið hefur selt viðskiptavinum rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á mun hærra verði en því sem er auglýst. Orkumálastjóri segir unnið að því að koma í veg fyrir vankanta sem þessa.
19.01.2022 - 22:05
Sjónvarpsfrétt
Tryggja þarf að raforka fari raunverulega í orkuskiptin
Orkumálastjóri segir að tryggja verði að framtíðar raforka fari raunverulega í orkuskipti. Nú fái hæstbjóðandi raforkuna en tryggja þarf að almenningur fái notið hennar og til þess þurfi að breyta regluverkinu.
17.01.2022 - 19:26
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Telur styrk í því að hafa orku- og loftslagsmálin saman
Það heyrir til tíðinda að búið sé að splæsa orku-, loftslags-, og umhverfismálum saman í eitt ráðuneyti. Því stýrir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa gagnrýnt ráðahaginn en Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir í þessu felast dýrmæt tækifæri. 
Spegillinn
„Við verðum að vera bjartsýn og halda áfram“
Orkumálastjóri segir ekki nóg að framleiða meira af hreinni orku, það þurfi líka að hugsa framleiðsluferlið upp á nýtt og stóraauka áherslu á nýsköpun. Umbyltandi tækninýjungar hafi verið áberandi í umræðunni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26. Hún segir ekki annað í boði en að fjárfesta nóg í þeim tæknilausnum sem þarf til að standa við markmið um kolefnishlutlausan heim fyrir árið 2050.
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.
Spegillinn
Stjórnsýsla raforkumála er ekki að virka
Orkumálastjóri segir það slæm tíðindi að þriðji áfangi rammaáætlunar verði ekki afgreiddur á þessu þingi. Ljóst sé að stjórnsýsla raforkumála virki ekki sem skyldi. Forstjóri Landsvirkjunar segir tímabært að Alþingi velti fyrir sér hvernig þessi aðferð virki. Að hans mati sé komið að ákveðinni endastöð.
09.06.2021 - 17:12
15 sækjast eftir stöðu orkumálastjóra
Fimmtán hafa sóst eftir því að verða orkumálastjóri. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. maí 2021. Guðni A. Jóhannesson, núverandi orkumálastjóri, lýkur nú sínu þriðja skipunartímabili og sækist ekki eftir því að halda stöðunni.
14.01.2021 - 14:45
192 milljónir í orkuskiptastyrki til fyrirtækja
Hreyfill, Mjólkursamsalan og netgengið ehf, sem rekur heimsendingarþjónustuna Aha, eru meðal þeirra sem í hljóta í ár styrki úr Orkusjóði. Alls renna 192 milljónir til 55 verkefna en sótt var um 482 milljónir króna til 76 verkefna. Tilkynnt var um þetta á vef Stjórnarráðsins.
Spegillinn
Enn ríkir óvissa um afgreiðslu vindorkuvera
Þó að lagðar hafi verið fram á fjórða tug umsókna um vindorkuver víðs vegar um landið ríkir enn óvissa um hvernig eigi að afgreiða þær. Orkustofnun leggst gegn því að vindorkuver heyri lög um rammaáætlun.
09.11.2020 - 17:00
Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Landeigendur á NV-landi áhugasamir um smávirkjanir
Tuttugu landeigendur á Norðurlandi vestra skoða nú kosti þess að hefja raforkuframleiðslu. Samtök sveitarfélaga í fjórðungnum hafa stofnað sérstakan smávirkjanasjóð og styrkt landeigendur um samtals sautján milljónir króna á þremur árum.
07.06.2020 - 18:08
Vindorkan gæti varið almenning
Orkumálastjóri telur að aukin beislun vindsins gæti orðið liður í að tryggja raforkuöryggi almennings vegna hugsanlegs orkuskorts á næstu árum.. Það taki skamman tíma að koma vindorkuverum á koppinn en það gæti tafið fyirr þurfi stórir vindorkugarðar að fara á Rammaáætlun. 
17.07.2019 - 11:35
Kerfisáætlun Landsnets samþykkt
Orkustofnun hefur samþykkt kerfisáætlun Landsnets til næstu níu ára. Í þriggja ára framkvæmdaáætlun eru háspennulínur á Norðurlandi og Suðurnesjum langstærstu verkefnin, auk þess sem fjölmörg smærri verkefni eru á dagskrá víða um land.
24.01.2019 - 17:02
Orkumálastjóri og „fólk sem hatar rafmagn“
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, gerir loftslagsmálin að aðalumfjöllunarefni í Jólaerindi sem hann birti á vef Orkustofnunar í dag, hann fjallar sérstaklega um verðlaunamyndina Kona fer í stríð og skýtur nokkuð föstum skotum. Segir að í myndinni sé að finna úrelt ofbeldi og veltir því upp hvort myndin eigi erindi í umræðu um loftslagsmál.
18.12.2018 - 15:44