Færslur: Orkumál

Telur of margar stórar „smávirkjanir“ á teikniborðinu
Umhverfisráðherra telur að verið sé að undirbúa of margar virkjanir í flokki svokallaðra smávirkjana sem hafi umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Nauðsynlegt sé að endurskoða lög um smávirkjanir og meta áhrifin af þeim frekar er uppsett afl.
Hitamet í Dauðadalnum í Kalíforníu
Aldrei hefur mælst hærri lofthiti á jörðinni en þær 54,4 gráður sem hitamælar þjóðgarðsins í Dauðadal í Kalíforníu greindu í gær, sunnudag. Mjög hátt hitastig í langan tíma getur valdið hættu fyrir mannfólk og umhverfi.
17.08.2020 - 15:55
Endurnýjanlegir orkugjafar í vexti
Vind- og sólarorka sá fyrir tíu prósentum af öllu rafmagni heimsins á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma minnkaði orkuvinnsla úr kolum um 8,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. 
13.08.2020 - 00:48
Þýskt orkufyrirtæki lýsir áhyggjum vegna Nord Stream 2
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar kann enn að vera í uppnámi. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri þýska orkufyrirtækisins Uniper sem hefur lagt mikið fé til verksins.
11.08.2020 - 17:30
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Ætla að loka kolaverum innan 20 ára
Þýskum kolaorkuverum verður lokað í áföngum innan næstu tuttugu ára samkvæmt lögum sem samþykkt voru í báðum deildum þýska þingsins í gær. Deutsche Welle greinir frá þessu. Samkvæmt lögunum eiga öll kolaorkuver að hafa lokað árið 2038.
04.07.2020 - 04:55
Samþykktu að greiða leið tveggja vindorkuvera
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir því að þar rísi tvö vindorkuver. Breytt aðalskipulag er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun sem síðan auglýsir breytingarnar og opnar fyrir umsagnir. Andstæðingar annars vindorkuversins hafa lokað vefsíðunni Dalabyggð.is í mótmælaskyni.
23.06.2020 - 13:50
Segir fjölmörg störf fylgja fyrirhuguðu vindorkuveri
Framkvæmdaaðilar sem vilja reisa vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð segja gagnrýni andstæðinga ekki á rökum reista. Þeir telja jafnframt ekki þörf á að skerpa á lögum og reglum um vindorku hérlendis.
10.06.2020 - 18:59
Myndskeið
Vilja ekki vindorkuver á Hróðnýjarstöðum
Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður í næstu viku hvort breyta eigi aðalskipulagi til þess að greiða fyrir byggingu vindorkuvers. Nágrannar jarðarinnar mótmæla og segja vindorkuverk ekki eiga heima í byggð.
10.06.2020 - 11:49
Undirbúa 60 MW vindorkuver á Hólaheiði
Fyrirtækið Quadran Development á Íslandi hefur fengið leyfi til að reisa veðurmastur á Hólaheiði í Norðurþingi til veðurathugana fyrir vindmyllugarð. Þar gæti risið orkuver á stærð við Kröfluvirkjun.
23.12.2019 - 14:41
Spegillinn
Gengur ekki að hægt sé að stöðva verkefni endalaust
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni.
13.12.2019 - 16:57
Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eykst
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að breyta ferðavenjum og draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn hnattrænni hlýnun.
18.11.2019 - 11:58
Raforkuöryggi ekki tryggt nema með Blöndulínu
Raforkuöryggi í Eyjafirði verður ekki tryggt að fullu fyrr komin er ný lína þangað úr Blönduvirkjun. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsneti. Þótt Hólasandslína úr Þingeyjarsýslu til Eyjafjarðar auki til muna raforku á svæðinu þurfi tengingu úr vestri til að tryggja stöðugleika og öryggi orkunnar.
11.11.2019 - 10:20
Tilboð um vindmyllur í Færeyjum samþykkt
Orka, færeyska raforkustofnunin, samþykkti í dag tilboð dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn, um uppbyggingu og rekstur vindmylla á landsvæði sem kallast Flatnahagi í Færeyjum. Dótturfyrirtæki Skeljungs lagði tilboðið inn fyrir hönd óstofnaðs félags, að því er fram kemur í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar Íslands.
03.10.2019 - 14:51
Myndskeið
Nýta dróna til að finna leka í lögnum
Íbúar á Oddeyri á Akureyri ráku margir upp stór augu í vikunni þegar stærðarinnar dróna var flogið yfir hverfið. Þar var á ferðinni starfsfólk Norðurorku að prófa nýja aðferð við eftirlit. Drónaflugið gerir það nú mögulegt að finna leka í lögnum með hitamyndavél og minnka vatnstjón.
01.10.2019 - 07:30
Greiða atkvæði um þriðja orkupakkann á morgun
Á morgun verða greidd atkvæði um þriðja orkupakkann á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu og búist er við að hann standi lengi. Umræður á Alþingi um orkupakkann hafa staðið yfir í um hundrað og fimmtíu klukkustundir, og eru þær lengstu í sögu þingsins.
01.09.2019 - 22:05
Virkjunarleyfi ekki tengt Bjarnarflagsvirkjun
Landsvirkjun segir að nýtt virkjunarleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi tengist ekki áformum um stærri orkuvirkjun. Þar er til umhverfismat fyrir 90 megavatta virkjun sem verður minnkuð í 50 megavött ef af byggingu hennar verður.
27.08.2019 - 12:21
Viðtal
Samstarf um smávirkjanir sífellt að aukast
Verkefnisstjóri hjá Orkustofnun telur að auðvelda beri bændum að nýta sér þá kosti sem felist í að virkja bæjarlækinn. Þar ætti að horfa til Norðmanna sem hafi reist tvöþúsund smávirkjanir. Undanfarinn áratug hefur Orkustofnun gefið út tæplega 60 rannsóknar- eða virkjunarleyfi fyrir slíkar virkjanir.
15.08.2019 - 22:43
Viðtal
„Vindorkan ekki aðkallandi hér á landi“
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland segir að áhuginn á að virkja vindorku hér á landi stafi fyrst og fremst af því að kostnaður hafi lækkað mikið á síðustu árum. Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að virkjun vindorku sé ekki eins aðkallandi hér eins og víða annars staðar. Rætt var við Ketil og Auði í Speglinum.
15.08.2019 - 10:04
Fréttaskýring
15 til 20 milljarða vindmyllugarður
Fyrirtækið Storm orka stefnir á að reisa vindmyllugarð í Dölunum sem gæti kostað 15 til 20 milljarða króna. Framkvæmdastjórinn segir að vindorka sé næsta skref í orkumálum Íslendinga. Hann gerir sér vonir um að garðurinn rísi eftir þrjú ár.
13.08.2019 - 17:00
 · Innlent · Vindorka · Orkumál
Vindorkan gæti varið almenning
Orkumálastjóri telur að aukin beislun vindsins gæti orðið liður í að tryggja raforkuöryggi almennings vegna hugsanlegs orkuskorts á næstu árum.. Það taki skamman tíma að koma vindorkuverum á koppinn en það gæti tafið fyirr þurfi stórir vindorkugarðar að fara á Rammaáætlun. 
17.07.2019 - 11:35
Viðtal
Ófullnægjandi lög leiða til nágrannaerja
Orkuskiptin eiga ekki eftir að ganga eins greitt fyrir sig og boðað hefur verið nema farið verði af einurð og festu í innviðauppbyggingu, segir Sigurður H. Guðjónsson, formaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Hann segir stjórnvöld ekki hafa staðið sig í að styrkja innviðina. Það eigi við um lög um fjöleignahús og fleira. Menn verði að geta lagt í stæði og stungið rafbílum í samband. 
29.05.2019 - 09:08
Viðtal
Segir að umræða um orkupakkann sé ekki málþóf
Málþóf Miðflokksmanna í umræðu um þriðja orkupakkann er komið út fyrir öll velsæmismörk, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Staðan sé afleit. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins segir að umræðan snúist um efnisatriði og sé því ekki málþóf. Hins vegar vanti svör stuðningsmanna orkupakkans. 
28.05.2019 - 19:42